Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 60
KOMDU Í HEIMSÓKN!
NÝ OG GLÆSILEG VERSLUN.
FRÁBÆR TILBOÐ SEM GILDA
AÐEINS Í BYKO GRANDA
15.-26.SEPTEMBER.
Undanfarið hefur sú þróun orðið að meira líf
hefur færst út fyrir mörk miðborgarinnar og
inn í hverfin í kring. Fyrir skömmu var Kaffi
Laugalækur opnað í Laugarnesi. Fréttablaðið
tók saman lista yfir nokkur hverfiskaffihús.
Kaffihúsin
í hverfinu
Gamla
kaffihúsið
Gamla kaffihúsið er í
Drafnar felli í Breiðholti, við
hlið pólsku verslunarinnar.
Einn eigenda staðarins, Unni
Önnu Sigurðardóttur, fannst
vanta notalegt kaffihús í
Breiðholtið enda langt að
aka alla leið niður í miðbæ
til þess eins að hitta vini yfir
kaffibolla og kökusneið.
Kaffi Flóra
Kaffi Flóra stendur í Grasagarð-
inum miðjum og umhverfið því
ævintýralegt svo ekki sé meira
sagt. Flóra hefur hingað til aðeins
verið opin yfir sumarið og í
kringum jólin en laðar alltaf að sér
breiðan hóp viðskiptavina.
Kaffihús Vesturbæjar
Kaffihús Vesturbæjar er á horni Melhaga og Hofsvalla-
götu, hinum megin götunnar er hin sívinsæla Vesturbæj-
arlaug. Kaffihúsið er fyrir löngu orðinn vinsæll áningar-
staður þeirra er búa í hverfinu – þá sérstaklega um helgar.
Kaffihúsið er opið frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin
og býður upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat.
Líkt og Kaffi Laugalækur er Kaffihús Vesturbæjar í eigu
æskuvina sem allir eru búsettir í Vesturbænum.
Kaffi
Laugalækur
Kaffihúsið er í gamla hús-
næði Verðlistans við Laugar-
nesveg. Boðið er upp á léttan
mat í hádeginu og dýrðlegar
súrdeigsflatbökur á kvöldin.
Kaffihúsið er einstaklega barn-
vænt og mikið lagt í barnahorn
staðarins. Kaffi Laugalækur er í
eigu tveggja æskuvina, Harðar
Jóhannessonar og Björns Arn-
ars Haukssonar, sem báðir eru
búsettir í Laugarneshverfinu.
Reykjavík
Roasters
Reykjavík Roasters færðu
nýverið út kvíarnar og
opnuðu annað útibú
í Brautarholti. Kaffi-
húsið á Kárastíg er fyrir
löngu orðið þekkt fyrir
gæðakaffi og vinsældir
þess svo miklar að
þar myndast oft röð
fyrir utan á morgnana.
Skipholtið og svæðið
þar í kring er í mikilli
uppbyggingu um þessar
mundir og kaffihús sem
þetta gefur því skemmti-
legan hverfisblæ.
Norðurbakkinn Hafnarfjörður
Nokkur ný kaffihús hafa sprottið upp í miðbæ Hafnarfjarðar síðastliðið ár.
Norðurbakkinn er eitt af þeim en kaffihúsið er haganlega staðsett í nýju húsi
við höfnina. Norðurbakkinn býður upp á kaffidrykki, kökur og bakkelsi – svo
má stelast til að glugga í bækurnar sem prýða hillurnar á meðan maður bíður
eftir félagsskap.
Café Meskí
Skeifunni
Café Meskí er hefðbundið kaffihús
og er í Fákafeni. Kaffihúsið er fjöl-
skyldurekið og boðið er upp á fyrir-
taks kaffi og hnallþóruhlaðborð upp
á gamla mátann. Íbúar Vogahverfis-
ins þurfa því ekki að leita langt yfir
skammt þegar fara á á kaffihús.
Kjarvalsstaðir Hlíðar
Þótt Kjarvalsstaðir séu betur þekktir sem listasafn þá er þar einnig að finna
notalegt kaffihús sem býður meðal annars upp á súpur, brauðmeti og
kökur. Kaffihúsið þjónar sem nokkurs konar hverfiskaffihús þeirra er búa
í Hlíðunum og Norðurmýrinni og fer vel á að minnast á það í úttekt sem
þessari. Á sumrin er mikil blíða í portinu við safnið, sem hefur mikið að-
dráttarafl í eins vindasömu landi og okkar.
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r20 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
Lífið
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
F
-0
7
1
C
1
A
9
F
-0
5
E
0
1
A
9
F
-0
4
A
4
1
A
9
F
-0
3
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K