Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.09.2016, Blaðsíða 46
Lýsing verkar oftar en ekki sem punkturinn yfir i-ið í hverskyns rými. Í hverju herbergi þarf oftast almenna lýsingu eins og loftljós, verkefnamiðaða lýsingu eins og lesljós og áherslumiðaða lýsingu eins og kastara í loft eða á veggi. Borð- og standlampar falla yf- irleitt undir verkefnamiðaða lýs- ingu. Þeir hafa því mjög hagnýt- an tilgang en oftar en ekki gegna þeir líka fagurfræðilegum tilgangi. Stærð þeirra, form og stíll getur því haft mikið að segja á heimilinu. Það er gott að hugsa borð- og standlampa sem skrautmuni og mikilvægt að láta þá falla vel að stílnum á heimilinu. Er hann nú- tímalegur eða klassískur eða er mikið um eldri muni? Ef heimilið er nútímalegt er gott að velja lampa með einföld- um línum og í litatónum sem falla að öðrum húsgögnum. Þeir mega vera stórir og djarfir en þurfa samt að falla vel inn í rýmið. Sé heimilið klassískt eða gamaldags er óhætt að velja litríkari lampa og ólík form enda falla þeir yfirleitt vel að fjölbreyttum húsmunum úr ýmsum áttum. Vanti þig liti eða nýja áferð á heimilið er um að gera að velja lampa í lit og á það jafnt við um standinn og skerminn. Það getur stundum sett heilmikinn svip á stíl- hrein heimili. Koparlitaðir lamp- ar af ýmsu tagi hafa til að mynda verið vinsælir og gefa þeir yfirleitt umtalsverða hlýju. Oft getur verið fallegt að láta einhverja aðra heim- ilismuni tóna á móti. Sérstaklega ef heimilið er mjög nútímalegt. Þá er yfirleitt gott að halda sig við fáa liti sem skera sig úr og láta þá kall- ast á. Eins má leika sér með djörf lampaform sem fanga augað. Reyndu að velja lampastærð sem hæfir rýminu. Þú vilt til dæmis ekki stilla upp stórum og voldugum lampa á lítið hliðarborð og öfugt. Lítill lampi sómir sér illa á stóru borði eða í stóru rými. Eins þarf að huga að því hversu mikil birta á að stafa af lampan- um. Ef hann á að lýsa upp stóran hluta rýmisins eða virka sem les- lampi þarf skermurinn að hleypa ljósinu vel í gegn. Ef lampinn á hins vegar aðeins að lýsa upp af- markað svæði er óhætt að velja ógegnsæjan skerm og jafnvel í dökkum lit en það gefur yfirleitt notalega birtu. En hvar ætti að staðsetja lampa? Yfirleitt eru gólflampar notaðir til að lýsa upp horn og les- svæði. Borðlampar eru svo notað- ir til að fylla upp í restina af rým- inu og fara til dæmis vel á skenki og hliðarborði. Þegar kemur að borðlömpum er gott að miða við að ekki sjáist í hálsinn á ljósaper- unni í jafnt standandi og sitjandi stöðu en flestum þykir óþægilegt að horfa beint í peruna. Ef sést í hana þýðir það yfirleitt að lamp- inn sé of hár miðað við borðið. Heimild: hgtv.com Hafa bæði hagnýtan og fagurfræðilegan tilgang Vera Einarsdóttir vera@365.is Ef heimilið er nútímalegt er gott að velja lampa með einföldum línum og í litatónum sem falla að öðrum húsgögnum. Þeir mega vera stórir og djarfir en þurfa samt að falla vel inn í rýmið. Þegar kemur að borðlömpum er gott að miða við að ekki sjáist í hálsinn á ljósa- perunni í jafnt standandi og sitjandi stöðu en flestum þykir óþægilegt að horfa beint í peruna. Ef sést í hana þýðir það yfirleitt að lampinn sé of hár miðað við borðið. Borð- og standlampar eru ekki aðeins til þess fallnir að lýsa upp skammdegið. Þeir geta líka verið mikilvægir skrautmunir sem hafa mikil áhrif á heildarútlit rýmisins sem þeir prýða. Ljós og Lampar Kynningarblað 19. september 201612 Útiljós sérstaklega smíðuð fyrir íslenskt veðurfar Veggljós - Loftljós - Útiljós Smiðjuvegi 4 | S: 844-1710 | www.kubbaljos.is Íslensk kubbaljós 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 E -F D 3 C 1 A 9 E -F C 0 0 1 A 9 E -F A C 4 1 A 9 E -F 9 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.