Fréttablaðið - 29.08.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 29.08.2016, Síða 6
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Sr. Þórhallur Heimisson fararstjóri kynnir ferðirnar í Skógarhlíð 12, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Gengið inn neðan við húsið, gegnt Bústaðavegi og Hlíðarenda. Indland & Bútan 12.–27. október Ísrael, Palestína & Petra 1.–12. nóvember FERÐAKYNNING Tvær glæsilegar sérferðir Fyrsti skóladagurinn Palestínskar stúlkur á leið í skólann á fyrsta skóladegi annarinnar í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Ástandið á svæðinu er víða eldfimt og til átaka kom í borginni síðastliðinn þriðjudag þegar maður lét lífið af völdum barsmíða á meðan hann var í haldi lögreglu. Fréttablaðið/aFP ÍtalÍa Menningarmálaráðherra Ítalíu, Dario Franceschini, segir 293 sögulega staði hafa orðið fyrir tjóni í jarðskjálftanum sem varð á miðri Ítalíu síðastliðinn miðvikudag. Að minnsta kosti 290 manns fór­ ust í skjálftanum sem var 6,4 stig og varð á tíu kílómetra dýpi. Björg­ unaraðgerðir standa enn yfir. Bærinn Amatrice varð verst úti en þar létu 229 manns lífið í skjálftan­ um og margar kirkjur og byggingar frá miðöldum skemmdust. Aðgangseyrir sem safnaðist í söfnum á Ítalíu í gær rann til hjálparstarfa og uppbyggingar á svæðum sem urðu fyrir skemmdum. Franceschini hvatti Ítali til þess að heimsækja söfn í gær og sýna með því samstöðu. – gló Mikið tjón á verðmætum bærinn amatrice varð verst úti í skjálft- anum. Fréttablaðið/aFP Ferðalög Samkeppnin á flugleið­ inni á milli Íslands og London er sú mesta sem hefur verið á einni leið hérlendis. Þetta kemur fram á vefnum Tur­ isti.is en fimm flugfélög halda sam­ göngunum uppi. Flugfélögin eru Icelandair, WOW air, easyJet, Brit­ ish Airways og Norwegian. Flugin dreifast á fjóra flugvelli í Bretlandi; Heath row, Gatwick, Luton og Stans­ ted. Frá Stokkhólmi og Ósló fljúga þrjú flugfélög til London. Ferðir þeirra eru tíðari en frá Keflavíkurflugvelli en héðan er búist við að þær verði flestar 12 á dag og eru flestar ferð­ irnar farnar til Gatwick. Í fyrra flugu rúmlega 313 þúsund farþegar á milli vallarins og Keflavíkur. – gló Fimm flugfélög fljúga til London Noregur 322 hreindýr drápust í gær  þegar eldingu laust niður í Þelamörk í Noregi. Rúmlega 10.000 hreindýr eru á svæðinu en dýrin sem drápust stóðu á svæði sem var um áttatíu metrar að þvermáli. Vísindamenn norsku náttúru­ vísindastofnunarinnar segjast vita til þess að eldingar hafi áður drepið hreindýr, þó aldrei svona mörg í einu.  – gló Fjöldi dýra féll öryggismál Ógnum vegna net­ árása fjölgar jafnt og þétt hér á landi en ekki hefur nóg verið að gert til að takast á við þá ógn. Þetta segir Stefán Snorri Stefánsson, hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT­ÍS í ársskýrslu sveitarinnar. Ljóst sé að Ísland muni ekki uppfylla Evrópu­ tilskipun um netöryggi sem taka eigi gildi hér á landi innan þriggja ára nema mikið verði að gert. „Ljóst er að verulega þarf að bæta úr flestum aðföngum, aðstöðu og því umhverfi sem sveitinni er ætlað að starfa í,“ segir í skýrslunni. Stefán segir sveitina of fáliðaða til að sinna lögbundnu hlutverki sínu sem netöryggissveit Íslands á landsvísu. Starfsmenn sveitarinnar séu færri en þegar hún tók til starfa árið 2014, tveir í stað þriggja áður. Þá þurfi hugarfarsbreytingu til að tak­ ast á við netöryggismál hér á landi. Mikilvægt sé að fyrirtæki verji ekki bara eigin kerfi fyrir árásum, heldur einnig kerfi og búnað viðskiptavina sinna. Til stóð að færa sveitina frá Póst­ og fjarskiptastofnun til embættis ríkislögreglustjóra en innanríkis­ ráðuneytið féll frá þeim áformum undir lok síðasta árs. Stefán segir að fyrirheit hafi verið gefin um að efla sveitina við núverandi lagaskilyrði. „Þó er ljóst að fjárheimildir sveitar­ innar í dag rúma ekki nauðsynlega þætti í starfsemi hennar,“ segir hann. Sveitin geti nú fyrst og fremst sinnt fjarskiptafyrirtækjum sem greiða hlutafall af veltu sinni til rekstursins en eigi lögum samkvæmt að gegna starfi sem netöryggissveit á lands­ vísu. Auk þess sé hún  tengiliður Íslands við erlendar CERT­sveitir. „Í því kristallast mótsögn sem kemur oft upp í daglegu starfi sveitarinnar,“ segir í skýrslunni. Einnig er bent á að ekki hafi verið unnt að halda stóra samhæfða æfingu hér á landi innan þjónustuhóps sveitarinnar frá árinu 2013, meðal annars vegna óvissu um framtíð hennar. Nauðsynlegt sé að slík æfing fari fram í haust. Sveitinni bárust upplýsingar um nær 800 öryggisatvik hérlendis á síðsta ári, þar á meðal nokkur mál þar sem um alvarlegar langvarandi ógnir var að ræða. Í síkum tilvikum er oftast reynt að ná fótfestu í upp­ lýsingakerfum stjórnvalda eða hátæknifyrirtækja og afla upplýs­ inga með leynd. Í skýrslunni segir að líkur séu á að alvarlegustu málin sem rannsökuð hafi verið beinist ekki gegn íslenskum aðilum. Þá er bent á að allmargar álagsárásir hafi verið gerðar á íslenska netþjóna á síðasta ári. Ein sú stærsta var í nóvember þegar ráðist var á vefi stjórnarráðsins sem lágu niðri um nokkurn tíma. Árásin er talin vera á ábyrgð Anonymous­samtakanna vegna andstöðu forsprakka hópsins við hvalveiðar Íslendinga. ingvar@frettabladid.is Segir fámennið ógna netöryggi hér á landi Hópstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir ógnum vegna netöryggismála sífellt fara fjölgandi. Sveitin geti ekki uppfyllt lögbundið hlutverk sitt vegna fjár- skorts og muni ekki geta uppfyllt Evróputilskipun sem senn taki gildi. Netöryggissveitin er eingöngu skipuð tveimur mönnum. Hópstjórinn segir það ekki nægilegt til að sinna brýnum verkefnum. Ljóst er að verulega þarf að bæta úr flestum aðföngum, aðstöðu og því umhverfi sem sveit- inni er ætlað að starfa í. Stefán Snorri Stefánsson, hóp- stjóri CERT-ÍS 2 9 . á g ú s t 2 0 1 6 m á N u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 1 -2 8 D 8 1 A 6 1 -2 7 9 C 1 A 6 1 -2 6 6 0 1 A 6 1 -2 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.