Fréttablaðið - 09.08.2016, Qupperneq 12
- með þér alla leið -
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Gunnar S. Jónsson
löggiltur fasteignasali
sími: 899 5856
gunnar@miklaborg.is
Helgi Jónsson
aðstm. fasteignasala
sími: 780 2700
helgi@miklaborg.is
61,9 millj.Verð:
Mjög vel staðsett raðhús á rólegum stað í
hjarta miðborgarinnar.
Húsið er 142,2 fm á tveimur hæðum.
3 svefnh. með möguleika á bæta við því 4.
Stór stofa og borðstofa.
Gengið er að húsi frá Laugarvegi 39.
Suður svalir.
Hverfisgata 56
101 Reykjavík
OPIÐ HÚS Í DAG
þriðjudaginn 9.ágúst kl.17:00-17:30
- með þér alla leið -
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Nánari upplýsingar veitir
Jón Rafn Valdimarsson
löggiltur fasteignasali
sími: 695 5520
jon@miklaborg.is
33,5 millj.Verð:
Glæsilegt heilsárs bjálkahús
ca 90 fm
Í landi Syðri-Langholts við Flúðir
Húsið er á 1,9 hektara leigulandi
Glæsilegt útsýni ma sést vel til
Laugarás og Reykholts
Heitt og kalt vatn
Holtabyggð v. Flúðir
Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og
þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst,
borgin Nagasaki.
Fyrr í sumar heimsótti Barack
Obama Bandaríkjaforseti þessar
tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir
um að Bandaríkjaforseti bæðist
afsökunar á kjarnorkuárásunum
fyrir rúmum sjö áratugum.
Einbeittur drápsvilji
Obama baðst ekki afsökunar heldur
talaði í kringum efnið: „Fyr ir 71 ári
féll dauðinn af himn um ofan og
heim ur inn breytt ist,“ sagði Obama
um sprengj una sem „sýndi að
mann kynið hef ur alla burði til að
tor tíma sér sjálft“.
Dauðinn kom ekki af himnum
ofan í einhverjum óræðum skiln
ingi, heldur létust á þriðja hundrað
þúsund manns þegar Bandaríkja
menn af einbeittum ásetningi vörp
uðu sprengjum á borgirnar tvær til
þess að drepa og hræða.
Hótuðu tortímingu
Eftir fyrri árásina var krafist upp
gjafar af hálfu Japana, ella skyldu
þeir hafa verra af og búast við „regni
tortímingar og eyðileggingar, meiri
en dæmi væru um í sögu heims
byggðarinnar“, eins og sagði orð
rétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta
frá þessum tíma. Eftir síðari árásina
sannfærðust Japanir um að alvara
var að baki þessari hótun.
Ásetningur að baki hótunum
Þetta var úthugsuð aðgerð og hug
myndafræðin er enn til staðar. Á
henni, hótunarmætti handhafa
kjarnorkusprengjunnar, hvílir
aðferðafræði Bandaríkjanna og
NATO. Kjarnorkuveldin tala um
„fælingarmátt“ vopna sinna til að
láta líta svo út að þessar þjóðir séu
alltaf í vörn. Fælingarmátturinn
byggir á því að „óvinurinn“ trúi því
að ásetningur sé að baki hótunum
um að beita kjarnorkuvopnum ef
þurfa þykir.
Þess vegna verður aldrei beðist
afsökunar á Hiroshima og Nagasaki
af hálfu þessara bandalagsþjóða
Íslands í NATO. Það verður aldrei
gert á meðan hernaðarstefna NATO
er við lýði.
Fordæma ríki sem vilja vera eins!
En svo mikill er tvískinnungurinn,
að Íran er hótað öllu illu ef það ríki
vogar sér að taka upp sömu kjarn
orkuvopnastefnu og Bandaríkin!
Sjálfum þykir mér einsýnt að heim
urinn eigi að berjast gegn kjarn
orkuvopnavæðingu Írans og allra
ríkja sem eru að feta sig inn á þessa
viðsjárverðu braut. En gleymum
ekki að krefjast þess að sama skapi,
að kjarnorkuveldin eyði kjarnorku
vopnum sínum þegar í stað þannig
að dauðinn eigi ekki eftir að koma af
himnum ofan eins og hann gerði úr
bandarískum árásarþotum í Hirosh
ima og Nagasaki fyrir 71 ári.
Þess vegna fleytum við kertum
Afleiðingar þessarar illræmdustu
hernaðaraðgerðar sögunnar verða
ekki aðeins mældar í tölu látinna
eða eyðileggingar á landi og mann
virkjum. Afleiðingarnar hafa fram á
þennan dag verið að birtast í líkam
legum kvillum og sálarmeinum
eftirlifenda.
Skilaboðin til samtímans ættu
að vera þau að afleiðingarnar tali
til okkar öllum stundum. Þær eiga
að vera okkur víti til varnaðar. Þess
vegna er hollt að minnast þessara
atburða. Þess vegna er það orðinn
árlegur viðburður á Íslandi í ágúst
mánuði að fleyta kertum í minningu
fórnarlambanna frá Hiroshima og
Nagasaki.
Aðferðafræðin frá Hiroshima
enn á sínum stað!
Ögmundur
Jónasson
þingmaður
Vinstri grænna
Afleiðingarnar hafa fram á
þennan dag verið að birtast
í líkamlegum kvillum og
sálarmeinum eftirlifenda.
Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti
okkur á að við höfum alltaf þurft
nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir
stjórnmála okkar og samfélags eru
fúnar – og bregðast þegar á reynir.
Þetta vissu landsfeður okkar
mætavel, þegar þeir lögfestu
núverandi stjórnarskrá árið 1944.
Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá
undir þeim formerkjum að hún
væri til bráðabirgða, aðeins til þess
að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði.
Allir stjórnmálamenn þess tíma
sammæltust um það – og þeir sam
mæltust líka um að heildarendur
skoðun stjórnarskrár Íslands væri
nauðsynleg, að hún skyldi fara fram
á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá
gæti íslenska þjóðin loksins eignast
sína eigin stjórnarskrá.
Stjórnarskrá samda af Íslending
um fyrir Íslendinga. Skýra stjórnar
skrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki
viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir
konungsveldi.
Stjórnarskrá sem kveður skýrt á
um hlutverk og valdmörk forseta.
Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð
ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veit
ir Alþingi aukið vægi og minnihluta
þingsins aukið vægi þar. Sem krefst
opnari og gegnsærri stjórnsýslu,
upplýsingaskyldu stjórnvalda og
sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir
almenningi kleift að leggja til þing
mál og krefjast bindandi þjóðar
atkvæðis um lög, sem tryggir nátt
úruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir
réttindakaflann til 21. aldarinnar og
svona mætti lengi telja.
Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki
töfraþula sem tryggir okkur far
sæl stjórnmál, en hún er nauðsyn
legur grunnur að þeim. Nauðsyn
legur rammi utan um stjórnmálin,
skorður við völd og ábyrgð stjórn
málamanna, trygging fyrir sterkum
borgararéttindum almennings og
rétti okkar til að veita stjórnvöldum
aðhald á milli kosninga.
Við þurfum líka miklu öflugra
heilbrigðiskerfi og menntakerfi,
bætta stjórnmálamenningu og
þingsköp, nýtt kvótakerfi og land
búnaðarkerfi og svona mætti lengi
telja. En stjórnarskráin er grunnur
inn og öll þessi mál þurfa að byggja
á góðum grunni.
Í kosningunum í haust gefst okkur
Íslendingum einstakt tækifæri til
að byggja nýjan og betri grunn. Að
klára þetta risastóra grundvallar
verkefni, sem setið hefur á hakanum
allt frá lýðveldisstofnun.
Þess vegna höfum við Píratar sett
nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn
fyrir kosningarnar í haust. Ég held
að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt
framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í
þá vegferð með okkur – en það eru
Píratar sem munu drífa hana áfram,
ef við fáum til þess umboð.
Ég vil leggja til að þessir flokkar
bjóði kjósendum upp á skýran val
kost í þessum kosningum:
Að við lýsum því yfir að við
viljum mynda ríkisstjórn saman
eftir kosningar, um nýja stjórnar
skrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja
höfuðáherslu á að ljúka við frum
varp að nýrri stjórnarskrá á grund
velli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og
kjósendur kröfðu Alþingi um þann
20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti
þingið að leggja þá tillögu algjör
lega til grundvallar – en þó ekki að
útiloka málefnalegar athugasemdir
og gagntillögur sem gætu gert hana
enn betri.
Sú vinna þyrfti líka að fara fram
í góðu samráði við Stjórnlaga
ráð sjálft sem og aðra sérfræðinga,
stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel
ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að
eiga lokaorðið; að endanleg niður
staða verði aftur borin undir kjós
endur í þjóðaratkvæðagreiðslu,
samhliða þar næstu þingkosning
um.
Ef við fylgjum þessari áætlun er
ég sannfærður um að við eygjum
raunhæfa og sögulega von um að
fullgilda loksins nýja og miklu betri
stjórnarskrá þjóðarinnar, innan
fárra ára.
Í því liggur einstakt tækifæri
okkar kynslóðar; að ljúka við stofn
un lýðveldisins Íslands.
Leið að nýju Íslandi
Viktor Orri
Valgarðsson
stjórnmála-
fræðingur og
frambjóðandi í
prófkjöri Pírata
Í kosningunum í haust gefst
okkur Íslendingum einstakt
tækifæri til að byggja nýjan
og betri grunn. ALLTAF
VIÐ HÖNDINA
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
... allt sem þú þarft
Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni
á Vísi og í Fréttablaðs-appinu
Fréttablað
ið
/GVa
9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R12 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
4
-E
D
E
C
1
A
3
4
-E
C
B
0
1
A
3
4
-E
B
7
4
1
A
3
4
-E
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K