Fréttablaðið - 05.09.2016, Blaðsíða 2
ÁSKRIFTARKORT
BORGARLEIKHÚSSINS
Bókaðu áskrift með einföldum
hætti á borgarleikhus.is
Berjatínsla við Hafravatn
Yfir helgina flykktist fólk í flestum landshlutum út í móa enda farið að síga á síðari hluta berjatínslutímabilsins. Útlit er fyrir að hægt verði að tína
nokkra daga í viðbót enda næturfrost víða um land verið lítið sem ekkert. „Það er ekkert frost í kortunum enda fylgir hlýtt loft lægðunum sem eru á
leiðinni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Því er enn von fyrir berjahungraða. fréttablaðið/anton
ferðaþjónusta „Við erum að reyna
að lífga þetta enn meira,“ segir Einar
S. Valdimarsson sem óskar eftir
samstarfi við Borgarbyggð um gerð
ylstrandar í Englendingavík.
Einar rekur þegar bæði veitinga
stað og heimagistingu í Englend
ingavík og hefur auk þess verið að
gera þar upp annan húsakost, þar
með talið pakkhús og gömlu kaup
félagsskrifstofurnar, til að víkka út
starfsemina.
Margir þekkja svæðið við Eng
lendingavík, ekki síst barnafólk
sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössa
róló sem orðinn er þekkt kennileiti
í Borgarnesi. Einar segir víkina afar
skjólsæla, sérstaklega í norðanátt.
„Hér 150 metra frá var fólk á ung
mennafélagsmóti um daginn norp
andi á meðan það voru krakkar á
sundskýlum hjá okkur. Þetta er
bara náttúruperla, ekkert annað,“
útskýrir vertinn í víkinni.
„Draumurinn hjá arkitektinum er
að vera jafnvel með litla heita potta
sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta
bara hugmyndir sem kviknuðu,“
segir Einar sem kveðst einnig líta
til samstarfs við Orkuveituna varð
andi heitu pottana og hugsanlega
sturtuaðstöðu.
„Þá er hugmyndin að lýsa upp
klettavegg ofan við göngustíg sem
liggur frá brúnni yfir í Brákarey og
gera þetta svolítið flott. Þetta er
spurning um að lífga aðeins upp á,“
segir Einar sem kveður ætlunina að
fá listamann til að „finna og draga
fram mannamyndir“ sem séu þar
fyrir í klettunum.
„Vandamálið í ferðaþjónustunni
er að útlendingurinn þarf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Hann þarf
eitthvað öðruvísi og eitthvað sem
Hugmynd um ylströnd
í Borgarnesi gaumgæfð
Eigandi veitingahússins Englendingavíkur í Borgarnesi vill samstarf við bæjar-
yfirvöld og hugsanlega Orkuveituna um að útbúa og reka ylströnd í Englend-
ingavík. Einar Valdimarsson segir ferðamenn þurfa að hafa nóg fyrir stafni.
Vandamálið í
ferðaþjónustunni er
að útlendingurinn þarf að
hafa eitthvað
fyrir stafni.
Einar S.
Valdimarsson
í Englendingavík
Englendingavík er skjólsæl náttúruperla og útivistarsvæði.
Mynd/Magnús Kári Einarsson
er gaman að skoða,“ undirstrikar
Einar.
Ótaldar eru hugmyndir um að
koma fyrir gömlum bát við stein
bryggjuna til augnayndis og setja
upp vefmyndavélar í LitluBrákarey
sem er friðuð og Einar kveður vera
mikla fuglaparadís.
„Hugmyndin er að gera fólki kleift
að sjá æðarfuglinn með ungana og
að það geti fylgst með flóðinu og
fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta
í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri
í fuglunum og strandlengjunni
almennt.“
Byggðarráð Borgarbyggðar segir
þessar hugmyndir áhugaverðar og
hefur sett þær í skoðun.
gar@frettabladid.is
Veður
Vaxandi austan- og norðaustanátt í dag
og þykknar upp. Allhvöss austanátt með
rigningu fyrst um landið sunnanvert
þegar kemur fram á daginn. Hiti yfirleitt
8 til 14 stig. sjá síðu 16
Viðskipti Á fyrstu átta mánuðum
ársins nam meðalfjárhæð daglegra
viðskipta með hlutabréf í Kaup
höll Íslands 2,24 milljörðum króna,
sem er 62 prósent hækkun á milli
ára. Samkvæmt upplýsingum frá
Kauphöllinni námu viðskipti með
skuldabréf daglega að meðaltali 6
milljörðum króna og drógust saman
um nítján prósent milli ára.
Velta á hlutabréfamarkaði
það sem af er ári nemur rúmum
370 milljörðum króna. Mest hafa
viðskipti verið með bréf Icelandair
Group. Gengi bréfa í N1 hafa hækkað
mest á árinu eða um 52,3 prósent, á
meðan gengi bréfa í HB Granda hafa
lækkað mest á árinu eða um 24 pró
sent.
Stoðtækjafyrirtækið Össur er
stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni í
dag samkvæmt samantekt Íslands
banka og er verðmæti þess 191 millj
arðar króna. Marel er næststærsta
fyrirtækið og þá kemur Icelandair
Group þar á eftir.
Fyrir tuttugu árum síðan var Eim
skip stærsta félagið í Kauphöllinni
en fyrir tíu árum, í miðju góðæri árið
2006, var Kaupþing stærsta fyrir
tækið í Kauphöllinni og var verð
mæti þess 623 milljarðar króna. – sg
Viðskiptin
aukist um
helming
slys Banaslys varð á Ólafsfjarðar
vegi í gær á vegamótunum við
Skíðadalsveg. Þrír bílar skullu
saman og lést einn í árekstrinum
sem varð um klukkan hálf fjögur.
Þá voru fjórir fluttir á sjúkrahús
eftir slysið og er líðan þeirra sögð
eftir atvikum í tilkynningu sem
barst frá lögreglu. Rannsókn stendur
nú yfir á tildrögum slyssins.
Annað slys varð við Hörgá í gær.
Þar slösuðust tveir þegar dráttar
vél og fólksbifreið skullu saman
skammt norðan við brúnna. – þea
Einn lést í slysi á
Ólafsfjarðarvegi
stjórnmál Kosningabarátta Pírata
fyrir komandi þingkosningar verður
hópfjármögnuð í samstarfi við Kar
olinaFund. „Við álítum þetta góða
leið til að vera eins sjálfstæð og
við getum. Píratar eru ekki tengdir
neinum sérhagsmunahópum
og vilja ekki vera það,“ segir Sig
ríður Bylgja Sigurjónsdóttir fram
kvæmdastjóri Pírata.
Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk
ur stjórnmálaflokkur safnar fé á
þennan hátt. – sks/jóe
Hópfjármagna
kosningarnar
Ef það safnast meira
en við þurfum á að
halda þá verður afgangurinn
látinn renna í gott málefni.
Sigríður Bylgja
Sigurjónsdóttir,
framkvæmdastjóri
Pírata
5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m á n u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
7
5
-7
6
C
C
1
A
7
5
-7
5
9
0
1
A
7
5
-7
4
5
4
1
A
7
5
-7
3
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K