Fréttablaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 2
ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS Bókaðu áskrift með einföldum hætti á borgarleikhus.is Veður Hæg vestlægari átt á morgun og dálítil væta norðvestan til, en léttir til fyrir austan. Vaxandi austanátt og fer að rigna syðst um kvöldið. Milt veður. sjá síðu 20 Aldarafmæli fagnað Afmælisveisla í Árbæjarsafni Þessi kona verkaði saltfisk á meðan Alþýðusamband Íslands hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í Árbæjarsafninu í Reykjavík í gær. Boðið var upp á leiðsögn um safnið þar sem fjallað var um verkalýðsbaráttu, hjáverk kvenna og húsnæðisvanda verkafólks. Auk þess voru lummur bakaðar og spilaði Lúðrasveit verkalýðsins fyrir gesti og gangandi. Fréttablaðið/Hanna MenntaMál Nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri mun kosta um 157 milljónir króna á ári hverju en hefði kostað rétt um 140 milljónir við Háskóla Íslands. Einn­ ig var Háskóli Íslands talinn hæfari til þess að taka við lögreglunáminu. „Það er athyglisvert að til­ laga HÍ fékk ekki bara besta fag­ lega matið hjá matsnefndinni heldur er tillaga HÍ einnig ódýrari en sú sem valin var af ráðherra. Til viðbótar má nefna að verklega aðstaðan sem við buðum upp á hjá Keili er nú þegar notuð af lögregl­ unni,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Þetta kemur fram í innsendum umsóknum skólanna um nám í lögreglufræðum en Illugi Gunn­ arsson menntamálaráðherra ákvað að námið færi til Akureyrar eftir að hafa vegið og metið niðurstöðurnar. Fjórir skólar sendu inn umsókn til að taka námið að sér, þrír háskólar voru metnir hæfir og HÍ þar metinn hæfastur þeirra þriggja. Í innsendum gögnum HÍ kemur fram að kostnaður við stoðþjónustu og húsnæði HÍ er um 30 milljónir króna en við HA verður kostnaður­ inn um 17 milljónum hærri á hverju ári. Lagt er til í gögnum HÍ að ráðnir verði fimm kennarar við lögreglu­ námið. Hins vegar setur Háskólinn á Akureyri það sem skilyrði að sam­ hliða því skrefi að færa lögreglunám á háskólastig þurfi að efla rannsókn­ ir á sviði lögreglufræða og leggur til að akademískar rannsóknir fræði­ manna við deildina verði öflugar. Lagt er upp með að við Háskólann á Akureyri verði til rannsóknasetur í lögreglufræðum. Því þurfi að greiða laun forstöðumanns rannsókna­ setursins og sérfræðinga auk þess sem kostnaður verði einhver vegna rannsóknarverkefnanna. „Við í Háskóla Íslands reyndum að hafa umsóknina sem hag­ stæðasta fyrir ríkissjóð en slá ekki af akademískum kröfum um gott nám. Okkar umsókn var þannig sett fram,“ bætir Jón Atli við. Til samanburðar við þær 157 milljónir sem lögreglunám á háskólastigi mun kosta fékk Lög­ regluskóli ríkisins 163 milljóna króna framlag frá hinu opinbera á fjárlögum 2016. sveinn@frettabladid.is Lögreglunám dýrara á Akureyri en í borginni Samkvæmt innsendum umsóknum háskólanna um að taka að sér nám í lög- reglufræðum verður námið 17 milljónum króna dýrara á hverju ári í HA en í HÍ. Stofnað verður rannsóknasetur við HA um rannsóknir í lögreglufræðum. illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað í síðustu viku að færa lögreglunám til akureyrar þrátt fyrir að Háskóli Íslands hafi verið metinn heppilegri kostur. Hafa umsóknina sem hagstæðasta fyrir ríkissjóð en slá ekki af akademískum kröfum um gott nám. Jón Atli Benedikts- son, rektor Háskóla Íslands MenntaMál Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Segja þau læknanema skarðan hlut frá borði ef frumvarpið verður að lögum. Samkvæmt nýju lögunum mun endurgreiðsla námslána hefjast einu ári eftir námslok en námslok teljist frá þeim tíma sem námsmaður hættir að þiggja námslán LÍN. „Graf­ alvarlegt er ef umrædd grein verður að lögum þar sem sérnám í læknis­ fræði er ólánshæft nám. Í núverandi kerfi geta læknar í formlegu sérnámi frestað námslokum þar til sérnámi er lokið,“ segir í umsögn Félags læknanema. Læknanemar gagnrýna einnig að námsstyrkur sé veittur í níu mánuði á ári því læknanámið sé oft næstum tíu mánuðir, lengra en annað nám við HÍ. – sa Ósáttir við LÍN-frumvarp Frakkland Myndband sem sýnir veitingamann í París neita að afgreiða tvær múslimskar konur hefur vakið töluverða reiði. Kon­ urnar klæddust báðar hídjab. Í myndbandinu má heyra mann­ inn segja: „Hryðjuverkamenn eru múslimar og allir múslimar eru hryðjuverkamenn.“ Maðurinn baðst í gær afsökunar á ummælum sínum eftir að hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan veitingastaðinn til þess að mót­ mæla. Töluverð ólga hefur verið í Frakk­ landi eftir að búrkiní­sundklæðn­ aður var bannaður á nokkrum ströndum í landinu. Síðastliðinn föstudag afturkallaði æðsti stjórn­ sýsludómstóll Frakklands bannið í strandbænum Villeneuve­Loubet. Búist er við að dómurinn verði for­ dæmisgefandi fyrir öll sveitarfélög sem hafa sett svipuð bönn. – gló Baðst afsökunar eftir mótmæli sýrland Að minnsta kosti 25 manns létu lífið í loftárásum tyrk­ neska hersins á kúrdísk svæði Sýr­ landsmegin við landamæri Tyrk­ lands og Sýrlands nærri borginni Jarablus. Herinn segir hina látnu vera menn úr hersveitum Kúrda. Árásirnar voru gerðar á fimmta degi nýs verkefnis Tyrkjahers er kallast Efrat­skjöldur og vísar til árinnar Efrat sem rennur frá Tyrk­ landi, í gegn um Sýrland og Írak og þaðan út í Persaflóa. „Aðgerðir gegn hryðjuverkasam­ tökum munu halda áfram þar til yfir lýkur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. – þea Tyrkir felldu 25 í loftárásum Tyrkir hafa aukið við liðsstyrk sinn í Sýrlandi efir sjálfsmorðsárásina í Gazi­ antep fyrir rúmri viku. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 6 M á n u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 1 -0 1 5 8 1 A 6 1 -0 0 1 C 1 A 6 0 -F E E 0 1 A 6 0 -F D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.