Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 46

Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 46
Lýsing verkar oftar en ekki sem punkturinn yfir i-ið í hverskyns rými. Í hverju herbergi þarf oftast almenna lýsingu eins og loftljós, verkefnamiðaða lýsingu eins og lesljós og áherslumiðaða lýsingu eins og kastara í loft eða á veggi. Borð- og standlampar falla yf- irleitt undir verkefnamiðaða lýs- ingu. Þeir hafa því mjög hagnýt- an tilgang en oftar en ekki gegna þeir líka fagurfræðilegum tilgangi. Stærð þeirra, form og stíll getur því haft mikið að segja á heimilinu. Það er gott að hugsa borð- og standlampa sem skrautmuni og mikilvægt að láta þá falla vel að stílnum á heimilinu. Er hann nú- tímalegur eða klassískur eða er mikið um eldri muni? Ef heimilið er nútímalegt er gott að velja lampa með einföld- um línum og í litatónum sem falla að öðrum húsgögnum. Þeir mega vera stórir og djarfir en þurfa samt að falla vel inn í rýmið. Sé heimilið klassískt eða gamaldags er óhætt að velja litríkari lampa og ólík form enda falla þeir yfirleitt vel að fjölbreyttum húsmunum úr ýmsum áttum. Vanti þig liti eða nýja áferð á heimilið er um að gera að velja lampa í lit og á það jafnt við um standinn og skerminn. Það getur stundum sett heilmikinn svip á stíl- hrein heimili. Koparlitaðir lamp- ar af ýmsu tagi hafa til að mynda verið vinsælir og gefa þeir yfirleitt umtalsverða hlýju. Oft getur verið fallegt að láta einhverja aðra heim- ilismuni tóna á móti. Sérstaklega ef heimilið er mjög nútímalegt. Þá er yfirleitt gott að halda sig við fáa liti sem skera sig úr og láta þá kall- ast á. Eins má leika sér með djörf lampaform sem fanga augað. Reyndu að velja lampastærð sem hæfir rýminu. Þú vilt til dæmis ekki stilla upp stórum og voldugum lampa á lítið hliðarborð og öfugt. Lítill lampi sómir sér illa á stóru borði eða í stóru rými. Eins þarf að huga að því hversu mikil birta á að stafa af lampan- um. Ef hann á að lýsa upp stóran hluta rýmisins eða virka sem les- lampi þarf skermurinn að hleypa ljósinu vel í gegn. Ef lampinn á hins vegar aðeins að lýsa upp af- markað svæði er óhætt að velja ógegnsæjan skerm og jafnvel í dökkum lit en það gefur yfirleitt notalega birtu. En hvar ætti að staðsetja lampa? Yfirleitt eru gólflampar notaðir til að lýsa upp horn og les- svæði. Borðlampar eru svo notað- ir til að fylla upp í restina af rým- inu og fara til dæmis vel á skenki og hliðarborði. Þegar kemur að borðlömpum er gott að miða við að ekki sjáist í hálsinn á ljósaper- unni í jafnt standandi og sitjandi stöðu en flestum þykir óþægilegt að horfa beint í peruna. Ef sést í hana þýðir það yfirleitt að lamp- inn sé of hár miðað við borðið. Heimild: hgtv.com Hafa bæði hagnýtan og fagurfræðilegan tilgang Vera Einarsdóttir vera@365.is Ef heimilið er nútímalegt er gott að velja lampa með einföldum línum og í litatónum sem falla að öðrum húsgögnum. Þeir mega vera stórir og djarfir en þurfa samt að falla vel inn í rýmið. Þegar kemur að borðlömpum er gott að miða við að ekki sjáist í hálsinn á ljósa- perunni í jafnt standandi og sitjandi stöðu en flestum þykir óþægilegt að horfa beint í peruna. Ef sést í hana þýðir það yfirleitt að lampinn sé of hár miðað við borðið. Borð- og standlampar eru ekki aðeins til þess fallnir að lýsa upp skammdegið. Þeir geta líka verið mikilvægir skrautmunir sem hafa mikil áhrif á heildarútlit rýmisins sem þeir prýða. Ljós og Lampar Kynningarblað 19. september 201612 Útiljós sérstaklega smíðuð fyrir íslenskt veðurfar Veggljós - Loftljós - Útiljós Smiðjuvegi 4 | S: 844-1710 | www.kubbaljos.is Íslensk kubbaljós 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 E -F D 3 C 1 A 9 E -F C 0 0 1 A 9 E -F A C 4 1 A 9 E -F 9 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.