Fréttablaðið - 05.09.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2016, Blaðsíða 12
Tólf ára bið á enda Ka og Grindavík tryggðu sér bæði sæti í Pepsi-deild karla að ári með sigrum í inkasso-deildinni um helgina. Þrjár umferðir eru enn eftir af deildinni en nú hefst barátta liðanna um efsta sætið. Grindavík spilaði síðast í Pepsi- deildinni 2012 en Ka hefur verið allra liða lengst í næst efstu deild eða tólf ár. liðið féll 2004 og hefur verið þar síðan. Í dag 15.30 Deutsche Bank Golfstöðin 16.00 Georgía - Austurríki Sport 18.45 Spánn - Liechten. Sport 18.45 Ísrael - Ítalía Sport2 18.45 Króatía - Tyrkland Sport3 18.45 Wales - Moldóva Sport4 20.45 HM-markasyrpa Sport 22.50 Úkraína - Ísland Sport Enska sambandið átti alltaf að keyra í Pellegrini. Þó hann geti ekki gert kjúklingasalat úr þessu frekar en nokkur annar. Elvar Geir Magnússon @elvargeir Júlían varði TiTilinn Júlían J.K. Jóhannsson varði um helgina heimsmeistaratitil sinn í kraftlyftingum U23 ára en heims- meistaramótið fram fram í Szcyrk í Póllandi. Júlían keppir í +120 kg flokki og vann með miklum glæsibrag. Júlían var allan tímann með örugga forustu en hann lyfti samtals 1.080 kg. Hann vann allar þrjár greinarnar; hnébeygju, bekk- pressu og réttstöðulyftu, og bætti íslandsmet sín í aldursflokknum í þeim öllum. Þetta er síðasta árið sem Júlían er gjaldgengur í þennan aldursflokk. Hann var ekki eini íslendingurinn á mótinu sem fékk verðlaun því Þorberg- ur Guðmundsson fékk brons í sama þyngdarflokki með heildarþyngd upp á 887,5 kg og þá hlaut viktor Samúelsson brons í -120 kg flokki. Próf í verðbréfaviðskiptum 2016-2017 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir prófum í verðbréfa- viðskiptum veturinn 2016-2017 sem hér segir: Próf í I. hluta verða haldin 31. október, 2. og 7. nóvember 2016, próf í II. hluta 30., janúar og 1. og 6. febrúar 2017 og próf í III. hluta 8., 10., 15. og 17. maí 2017. Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að próf í verðbréfaviðskiptum verða ekki haldin nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verðbréfa- viðskiptum. Sama á við um haustpróf 2017. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs. Prófnefnd verðbréfaviðskipta tekur ákvörðun um efni sem próf- að er úr á verðbréfaviðskiptaprófi og semur prófsefnislýsingu, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 633/2003. Í prófsefnislýsingu greinir jafnframt upplýsingar um leyfileg hjálpargögn í prófum o.fl., en lýsinguna má nálgast á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis, www.fjr.is. Lengd hvers prófs er allt að 4 klukkustundir. Um undanþágur frá töku prófa fer skv. 4. og 6. gr. reglugerðar nr. 633/2003. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfavið- skiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt og skal próftaki hafa lokið öllum nauðsynlegum prófum með fullnægjandi árangri innan þriggja ára frá því að hann tók fyrsta prófið. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Nánari upplýsingar um verðbréfaviðskiptapróf má nálgast á fyrrgreindri vefsíðu prófnefndar. Próftökum verður tilkynnt um nákvæmari tíma- og staðsetningu er nær dregur prófunum, sem þreytt verða í húsakynnum á vegum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík. Skráning í prófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans http:// www.ru.is/opnihaskolinn/prof-i-verdbrefamidlun/. Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst tíu dögum fyrir sérhvert próf. Prófgjald verður auglýst síðar á heimasíðu prófnefndar á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis http://www.fjarmalaraduneyti. is/raduneytid/nefndir/nr/16884. Reykjavík, 5. september 2016 Prófnefnd verðbréfaviðskipta Undankeppni HM 2018 C-riðill San Marínó - Aserbaídj. 0-1 Tékkland - N-Írland 0-0 Noregur - Þýskaland 0-3 0-1 Thomas Müller (15.), 0-2 Joshua Kimmich (45.), 0-3 Thomas Müller (60.). E-riðill Danmörk - Armenía 1-0 1-0 Christian Eriksen (17.). Kasakstan - Pólland 2-2 0-1 Bartosz Kaupstka (9.), 0-2 Robert Lewandowski (35., víti), 1-2 Sergey Khizhnichenko (51.), 2-2 Sergey Khizhnichenko (58.). Rúmenía - Svartfjallal. 1-1 F-riðill Litháen - Slóvenía 2-2 Slóvakía - England 0-1 0-1 Adam Lallana (90.+5). Malta - Skotland 1-5 0-1 Robert Snodgrass (9.), 1-1 Alfred Effiong (13.), 1-2 Chris Martin (54.), 1-3 Robert Snodgrass (61., víti), 1-4 Steven Fletcher (78.), 1-5 Robert Snodgrass (84.) Nýjast Fótbolti Þegar franski dómarinn, Clément Turpin,  flautar til leiks á ólympíuleikvanginum í Kænugarði í kvöld hefst enn einn kaflinn í íslenskri knattspyrnusögu. núna eru væntingarnar til strákanna okkar meiri en áður. aldrei hefur íslenska knattspyrnulandsliðið lagt af stað í undankeppni eM eða HM með meiri væntingar og auðvitað ekki að ástæðulausu. frammistaða liðsins í frakklandi í sumar er öllum kunn. Hér í Kiev vilja allir forvitnast meira um lands- liðið okkar. á löngum ferli mínum í íþróttafréttamennsku hef ég aldrei áður fundið fyrir eins miklum áhuga og nú. Ég hef verið á mörgum blaða- mannafundum í útlöndum þar sem nánast aldrei var minnst á mót- herjann. en ævintýrið í frakklandi breytti því svo sannarlega. Sama uppskrift- in, karakter, vilji, agi og samheldni. Þeir blaðamenn sem ég hef talað við hér í Kiev eru skotnir í íslenska landsliðinu. Margir telja íslendinga líklegri sigurvegara. nýi þjálfarinn, Shevchenko, talaði af virðingu um íslenska liðið á blaðamannafundi í gær. Shevchenko var góður í fótbolta en hvort hann getur þjálfað á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir glæsilegan feril sem knattspyrnumaður var ekki einhugur í úkraínu um hann sem eftirmann Mykhaylo fomenko. Shevchenko var í náðinni hjá forseta knattspyrnusambandsins og það réði úrslitum. einn blaðamaður orðaði það við mig að óljóst væri hvort úkraínska landsliðið myndi taka þátt í næstu úrslitakeppni takist liðinu að komast þangað. Keppnin verður nefnilega haldin í rússlandi 2018 og það eru litlir kærleikar með þessum þjóðum. „við ætlum að reyna að vinna og vonandi tekst það. Til þess þarf sömu uppskrift og við höfum notað að undanförnu, karakter, vilja, aga og allt það sem við höfum sett í leikina að undanförnu,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, l a n d s l i ð s m a r k v ö r ð u r , v i ð fréttablaðið fyrir leikinn. Sá sem þetta skrifar var í Kiev 31. mars 1999 þegar úkraína og ísland gerðu 1-1 jafntefli. fáir áttu von á öðru en að heimamenn myndu vinna öruggan sigur. lárus Orri Sigurðsson jafnaði metin og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. núna er ísland í 23. sæti á styrkleikalista fifa en úkraínumenn í 30. sæti. Kannski vegna þess eru blaðamenn hérna ekki jafn sigurvissir og þeir voru fyrir rúmum 17 árum. Kolbeinn Sigþórsson sem hefur reynst okkur svo dýrmætur í undan- förnum leikjum er meiddur og spil- ar ekki. nú er tækifæri fyrir þann sem leysir hann af hólmi að skila fullkomnu verki í kvöld. Væntingarnar eðlilega miklar Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið og bjartsýnin er mikil. Heimir Hallgrímsson fylgist grannt með á æfingu strákanna okkar í Kænugarði en þetta verður hans fyrsti leikur sem aðalþjálfari án Lars FRéTTABLAðið/HAFLiði BREiðFjöRð Arnar Björnsson skrifar frá Kænugarði arnar.bjornsson@365.is Við ætlum að reyna að vinna og vonandi tekst það. Til þess þarf sömu uppskrift og við höfum notað að undanförnu. Hannes Þór Halldórsson 5 . s E p t E M b E r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sPorT 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 5 -8 0 A C 1 A 7 5 -7 F 7 0 1 A 7 5 -7 E 3 4 1 A 7 5 -7 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.