Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 60
KOMDU Í HEIMSÓKN! NÝ OG GLÆSILEG VERSLUN. FRÁBÆR TILBOÐ SEM GILDA AÐEINS Í BYKO GRANDA 15.-26.SEPTEMBER. Undanfarið hefur sú þróun orðið að meira líf hefur færst út fyrir mörk miðborgarinnar og inn í hverfin í kring. Fyrir skömmu var Kaffi Laugalækur opnað í Laugarnesi. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkur hverfiskaffihús. Kaffihúsin í hverfinu Gamla kaffihúsið Gamla kaffihúsið er í Drafnar felli í Breiðholti, við hlið pólsku verslunarinnar. Einn eigenda staðarins, Unni Önnu Sigurðardóttur, fannst vanta notalegt kaffihús í Breiðholtið enda langt að aka alla leið niður í miðbæ til þess eins að hitta vini yfir kaffibolla og kökusneið. Kaffi Flóra Kaffi Flóra stendur í Grasagarð- inum miðjum og umhverfið því ævintýralegt svo ekki sé meira sagt. Flóra hefur hingað til aðeins verið opin yfir sumarið og í kringum jólin en laðar alltaf að sér breiðan hóp viðskiptavina. Kaffihús Vesturbæjar Kaffihús Vesturbæjar er á horni Melhaga og Hofsvalla- götu, hinum megin götunnar er hin sívinsæla Vesturbæj- arlaug. Kaffihúsið er fyrir löngu orðinn vinsæll áningar- staður þeirra er búa í hverfinu – þá sérstaklega um helgar. Kaffihúsið er opið frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin og býður upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Líkt og Kaffi Laugalækur er Kaffihús Vesturbæjar í eigu æskuvina sem allir eru búsettir í Vesturbænum. Kaffi Laugalækur Kaffihúsið er í gamla hús- næði Verðlistans við Laugar- nesveg. Boðið er upp á léttan mat í hádeginu og dýrðlegar súrdeigsflatbökur á kvöldin. Kaffihúsið er einstaklega barn- vænt og mikið lagt í barnahorn staðarins. Kaffi Laugalækur er í eigu tveggja æskuvina, Harðar Jóhannessonar og Björns Arn- ars Haukssonar, sem báðir eru búsettir í Laugarneshverfinu. Reykjavík Roasters Reykjavík Roasters færðu nýverið út kvíarnar og opnuðu annað útibú í Brautarholti. Kaffi- húsið á Kárastíg er fyrir löngu orðið þekkt fyrir gæðakaffi og vinsældir þess svo miklar að þar myndast oft röð fyrir utan á morgnana. Skipholtið og svæðið þar í kring er í mikilli uppbyggingu um þessar mundir og kaffihús sem þetta gefur því skemmti- legan hverfisblæ. Norðurbakkinn Hafnarfjörður Nokkur ný kaffihús hafa sprottið upp í miðbæ Hafnarfjarðar síðastliðið ár. Norðurbakkinn er eitt af þeim en kaffihúsið er haganlega staðsett í nýju húsi við höfnina. Norðurbakkinn býður upp á kaffidrykki, kökur og bakkelsi – svo má stelast til að glugga í bækurnar sem prýða hillurnar á meðan maður bíður eftir félagsskap. Café Meskí Skeifunni Café Meskí er hefðbundið kaffihús og er í Fákafeni. Kaffihúsið er fjöl- skyldurekið og boðið er upp á fyrir- taks kaffi og hnallþóruhlaðborð upp á gamla mátann. Íbúar Vogahverfis- ins þurfa því ekki að leita langt yfir skammt þegar fara á á kaffihús. Kjarvalsstaðir Hlíðar Þótt Kjarvalsstaðir séu betur þekktir sem listasafn þá er þar einnig að finna notalegt kaffihús sem býður meðal annars upp á súpur, brauðmeti og kökur. Kaffihúsið þjónar sem nokkurs konar hverfiskaffihús þeirra er búa í Hlíðunum og Norðurmýrinni og fer vel á að minnast á það í úttekt sem þessari. Á sumrin er mikil blíða í portinu við safnið, sem hefur mikið að- dráttarafl í eins vindasömu landi og okkar. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r20 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 F -0 7 1 C 1 A 9 F -0 5 E 0 1 A 9 F -0 4 A 4 1 A 9 F -0 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.