Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 20
Í BAUHAUS er lögð mikil áhersla á að vera með gott úrval ljósa og lampa. „Við erum með eitthvað fyrir alla hér og leggjum áherslu á að vera með allan skalann í ljósum og lömpum, það er að segja bæði ódýr ljós og dýrari. Við erum með yfir 2.500 vörunúmer í ljósum og þegar fólk vantar til dæmis ljós­ kúpul þá getur það valið úr hundr­ að kúplum hjá okkur. Úrvalið er það sama í ljósaperum, sem dæmi má nefna að hjá okkur er OSRAM með um 25 metra pláss en aðeins einn rekka í öðrum verslunum. Við erum á allt öðrum stað þegar kemur að úrvali og erum auk þess afar samkeppnishæf í verði,“ segir Ásgeir Bachmann, framkvæmda­ stjóri BAUHAUS á Íslandi. Nýjar vörur að koma Í BAUHAUS er vörum skipt út tvisvar á ári þannig að nýjustu ljósin eru alltaf í versluninni. „Þá er allt tekið út, bæði á vorin og svo er núna að hefjast sex vikna tímabil þar sem birgjarnir okkar koma og skipta út sínum vörum, taka þær gömlu og setja nýjar í staðinn. Jólavörurnar eru einnig byrjaðar að berast, úrvalið hefur aldrei verið meira og verða þær allar komnar í byrjun október. Við fáum alls kyns seríur og gildir það sama í þeim og í ljósunum að við erum með verð sem hentar öllum, erum með dýrar og ódýrar seríur og mjög mikið úrval af umhverfis­ vænum LED­seríum, sem hægt er að tengja saman eða nota stakar. Úrvalið af akrýldýrum hefur aldr­ ei verið meira enda hafa þau verið mjög vinsæl hjá okkur undanfarin ár. Við fáum einnig mikið af inni­ seríum, aðventustjökum, pappa­ stjörnum og miklu meira til að skreyta innandyra,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs hefur að undan­ förnu mikið verið selt af LED­ljós­ um sem skipta litum og koma með fjarstýringu. „Þau eru notuð bæði sem lýsing og skreyting. Einnig erum við með LED­borða sem eru límdir til dæmis á sjónvörp, inn í fataskápa og í rútur. LED ljósin eru það nýjasta, þau eru umhverf­ isvæn og orkusparandi. Til dæmis erum við með LED­kúpla sem þola fimmtíu þúsund klukkustundir og þá er kannski búið að kveikja og slökkva á þeim 22 þúsund sinnum. LED­lýsingar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli.“ Nú þegar tekið er að skyggja þarf að huga að lýsingu utanhúss og segir Ásgeir að ný útiljós, bæði til að festa á veggi og á staurum til að setja í garða séu í nýju send­ ingunni. „Í útiljósum erum við mjög hefðbundin. Við viljum þau helst ferköntuð og að þau séu með tvær perur og lýsi þannig bæði upp og niður.“ Standast gæðakröfur Ásgeir segir að fólk geti leitað til starfsfólks ljósadeildar BAUHAUS til að fá ráðgjöf og aðstoð við leit að rétta ljósinu. Þar sé lögð mikil áhersla á að vera með gæðavörur. „Við erum alltaf með sömu merk­ in hjá okkur, erum með mikið af skandinavískri hönnun, bæði danskri og sænskri. Til dæmis erum við með Nordlux sem er danskt og er eitt af okkar fínustu merkjum. Öll okkar skandinavíska hönnun er vottuð og er mikil gæða­ vara. Einnig erum við með krist­ alsljós frá Austurríki sem hafa verið afar vinsæl. Við tókum þann birgja inn fyrir einu og hálfu ári síðan og það er bara búið að vera stígandi í sölu á þeim vörum síðan. Svo erum við auðvitað með okkar eigin merki sem eru þýsk og stand­ ast líka allar gæðakröfur,“ segir Ásgeir. Mikil aukning í sölu BAUHAUS býður upp á sérstaka þjónustu til verktaka og segir Ásgeir að þeir geri tilboð í stærri BAUHAUS er leiðandi þegar kemur að ljósum og lömpum og skipta vörunúmerin þúsundum. Vöruhúsið er samkeppnishæft í verði og er alltaf með nýjustu vörurnar í boði. Verið er að taka inn nýjar vörur um þessar mundir, þar á meðal jólavörur. Úrvalið í ljósum og lömpum í BAUHAUS er gríðarlegt en vörunúmerin eru um 2.500. Guðmundur Sigurðsson, starfsmaður ljósadeildar, og Daníel Sigurðsson Glad verslunarstjóri. Starfsfólks ljósa- deildarinnar veitir ráðgjöf og aðstoð við leit að rétta ljósinu. MYND/EYÞÓR Hægt er að velja um hundrað mis- munandi kúpla í BAUHAUS. Ótrúlegt úrval af ljósum, lömpum og ljósaperum Úrvalið af fallegum skrautperum er mjög gott. LjÓS oG LAMpAR Kynningarblað 19. september 20166 Við erum með mikið af skandinavískri hönn- un, bæði danskri og sænskri. Til dæmis erum við með Nordlux sem er danskt og er eitt af okkar fínustu merkjum. Öll okkar skandinavíska hönnun er vottuð og er mikil gæðavara. Ásgeir Bachmann framkvæmdastjóri 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 F -0 2 2 C 1 A 9 F -0 0 F 0 1 A 9 E -F F B 4 1 A 9 E -F E 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.