Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 9
KRÓNAN VEITIR 99% AFSLÁTT
fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar. Greiða þarf
flugvallarskatta og eru þeir 1.700 kr. frá Reykjavík og
1.360 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands.
FERÐATÍMABILIÐ ER
FRÁ 1. – 31. OKTÓBER
BÓKANLEGT FRÁ 19. SEPTEMBER – 31. OKTÓBER
Sláðu inn í bókunarvélina flugsláttinn KRONA
til að trygg ja þér þetta tilboð.
ÞETTA EINSTAKA TILBOÐSFARGJALD
• gildir til Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar, Egilsstaða,
Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar
• er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum
og í sömu bókun
• býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is
• ekki er hægt að bæta barni við bókunina eftir á
• ekki er hægt að nota tvo flugslætti í sömu bókun
Is
le
ns
ka
/s
ia
.is
F
LU
8
12
30
0
9/
16
AF BARNA FARGJÖLDUM INNANLANDS
99%afsláttur
FJÖLSKYLDAN FLÝGUR SAMAN Á VIT ÆVINTÝRANNA FLUGFELAG.IS
BARNGÓÐAR KRÓNUR
TAKA Á LOFT
Viðskipti „Ísland er sterkt vöru
merki og það hvað landið er ein
stakt spilar þar inn í. Það þarf engu
að síður að halda áfram að þróa
það, passa að það sé í umræðunni
og ganga úr skugga um að fólk sem
ferðast hingað eigi góðar upplif
anir. Það skiptir máli að umtal um
Ísland sé jákvætt,“ segir Kevin L.
Keller, sérfræðingur í vörumerkja
stjórnun.
Hann heldur fyrirlestur í Gamla
bíói á morgun á vegum ÍMARK og
fjallar þar meðal annars um vöru
merkið Ísland.
„Ísland er týpískt dæmi um umtal
(e. word of mouth), þegar einhver
kemur hingað og á góða upplifun þá
hefur það jákvæð áhrif,“ segir Keller.
Að mati Kellers er vörumerkið
Ísland á góðum stað í dag. „Það hefur
margt spilað þarna inn í, Ísland fékk
til dæmis einstaka auglýsingu þegar
Íslendingar kepptu á Evrópumót
inu í fótbolta. Það er líka merkilegt
að erfiðleikarnir sem ríktu hér árið
2010, áhrif efnahagskreppunnar og
eldgosið í Eyjafjallajökli, höfðu ekki
neikvæð áhrif á vörumerkið, eins og
maður hefði búist við,“ segir Keller.
Keller bendir þó á að jákvæð
vörumerki viðhaldi sér ekki sjálf,
það þurfi að viðhalda gæðum, sér
staklega í ferðamannaiðnaðinum. „Í
mörg ár var Ísland falin perla en þið
þurfið að vera meðvituð um áhrif
massatúrisma af því að einn helsti
kosturinn við að koma hingað áður
var að líða eins og maður væri einn
í heiminum.
Þetta snýst allt um gæði. Það eru
takmörkuð gæði þannig að það þarf
að ákveða hvernig upplifanir þið
viljið skapa innan þeirra.“
saeunn@frettabladid.is
Evrópukeppnin í fótbolta auglýsti Ísland á einstakan hátt
Vörumerkjagúru
Kevin L. Keller er sérfræðingur
í vörumerkjum og vörumerkj-
astjórnun og hefur verið kallaður
vörumerkja- og markaðsgúrú.
Hann er prófessor í markaðs-
fræðum við Dartmouth-háskóla
í Bandaríkjunum og hefur kennt
við fjölda þekktra menntastofn-
ana. Hann er höfundur Stefnu-
miðaðrar vörumerkjastjórnunar
(e. Strategic Brand Management).
samfélag Víkingaskipið Drekinn
Haraldur hárfagri kom til New
York um helgina og var tekið á
móti skipinu með mikilli viðhöfn.
Drekinn hefur siglt yfir Atlantshaf
undanfarna fimm mánuði, en hann
lagði af stað frá Haugasundi í Nor
egi í apríl síðastliðnum.
Verkefnið er innblásið af ferða
lagi Leifs Eiríkssonar, fyrsta Evr
ópumannsins sem kom til Norður
Ameríku og er bygging skipsins
byggð á heimildum um hvernig
samtímaskip Leifs voru gerð. Drek
inn er um þrjátíu metra langur og
mun hann verða til sýnis við Man
hattaneyju í New York til 26. sept
ember næstkomandi.
Ferðin hefur ekki gengið áfalla
laust fyrir sig en áhöfnin hefur
þurft að berjast við óveður og
óvænta ísjaka á ferð sinni.
Björn Ahlander skipstjóri sagði
í viðtali við fréttastofu Curbed í
New York þegar skipið kom í höfn:
„Þetta fáum við svo sannarlega ekki
að gera á hverjum degi.“ - þea
Drekinn
kominn til
New York
Drekinn á siglingu við Haugasund.
NorDicpHotos/AFp
Viðskipti Á föstudaginn hrundu
hlutabréf í Deutsche Bank og lækk
aði gengi hlutabréfanna um rúm
lega átta prósent. Þetta leiddi til
verulegrar lækkunar á evrópskum
hlutabréfamarkaði og lauk vikunni
með mestu lækkunum á evrópskum
hlutabréfamörkuðum frá því að
Bretar kusu að yfirgefa Evrópusam
bandið í lok júní.
Ástæða lækkunarinnar hjá
Deutsche Bank er að tilkynnt var
um það á föstudaginn að banda
ríska ríkið vill að bankinn greiði
14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600
milljarða króna, í sekt vegna þáttar
síns í fjármálakreppunni árið 2008.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
hefur órói komið yfir markaði á
ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku
fór stressvísitalan að hækka á ný og
voru miklar lækkanir á hlutabréfa
markaði í byrjun síðustu viku úti
um allan heim.
Í vikunni lækkaði STOXX Europe
600 vísitalan, sem nær til stærstu
hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent.
Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu
tóku dýfu í vikunni, má þar nefna
FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér
á strik en endaði í 1 prósenti fyrir
vikuna, og svipaða sögu er að segja
af DAX í Þýskalandi. – sg
Sekt lækkar
hlutabréf
f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 9m Á N U D a g U r 1 9 . s e p t e m B e r 2 0 1 6
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
F
-1
F
C
C
1
A
9
F
-1
E
9
0
1
A
9
F
-1
D
5
4
1
A
9
F
-1
C
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K