Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 13

Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 13
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birt­ist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Lands­ bankans og afstaða Kauphallarinn­ ar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg for­ senda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bank­ anna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjár­ málafyrir tækjum, sem hafa heim­ ild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðs­ verð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagern­ inga. Tekur hann fram að megin­ gagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli. Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæsta­ réttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðs­ misnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“ Um meintar rangfærslur Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags­ og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunn­ plöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags­ og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyris­ þegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjár­ málaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármála­ ráðherra og formaður Sjálfstæðis­ flokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli­ og örorku­ lífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til sam­ félagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sér­ stakt veiðigjald, lét auðlegðarskatt­ inn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélags­ hóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt sam­ félag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar? Loforð Bjarna Það var ekki Jóhannes Kr. Krist­jánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. Jóhannes var mikilvægur þátttakandi í falli ráðherrans en hann lét hann ekki gera neitt. Þegar maður er spurður einfaldrar spurningar er manni í sjálfsvald sett hvort maður kýs að segja satt eða reynir að skrökva. Sigmundur Davíð kaus að skrökva í trausti þess að viðmælandinn vissi ekki hið rétta í málinu. Það val reyndist afdrifaríkt. Það var ekki Jóhannes Kr. Krist­ jánsson og hvað þá RÚV, Evrópu­ sambandið eða George Soros sem valdi fyrir ráðherrann. Kannski var þetta gildra, kannski ámælisvert launsátur eins og málpípur Sig­ mundar hafa sagt – kannski ekki – en það breytir engu um hitt, að Sigmundur valdi sjálfur að skrökva. Sjálfsorðaábyrgð Eins og Abraham Lincoln sagði: Það er hægt að blekkja alla stundum og það er hægt að blekkja suma alltaf en maður getur ekki blekkt alla alltaf. Hafi maður einu sinni orðið upp­ vís að því að reyna að skrökva upp í opið geðið á blaðamanni – og sú tilraun farið um heiminn og orðið alræmd – hefur fólk enga sérstaka ástæðu til að leggja trúnað á það sem maður hefur að segja eftir það. Allra síst ef maður reynir að koma sökinni á þann sem maður reyndi að blekkja; hann látti mig gera það. Það var ekki Washington Post sem stóð fyrir Watergate­málinu. Og það var ekki Jóhannes Kr. Kristjáns­ son – og ekki einu sinni RÚV – sem bjó til félagið Wintris. Það var ekki Jóhannes sem skapaði leyndina um það félag. Og sé það rétt, að ekkert hafi verið athugavert við þessa aflands eyjaeign þeirra hjóna – hví þá allt þetta pukur? Hví þessi leynd? Það er í sjálfu sér ekki ámælisvert að vera auðugur en við gerum þá kröfu til þeirra sem bjóðast til að leiða þjóðina að koma hreint fram. Jóhannes hafði sem sé komist á snoðir um þessa stórfrétt sem blaða­ maður og þurfti því að ræða það við forsætisráðherrann þáverandi – hefði hann stungið upplýsing­ unum undir stól hefði hann verið að bregðast skyldum sínum. Eina leiðin til að fá forsætisráðherrann til að ræða þetta var sú að ginna hann í viðtal við sænskan sjónvarpsmann um það hversu andvígur hann væri aflandseyjafélögum. Aftur: Það var ekki verk Jóhannesar að Sigmundur Davíð skyldi kjósa að koma fram sem eindreginn andstæðingur slíkra fjármálaumsvifa og talsmaður þess að treysta íslensku krónunni og íslenskum bönkum fyrir eignum sínum. Það var ekki tilbúningur Jóhannesar að Sigmundur neitaði því að þau hjónin ættu slíka reikn­ inga við sænska blaðamanninn. Sigmundur kann að hafa gengið í gildru, en hann arkaði sjálfur í hana. Nýtt framboð? Um helgina var borið í hvert hús viðtal í Morgunblaðinu við Önnu S. Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs, þar sem þeim sjónarmiðum er haldið á lofti að Wintris­málið sé samsæri til að fella þennan öfluga leiðtoga sem staðið hafi í lappirnar – (sem hann gerði einmitt ekki í við­ talinu fræga, heldur sá undir iljar honum). Ekki vitum við enn hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að gera að sínum þann málstað þeirra hjóna að hér hafi ólíkir hópar og stofnanir tekið saman höndum um að koma honum fyrir kattarnef en hitt sýn­ ist ljóst að Morgunblaðið hefur af krafti tekið undir sjónarmið þeirra hjóna. Daginn fyrir viðtalið hafði birst opnugrein eftir Hannes H. Gissurar­ son um frelsun Eystrasaltsþjóðanna undan oki kommúnismans, þar sem Davíð Oddsson var hafður í aðal­ hlutverki, bæði í frásögn og með stórri myndbirtingu, en minna gert úr hlut Jóns Baldvins sem þó gegndi lykilhlutverki í þeim atburðum. Síðast þegar Davíð birti í blaði sínu slíkt konungslof frá skáldi sínu var hann á leið í forsetaframboð. Vera má að þessi opnugrein sé til vitnis um að tíðinda sé að vænta af stjórn­ málaþátttöku Davíðs. Gæti hugsast að þeir nafnar og samherjar hyggi á sameiginlegt framboð últra­ hægriaflanna fari svo að Sigmundur hrökklist úr formannsstarfi í Fram­ sókn? Það yrði dálaglegt. En kannski óþarfi að fimbul­ famba um það, að svo stöddu. Í þessu máli öllu er nóg af fimbul­ fambi en fáar staðreyndir. En þær eru þarna samt: Hjónin geymdu peninga sína á aflandsreikningum; Sigmundur Davíð neitaði tilvist þeirra reikninga og reyndi að skrökva að sænskum sjónvarps­ manni, gekk svo út þegar hið sanna kom í ljós; eiginkona hans var kröfuhafi á föllnu bankana; því var leynt. Og svo er rétt að muna líka, að „leiðréttingin“ var ekki fjármögnuð með skatti á „hrægamma“ (þ.e.a.s. þau hjónin) heldur með lækkun vaxtabóta og barnabóta og af sam­ eiginlegum sjóðum, auk þess sem fólki var leyft að eyða strax sparnaði sem átti að vera til elliáranna. Hann látti mig gera það Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna Páll Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland Baldur Thorlacius for stöðu maður eft ir lits sviðs Nas daq Iceland Aðkoma banka að hluta- bréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Það er í sjálfu sér ekki ámæl- isvert að vera auðugur en við gerum þá kröfu til þeirra sem bjóðast til að leiða þjóðina að koma hreint fram. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 2 9 . Á g ú s T 2 0 1 6 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 6 1 -0 6 4 8 1 A 6 1 -0 5 0 C 1 A 6 1 -0 3 D 0 1 A 6 1 -0 2 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.