Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 12

Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Að kalla eftir því að við sem samfélag tökum höndum saman og gerum það sem til þarf til þess að koma þessum málum í betra horf. Ekkert okkar er undanþegið því að taka vondar ákvarðanir í lífinu. Ákvarðanir sem við vitum jafnvel í hjarta okkar að eru vondar og okkur jafnvel skaðlegar. Ákvarðanir sem geta leitt yfir okkur óhamingju, veikindi og jafnvel dauða en við tökum þær samt. Við erum öll breysk og mannleg og þar af leiðir að við reynum að láta okkur annt hverju um annað, gæta velferðar og vísa til betri vegar, bættrar heilsu og betra lífs. Í síðustu viku lést ungur maður og annar var hætt kominn og leikur grunar á að þeir hafi báðir neytt fentanýls fyrr um kvöldið. Fentanýl er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf, hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heró­ ín, og einkum gefið langt leiddum sjúklingum sem líknandi meðferð. Tvö dauðsföll á Íslandi, fyrr á þessu ári, má rekja til neyslu fentanýls og því svo sannarlega mikið áhyggjuefni að svo sterkt lyf gangi kaupum og sölum á götum borgarinnar. En það er því miður ekkert nýtt að fíkniefnaneyt­ endur fari sér að voða. Guðný Rannveig Reynisdóttir greindi frá því í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi hér í Fréttablaðinu á laugardaginn að sonur hennar hafi látist árið 2013 vegna misnotkunar á morfín­ plástri. Hann var aðeins 27 ára gamall þegar hann lést, búinn að eiga í umtalsverðum fíkniefnavanda og að bíða þess að komast inn á Vog til meðferðar. Hann var búinn að bíða lengi, ekki síst vegna þess að hann hafði áður verið til meðferðar en þá gefist upp og strokið. Ungi maðurinn skildi eftir sig son sem nú er föðurlaus. Þetta er þyngra en tárum taki. Andlát þessa unga fólks, sem hefur af einhverjum sökum leiðst út í neyslu harðra fíkniefna, hljóta að fá okkur sem eftir stöndum til þess að skoða stöðu þessara mála og grípa til aðgerða í samræmi við það. Við verðum sem samfélag að spyrja okkur þess hvort nóg sé að gert í forvarnarmálum. Hvort nóg sé gert í að stöðva þá sem selja þessi efni og hagnast á fíkn annarra. Hvort nóg sé gert til þess að hjálpa þeim sem eru langt leiddir í neyslu fíkniefna. Líkast til vitum við svörin en við þurfum samt að þora að taka umræðuna og ábyrgðina. Ábyrgðin þarf að vera hjá okkur sem samfélagi og í því felst að horfast í augu við að það er ekki nóg gert til þess að berjast gegn orsök, neyslu og afleiðingu harðra fíkniefna á Íslandi. Það má ýmislegt segja um stöðu meðferðarmála á Íslandi, möguleika og árangur þeirra meðferðar­ úrræða sem eru í boði eða ekki boði, en allir geta eflaust sammælst um að þau duga ekki til. Það liggur því beinast við að kalla eftir aðgerðum af hálfu heil­ brigðisráðherra og allra þeirra ráðamanna sem hafa með málaflokkinn að gera. Að kalla eftir því að við sem samfélag tökum höndum saman og gerum það sem til þarf til þess að koma þessum málum í betra horf. Á þeirri vegferð er ágætt að muna leyndarmálið sem Lewis Carroll sagði okkur og á vel við nú sem endranær: „Eitt mesta leyndarmál lífsins er að allt sem einhverju máli skiptir er það sem við gerum fyrir aðra.“ Leyndarmálið Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstu­dag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvin­ sælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjón­ ustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar­ og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunn­ þjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðis­ flokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðis­ kerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu. Rétt skal vera rétt Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjarta- deildinni. fínn pappír? Það leit ekki vel út fyrir Samfylk­ inguna þegar tilkynnt var að aðeins þrír hafi boðið sig fram í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi þegar kjósa átti um fjögur sæti. Í ljós kom að áhuginn var eitthvað meiri, en aðilar sem lýst höfðu áhuga á að bjóða sig fram í 3.­4. sæti féllu frá því þar sem formanni kjör­ stjórnar flokksins í kjördæminu hugnaðist ekki að þeir væru allir frá Akranesi. Það þætti ekki fínn pappír að efstu menn væru allir úr sama plássi. Það getur vart talist heillavænlegt skref að komið sé í veg fyrir að þeir sem þó hafa áhuga á að taka þátt í stjórnmálum séu stoppaðir af, þótt þeir séu frá sama stað og keppinautar þeirra. rjómi frambjóðenda Stjórnmálamenn leggja ýmis­ legt á sig í aðdraganda kosninga. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráð­ herra og Silja Dögg Gunn ars dótt­ ir Framsóknarþingmaður háðu harða keppni í rjómatertukasti á Hvols velli um helgina þar sem Silja Dögg fór með sigur af hólmi. Ragnheiður Elín er þessa dagana í hörðum slag um fyrsta sæti í próf­ kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður­ kjördæmi. Silja Dögg á hins vegar fyrir höndum tvöfalt kjördæmis­ þing þar sem valið verður á lista Framsóknarflokksins. Þá kemur í ljós hvort tertukastið verður stjórn­ málamönnunum til happs eða hvort hefðbundnara rjómavöfflu­ kaffi hefði dugað betur. ingvar@frettabladid.is 2 9 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R12 s k o ð U N ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 0 -F C 6 8 1 A 6 0 -F B 2 C 1 A 6 0 -F 9 F 0 1 A 6 0 -F 8 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.