Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 48

Fréttablaðið - 09.08.2016, Side 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Snærósar Sindradóttur Bakþankar Um helgina gekk ég að eiga unnusta minn í faðmi fjöl-skyldu og vina í Bolungarvík. Á okkur er nokkur aldursmunur, ég er 24 ára og hann 38 ára gamall, en það breytir því ekki að ástin er sterk, sönn og einföld. Eins og ég vil hafa hana. Enginn veislugestur gat efast um þetta hjónaband. Hjónavígsluvottorðinu var skilað til sýslumanns í gær og þar verðum við stimpluð til lagalegra réttinda, skuldbindinga og alls þess sem hjónaband felur í sér. Nú erfi ég manninn minn, og öfugt, ég á nú helming eigna hans, og öfugt (sem eru vond skipti fyrir hann því ég á ekkert nema sjálfa mig), og flutningar til útlanda verða umtals- vert auðveldari. Allt þetta því ég er svo heppin að fæðast á Íslandi. Staðan væri nefnilega önnur ef við værum par af erlendu bergi brotið að flytja til fyrirheitna landsins Íslands. Í lögum um útlendinga stendur að ef annar maki í hjóna- bandi er 24 ára eða yngri beri ávallt að kanna hvort stofnað hafi verið til hjúskaparins í þeim eina tilgangi að fá hér dvalarleyfi eða með vilja beggja hjóna. Væri ég, eða maðurinn minn, útlendingur hæfist semsagt rannsókn á því hvort um mála- myndahjúskap væri að ræða. Engin lög ná utan um ástina en hjónaband er lagalegur gjörningur. Væri það meiri synd að giftast vegna praktískra ástæðna ef maður er útlendingur en Íslendingur? Á síðasta ári hóf Útlendingastofnun rannsókn á hjónabandi pars frá Víetnam. Starfsmaður Land- spítalans braut lög þegar hann sagði stofnuninni, í tengslum við fæðingu dóttur þeirra, að konan væri barnaleg og maðurinn óframfærinn. Útlendingastofnun reiddi fram sönnunargögn sem sýndu konuna tárast í brúðkaupinu. Guð minn góður hvað það var grátið mikið í mínu brúðkaupi. Milljón gleðitárum. Engin lög ráða við ástina ENDALAUS 2.990 KR* Endalaust sumar 1817 365.is GSM ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG 30 GB GAGNAMAGN* *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is *30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 4 -E D E C 1 A 3 4 -E C B 0 1 A 3 4 -E B 7 4 1 A 3 4 -E A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.