Fréttablaðið - 29.08.2016, Qupperneq 15
fólk
kynningarblað
„Við erum á leið á sýninguna Mai
son & Objet í París með teppin nú í
byrjun september. Það hefur geng
ið mjög vel á fyrri sýningum hjá
okkur en þetta er fimmta sýning
in sem við tökum þátt í. Til dæmis
er skemmtilegt að finna hvað graf
íkin hefur fengið mikla athygli en í
fyrra fékk ég verðlaun fyrir graf
ík á sýningunni. Við erum afar
spenntar að sjá hvernig viðtök
urnar verða í ár,“ segir Ingibjörg
Hanna Bjarnadóttir sem hefur
vakið athygli undanfarin ár fyrir
stílhreina og vandaða hönnun fyrir
heimilið undir merkinu IHanna
Home.
Ullarteppin Water og Loops eru
nýjasta viðbót hennar við línuna
og verða til að byrja með í þremur
litaútgáfum.
„Bæði munstrin verða í svörtu
og hvítu. Water verður svo í bláu
og hvítu og Loops í gráu og gulu.
Við byrjum á þessum litum en svo
mun að öllum líkindum bætast
við,“ útskýrir Ingibjörg.
„Watermunstrið er glænýtt, ég
frumsýndi það á HönnunarMars
í vor. Loops er sama munstrið og
ég hef verið með á púðum. Loops
er hannað út frá prjónalykkjum og
meðan ég var að teikna það hafði
ég peysur sem mamma prjónaði á
mig sem barn í huga. Mér fannst
þess vegna skemmtilegur kont
rast að munstrið færi á ofið teppi.
Grafíkin á Waterteppinu er línur,
kyrrt vatn sem kemst á hreyfingu
svo línurnar bylgjast,“ útskýrir
Ingibjörg en kyrrstaða og hreyf
ing er gegnumgangandi í verkum
hennar.
„Mér finnst þetta konsept
skemmtilegt, að vinna með grafík
þar sem má sjá örlitla hreyfingu
fara af stað. Til dæmis í Experi
encedlínunni, sem samanstend
ur af viskustykkjum, servéttum,
rúmfatnaði og fleiru má sjá bein
ar línur sem losnar um og Dotslín
an eru doppur sem detta og mynda
munstur.
Ég var mikið í trévörum en text
íllinn er alltaf að stækka hjá mér
og þar með grafíkin. Ég er ekki
hætt með hitt en mér finnst graf
íkin spennandi. Ég lærði grafíska
hönnun í LHÍ og það er gaman að
geta blandað vöruhönnun og graf
íkinni saman, það er akkúrat rétta
hönnunarblandan fyrir mig,“ segir
Ingibjörg.
Nánar má fylgjast með Ihanna
Home á facebook og á www.
ihannahome.net
Loops er hannað
útfrá prjóna-
lykkjum og meðan ég var
að teikna það hafði ég
peysur sem mamma
prjónaði á mig sem barn í
huga. Mér fannst þess-
vegna skemmtilegur
konstrast að munstrið
færi á ofið teppi.
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir
2 9 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir stílhreina
hönnun fyrir heimilið. MyNd/ MIMI GIBoIN
Ullarteppin eru væntanleg á markaðinn
með haustinu.
Grafíkin orðin fyrirferðarmeiri
Ullarteppi eru nýjasta viðbót hönnuðarins Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur við heimilislínu hennar IHanna Home.
Teppin kallar hún Water og Loops og er von á þeim í verslanir í byrjun október. Í næstu viku sýnir hún teppin í París.
NETVERSLUN
Sérblaðið „Netverslun“ kemur út 31. ágúst
Áhugasamir hafi samband við:
Jóhann Waage
Sími/Tel: +354 512 5439
johannwaage@365.is
Í þessu blaði er hægt að kaupa
auglýsingar sem og kynningar.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
2
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
6
1
-1
A
0
8
1
A
6
1
-1
8
C
C
1
A
6
1
-1
7
9
0
1
A
6
1
-1
6
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K