Fréttablaðið - 05.09.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2016, Blaðsíða 36
Á morgun í Eldborg - Hörpu Undirstaðan er góður primer Sama hvernig húð þú ert með þá er hægt að fá primer fyrir allar tegundir. Hvort sem þú ert með olíukennda húð og vilt fá mattari áferð eða ef þú ert með þurra húð. Góður primer gerir gæfumuninn fyrir húðina og augnlokin en farðinn endist mun lengur á ef primerinn er settur undir. Sjálf mæli ég með vörunum frá Smashbox en þau eru með margar týpur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Púðra yfir olíukennd svæði Ég er ekki mikið fyrir púður en það heldur farðanum betur á, þá sér- staklega fljótandi farða, og passar upp á að hann „creasist“ ekki. Ég mæli með að setja létt púður yfir t-svæðið á andlitinu og önnur svæði þar sem húðin er olíukennd. Réttur eyeliner Það er mikilvægt að vera með „smudgeproof eyeliner“ á aug- unum. Þú getur fengið þannig blýant eða eyeliner sem þú setur á þig með pensli. Það eru ótal margar tegundir til en á meðan hann smit- ast ekki þá ertu í góðum málum. Maskarinn má ekki smitast Þegar maður byrjar að svitna þá getur maskarinn farið í algjöra klessu. Þess vegna er mikilvægt á svo stórum tónleikum að vera með vatnsheldan maskara. Það eru til margar tegundir frá Loréal og May- belline sem ég mæli með. Varablýantur heldur varalitnum Fyrir varirnar er algjör nauðsyn að nota varablýant undir varalitinn. Þá fyllir þú upp í allar varirnar með varablýantinum. Það er ekki nóg að setja bara í útlínurnar. Svo setur maður varalitinn yfir það. Þannig helst liturinn ennþá flottur og endist lengur þó svo að varaliturinn fari af. Rétt sprey heldur farðanum á sínum stað Þar sem augnskugginn er ekki vatns- heldur er síðasta skrefið afar mikil- vægt. Þegar förðunin er tilbúin er gott að spreyja smá „setting“ spreyi yfir andlitið. Það er í rauninni eins og hársprey nema fyrir andlitið, nema auðvitað ekkert klístur. „Setting“-spreyin eru það allra besta til að halda förðuninni á svo hún fari ekki neitt. Ég mundi segja að það sé lykillinn. Hvernig skal undirbúa sig fyrir Justin Bieber Stærstu tónleikar ársins fara fram á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Því er mikilvægt að fara að huga að því hvernig sé best að vera undirbúinn fyrir þessu stóru stund en Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir er með nokkur ráð upp í erminni. Nú þegar það eru aðeins örfáir dagar í Justin Bieber tónleikana í Kórnum, sem landsmenn hafa verið að bíða eftir í tæpt ár, þá er mikilvægt að hefja undirbúning fyrir stóra kvöldið. Það er margt sem þarf að huga að þegar farið er á svona stóra tónleika þar sem mikill hiti myndast og miklar tilfinningar blossa upp hjá mörgum aðdáendum. Förðunarfræðingurinn og einn eigandi Reykjavik Makeup School, hún Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, deilir nokkrum snilldarráðum með lesendum Fréttablaðsins og hvað sé gott að hafa í huga þegar undir- búningur fyrir tónleikana fer fram. Hún tekur einnig fram að þessi ráð sé líka gott að hafa í huga við hvaða tilefni sem er þegar farðinn þarf að haldast lengi á eða í miklum hita. 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r20 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 5 -9 9 5 C 1 A 7 5 -9 8 2 0 1 A 7 5 -9 6 E 4 1 A 7 5 -9 5 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.