Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 18
Þegar ágúst er genginn í garð fara margir að huga að haustinu og þeir sem kvíða skammdeginu fá hnút í magann. Æ fleiri gangast við því að þeir þjáist af kvíða fyrir venjuleg­ um daglegum athöfnum. Býsna oft er þessu fólki sagt að harka af sér, hætta að drekka kaffi og fá nægan svefn. En rannsóknir sýna að kvíði getur verið einkenni steinefna­ skorts í líkamanum, nánar tiltekið skorts á magnesíum. Magnesíum hefur verið í sviðsljósinu undanfar­ in ár en það er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og starfsemi hjarta, nýrna og vöðva. Rannsókn­ ir tengja það líka heilsu heilans, meðal annars andlegri heilsu þar sem magnesíum temprar oflosun streituhormónsins kortisóls inn í heilann, minnkar viðbrögð adrena­ línviðtaka svo óþarfa adrenalínskot eru síður líkleg til að hafa áhrif á líðan. Sumir vilja ganga svo langt að segja að magnesíum geri sama gagn og þunglyndislyf. Magnesíumskortur er sagður viðvarandi hjá Vesturlandabúum vegna síunar efnisins úr jarðvegi og vatni. Þá geta ýmis heilsufars­ vandamál eins og sykursýki, ristil­ bólgur og ofneysla koffeins, gos­ drykkja og áfengra drykkja auk mikilla blæðinga dregið úr getu líkamans til að nýta það magn­ esíum sem fæst úr fæðunni. Ein­ kenni magnesíumskorts geta verið minni matarlyst, ofþreyta, svefn­ leysi, kvíði, þunglyndi, ófrjósemi, persónuleikabreytingar, einbeit­ ingarörðugleikar, kolvetnisfíkn og skjaldkirtilsvandamál. Fullorðinn einstaklingur þarf um 350 mg af magnesíum á dag og það er að finna í ýmsum matvæl­ um. Má þar nefna möndlur, alls konar kál, avókadó, haframjöl, lax, nautakjöt, epli og gulrætur. Ef þér finnst þig vanta magn­ esíum í lífið eru hér nokkrar upp­ skriftir að magnesíumríkum mat. SvartbaunaSalat með Spínati Ekki beint matur fyrir smámælta nema þá vanti magnesíum því af því er hér nóg. Í tveimur bollum af spínati eru 48 mg og ½ svartbauna­ bolli inniheldur 147 mg svo þá er leiðin að dagskammtinum næstum hálfnuð. ½ bolli svartar baunir, soðnar eða úr dós 2-3 bollar lífrænt spínat 2 bollar maískorn 1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga 1 niðurskorinn skallotlaukur 1 niðursneidd gul paprika 1 msk. granateplafræ (má sleppa) Safi úr einum fjórða af meðalstórri appelsínu 1 msk. ólífuolía ½ tsk. hvítlaukur Salt eftir smekk Blandið öllu saman í skál, látið standa smástund og berið fram. KaSjúrjómi Kasjúhnetur eru auðugar að magn­ esíum og þessi hrávegankasjúrjómi er afbragðs leið til að lauma því í matinn. Kasjúrjómi er skemmti­ leg viðbót við margan mat og ekki spillir fyrir að hann hentar bæði í vegan og hráfæði og bæði með ávöxtum og kökum, í súpur og sem sýrður rjómi í mexíkóska rétti. 1 bolli hráar kasjúhnetur, lagðar í bleyti í tvo tíma ¼-½ bolli vatn, eftir þykktarsmekk Ef nota á rjómann með sætum mat má bæta 2 msk. af hlynsírópi og ½ tsk. af vanilludropum saman við. Setjið hráefnið í blandara á hæstu stillingu þar til það er orðið þykkt og rjómakennt. Byrjið á fjórðungs- bolla af vatni og aukið magnið smám saman þar til óskaþykktinni er náð. Setjið í fallega skál og berið fram með meðlæti. FólK er Kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 svartbaunasalat með spínati. magnesíum gerir líkamanum kleift að vinna betur úr þeim hormónum sem valda kvíða og þunglyndi. magneSíumréttir gegn Kvíða Magnesíum er margra meina bót og rannsóknir benda til að það gagnist ekki síst gegn kvíða en magnesíum temprar streituvaldandi hormón í líkamanum og minnkar viðbrögð adrenalínviðtaka en aukið og óþarfa adrenalín eykur streitu. „Ég hef kennt fólki að skrifa í tæp þrjátíu ár en ég kynntist ritunar­ kennslu fyrst þegar ég bjó í Sví­ þjóð,“ segir Björg Árnadóttir, eig­ andi lítils fræðslu­ og útgáfufyrir­ tækis að nafni STÍLVOPNIÐ – valdefling og sköpun sem stofn­ að var árið 2015. Björg er félagi í ReykjavíkurAka­ demíunni þar sem hún fæst við rit­ störf, rannsóknir, verkefnastjórn og þátttöku í Evrópu­ verkefnum á sviði fullorðinsfræðslu. Námskeið Stí l ­ vopnsins eru haldin í húsnæði Akademí­ unnar en auk þess heldur Björg nám­ skeið á landsbyggð­ inni eftir atvikum og kennir líka er­ lendis. „Stílvopnið býður margs konar hagnýt og skapandi ritunarnámskeið. Á haustönninni held ég nokkur námskeið í skap­ andi skrifum en býð einnig nám­ skeið um ritun endurminninga og námskeiðið Ritlist og reiði sem snýst um að hjálpa fólki að um­ breyta reiði sinni í uppbyggilegan texta. Sum námskeiðin eru ætluð almenningi og auglýst á Stílvopns­ vefnum en önnur sérsniðin fyrir ólíka hópa sem panta þau.“ að leita að tjáningunni hið innra og finna henni form Björg er myndlistarkennari og blaðamaður að mennt með meist­ aragráðu í menntunarfræðum og áratuga reynslu af kennslu full­ orðinna og stjórnun fullorðins­ fræðslu. „Síðasta áratuginn hef ég tekið þátt í margvíslegu evrópsku sam­ starfi um skapandi og valdeflandi leiðir í fullorðinsfræðslu sem hefur reynst mér hinn besti skóli og veitt mér innblást­ ur í kennslu minni hér heima. Ég hef til dæmis lært að­ ferðir söguspuna (Bibliodrama), kynnst leikhúsi hinna raddlausu (Theater of the Oppressed) sem kennt er við bras­ i l íska leikhús­ manninn Aug­ usto Boal og hug­ myndafræði og aðferði r sem þekktar eru undir nafninu Ferð hetjunn­ ar (Hero’s Journey) og tengjast nafni bandaríska goðsagnafræð­ ingsins Josephs Campbell en hann ættu Stjörnustríðsaðdáendur að þekkja. Þá má ekki gleyma félags­ örvunaraðferðum (Socio metric) Austurríkismannsins Jacobs Mor eno sem gera hópum kleift að kynnast vel á stuttum tíma og vinna þar af leiðandi betur saman. Allar þessar aðferðir snúast um að hjálpa fólki að leita þeirrar tján­ ingar sem býr innra með því og finna henni form. Í ritunarkennsl­ unni nota ég margvíslegar kveikj­ ur til að hjálpa fólki að finna sög­ una sína og samtalstækni sem ég hef lært í ofangreindum verkefn­ um en ritunarnámskeið fjalla að töluverðu leyti um að deila textum sínum enda læra nemendur mest hver af öðrum.“ Námskeið Stílvopnsins hefj­ ast í lok ágúst með námskeiði í skapandi skrifum í Mývatnssveit. Skráning á námskeið haustannar er hafin á www.stilvopnid.is en hópar geta haft samband vegna styttri eða lengri sérsniðinna námskeiða. Auk námskeiða býður Björg fyrirlestra um vald eflingu og sköpun og ráðgjöf á sviði ritun­ ar og bókaútgáfu. Stílvopnið yddað Stílvopnið – valdefling og sköpun er nýtt fræðslu- og útgáfufyrirtæki í eigu bjargar Árnadóttur. Þar er boðið upp á margs konar hagnýt og skapandi ritunarnámskeið. Sum eru fyrir almenning, önnur fyrir hópa. björg Árnadóttir rithöfundur og full- orðinsfræðari er eigandi stílvopnsins en námskeið fyrirtækisins fara fram í húsnæði reykjavíkurakademíunnar, Þórunnartúni 2. Þau eru einnig kennd á landsbyggðinni. mynd/eyÞór Kasjúhnetur eru einkar góð uppspretta magnesíums. Í sérblaðinu skólar og námskeið víxluðust nöfn þeirra finnbjörns Þorvaldssonar og jóns arnars jónssonar í myndatextum. finnbjörn er brautastjóri og jón arnar er forritunarkennari. leiðrétting Brátt hringja skólabjöllurnar eftir sólríkt sumar og eru margir hægt og bítandi að koma sér í gírinn. Nám og skipulag helst þétt í hendur og það er um að gera að reyna að byrja skólaárið vel. Hér eru nokkur skipulagsráð sem gagnast flestum. l Festu kaup á góðri dagbók. Í hana skráir þú allt tengt heima­ lærdómi, verkefnaskilum, próf­ um og félagslífi. Margir hafa líka tileinkað sér notkun raf­ rænna smáforrita í sama til­ gangi. Hvort heldur sem er, er mikilvægt að velja aðeins annað hvort. Annars ertu að eyða tíma í að tvískrá alla hluti auk þess sem hætta er á að eitthvað gleymist. Þegar þú hefur lokið við verkefni skaltu strika yfir með yfirstrik­ unarpenna. l Haltu þig við plön og tímamörk. Ef þú hefur skrifað eitthvað niður skaltu reyna að klára það fyrir tilsettan tíma. l Gerðu daglegan „to do“ lista yfir stór sem smá verkefni. Það er ótrúlegt hvað það getur hjálpað til við að koma hlutum í verk. Þetta getur verið allt frá því að brjóta saman, vaska upp, lesa tiltekinn blaðsíðufjölda eða gera verkefni. Þú getur svo haft annan langtímalista með stærri verkefnum eins og prófadögum, ritgerðaskilum og öðru þess háttar. l Finndu út hvaða tíma dagsins þú vinnur best. Sumir koma mestu í verk á morgnana, aðrir seinni partinn og enn aðrir á kvöldin. Reyndu að sjá til þess að þú getir setið við á þeim tíma. Þannig af­ kastar þú meiru og hefur tíma aflögu í annað. Byrjaðu vel 9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R2 F ó l k ∙ k y n n I n g A R b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n g A R b l A Ð ∙ h e I l s A 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 5 -2 4 3 C 1 A 3 5 -2 3 0 0 1 A 3 5 -2 1 C 4 1 A 3 5 -2 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.