Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 26
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, hefur tilkynnt áform um að reisa aðra bíla- verksmiðju sína í Ungverja- landi sem á að verða tilbúin árið 2020. Daimler mun fjárfesta fyrir 134 milljarða króna í þess- ari nýju verksmiðju sem rísa mun í Kecskemet og skapa 2.500 ný störf. Verksmiðjan verður með allra fullkomnasta móti og þar verða smíðaðir bílar bæði með framhjóla- og afturhjóladrifi og af mörgum bílgerðum og mun verk- smiðjan samhliða geta smíðað hvaða bíl sem er. Þar verður hægt að smíða 150.000 bíla á ári. Stjórn- völd í Ungverjalandi fagna mjög tilkomu þessarar nýju verksmiðju og eru skattatilslakanir stjórn- valda til handa Daimler metnar að virði 56 milljarða króna. Mikil framleiðsla Mercedes Benz í Ungverjalandi Sú verksmiðja sem Daimler starfrækir nú þegar í Ungverja- landi er einnig í Kecskemet og þar hafa nú þegar verið smíðaðir 500.000 bílar frá því verksmiðj- an var opnuð árið 2012. Þar vinna nú meira en 4.000 manns og í fyrra voru smíðaðir þar 180.000 Mercedes Benz bílar af gerðun- um B-Class, CLA og CLA Shoot- ing Brake. Mercedes Benz hefur ekki sagt frá því hvaða bílgerðir verða smíðaðar í nýju verksmiðj- unni. Nýja verksmiðjan verð- ur sú fyrsta hjá Mercedes Benz sem getur bæði smíðað litla og stóra fólksbíla Mercedes Benz. Mercedes Benz keyrir nú allar sínar verksmiðjur á fullum af- köstum og á í erfiðleikum með að framleiða nóg. Audi er einnig með verksmiðju í Ungverjalandi, sem og Suzuki og General Mot- ors. Ungverjaland er því að verða heilmikið bílaframleiðsluland þó svo ekkert ungverskt bílamerki sé til. Benz reisir sína aðra Bíla- verksmiðju í ungverjalandi Audi, Suzuki og General Motors eru einnig með bílaverksmiðjur í Ungverjalandi. Starfsfólk verksmiðjunnar í Kecskemet fagna sínum fimmhundraðasta bíl. Þriggja, fjögurra og sex strokka vélar BMW. Eftir mikla aukningu í sölu nýrra bíla í Bretlandi á síðustu árum hefur nú hægt á og í júlí nýliðnum var 0,1% vöxtur í sölunni miðað við fyrra ár. Með því má segja að fyrstu áhrifa sé farið að gæta í kjölfar fyrirhugaðs brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Í júlí seldust 178.523 bílar í Bret- landi og varð 5% aukning í sölu bíla til fyrirtækja en 6% minnk- un í sölu til einstaklinga og sam- kvæmt því virðist áhrifa Brex- it gæta hraðar hjá einstaklingum en fyrirtækjum. Þar sem bílar eru yfirleitt pantaðir með nokkurra mánaða fyrirvara hjá fyrirtækj- um en sala til einstaklinga ger- ist með minni fyrirvara má segja að þessar tölur komi ekki á óvart. Sala bíla minnkaði örlítið í Bret- landi í júní, sem var aðeins annar mánuðurinn sem sala minnkaði frá árinu 2012. Hagstæð bílalán hafa örvað sölu Hjá Volkswagen minnkaði salan í Bretlandi um 9,5% í júlí og mark- aði það níunda mánuðinn sem salan minnkar af síðustu 10 mán- uðum. Því gætir áhrifa dísilvéla- svindls Volkswagen frá því í sept- ember mikið í Bretlandi. Bret- ar virðast afar ginnkeyptir fyrir hagstæðum bílalánum því fjórir bílar af hverjum fimm eru keypt- ir með slíkum lánum. Bílasal- ar í Bretlandi óttast að bílasala muni falla mjög mikið á næstunni þar sem ódýr slík lán hafi mett- að markaðinn. Á árinu hafa alls selst 1,6 milljónir bíla í Bretlandi og vöxturinn numið 2,8% frá því í fyrra. Minni sala á seinni hluta ársins gæti þurrkað þann vöxt út. Flöt bílasala í Bretlandi í júlí vegna Brexit BMW vinnur nú að nýjum gerð- um þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvéla sinna og eru þær sagð- ar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæm bæting á annars áður spar- neytnum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlað- ar í BMW- og Mini-bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svo- kallað „Twin Power-tækni“ með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri inn- sprautun eldsneytis. Tvær forþjöppur á 4 strokka vélunum Innsprautun eldsneytis í bensín- vélunum er undir 350 bara þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengun- ar og meira togs vélanna. Fjög- urra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem að- eins sást áður í stærri dísilvélum BMW. Verða þær bæði með lág- þrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOX og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breyting- um vélanna. Innsprautun elds- neytis í dísilvélunum verð- ur undir 2.200 börum í þriggja strokka vélunum og 2.700 bör í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum. Nýjar vélar BMW öflugri, sparneytnari og menga minna Subaru í Bandaríkjunum fagn- aði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru-bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrir- tækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Banda- ríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verk- smiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka fram- leiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauð- synlegar breytingar á fram- leiðslulínunni í lok ársins. Frek- ari breytingar eru þó fyrirhug- aðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst fram- leiðsla á nýjum Impreza í Indi- ana og árið 2018 hefst þar einn- ig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca- jeppa. Þrjár milljónir Subaru-bíla í Indiana Bíll nr. 3.000.000 var Subaru Outback Bílar Fréttablaðið 8 9. ágúst 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 4 -F C B C 1 A 3 4 -F B 8 0 1 A 3 4 -F A 4 4 1 A 3 4 -F 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.