Fréttablaðið - 02.12.2016, Page 42

Fréttablaðið - 02.12.2016, Page 42
1804 Napóleon er krýndur keisari yfir Frakklandi í París. 1939 Starfsemi á La Guardia- flugvellinum í New York hefst formlega. 1961 Fídel Castro lýsir því yfir að hann sé marx-lenínisti og að Kúbu verði stjórnað í samræmi við hugmyndafræði kommún- isma. 1982 Læknar í ríkisháskólanum í Utah koma fyrir gervihjarta í brjósti Barneys Clark tannlækn- is. Hann lifði í 112 daga með gervihjartað. Þessi aðgerð var hin fyrsta sinnar tegundar í sögunni. 1986 Fyrsti alþjóðlegi baráttudagurinn gegn þrælahaldi er haldinn. 1988 Benazir Bhutto tekur formlega við embætti forsætisráðherra Pakistans og verður þar með fyrsta konan til þess að vera þjóðar- leiðtogi íslamsks ríkis. 1993 Pablo Escobar, kólumbíski eiturlyfjabaróninn, er myrtur í Medellín í Kólumbíu. 2001 Fyrirtækið Enron lýsir yfir gjaldþroti. Merkisatburðir Benazir Bhutto var kjörin forsætisráð- herra Pakistans þennan dag árið 1988, fyrst kvenna í íslömsku landi. Bhutto fæddist árið 1952 og var dóttir Zulfikars Ali Bhutto sem var forseti og for- sætisráðherra Pakistans. Hann stofnaði Þjóðarflokk Pakistans sem er einn af áhrifamestu flokkum landsins. Zulfikar var settur af í valdaráni og tekinn af lífi eftir umdeild réttarhöld. Talið er að Muhammad Zia-ul-Haq, hershöfðingi og forseti landsins, hafi haldið þar um stjórnartaumana. Eftir lát Zulfikars var ekkja hans, Nusrat Bhutto, í forsvari fyrir Þjóðarflokkinn og síðar Benazir. Benazir stundaði nám í Bandaríkjunum og Englandi en sneri heim þegar Zia lést í dularfullu þyrluslysi. Flokkur hennar sigraði í þingkosningunum 1988 sem voru fyrstu opnu kosningarnar í Pakistan í tíu ár. Benazir gegndi embætti forsætisráð- herra aðeins í 20 mánuði en þáverandi forseti landsins rak hana úr embætti vegna ásakana um spillingu. Benazir Bhutto gegndi aftur embætti forsætisráð- herra árin 1993 til 1996 en var aftur rekin úr embætti vegna svipaðra ásakana. Þá fór hún í sjálfskipaða útlegð. Benazir sneri aftur heim haustið 2007 til að taka þátt í kosningum sem fara áttu fram í byrjun árs 2008 en lést í sjálfsmorðsárás 27. desember. 20 til viðbótar létust. Þ etta g e r ð i st 2 . d e s e m b e r 1 9 8 8 Fyrsti kvenforsætisráðherra í íslömsku landiInnilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Ástu Bryndísar Guðbjartsdóttur Seljahlíð – heimili aldraðra. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Seljahlíðar fyrir góða og hlýja umönnun. Bryndís Thorarensen Haukur Holm    Guðný Lára Ingadóttir Margrét Kristjánsdóttir Bjarni Grímsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðna Guðjónssonar Barbara Stanzeit, Greta, Gunnar, Gylfi, Barbara, Bryndís, Berglind, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín og vinur, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jakobína Björg Jónasdóttir frá Grænavatni, Túngötu 7, Hvanneyri, lést 29. nóvember síðastliðinn á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför hennar verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Trausti Eyjólfsson Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Edda Ingibjörg Eggertsdóttir Barðastöðum 11, áður Stigahlíð 91, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum þann 27. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðný Edda Gísladóttir Guðjón Kr. Guðjónsson Eggert Árni Gíslason Petra Bragadóttir Halldór Páll Gíslason Anna Helga Höskuldsdóttir Gunnar Þór Gíslason Sólveig Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bara vel, það er ekkert annað í stöðunni. maður verður bara að taka þessu,“ segir Logi aðspurður hvernig stórafmælið leggist í hann. „Ég held að öll stórafmæli séu skrýtin. maður heldur kannski að maður muni vakna eitthvað skringi- lega en svo bara gerist ekki neitt,“ segir Logi sem er spenntur en jafnframt smá stressaður fyrir afmælisdeginum. sjálfur ætlar hann að fagna með því að halda gott partí fyrir vini sína. „mér finnst það bara alltaf vera besta leiðin. Og svo ætla vinir mínir reyndar að halda partí fyrir mig, sem er mjög óvenjulegt. Ég er með sjón- varpsþátt í kvöld og ég fæ ekki að vita hvað er í honum. Ég fæ ekki að vita hverjir eru gestir eða neitt,“ segir Logi og hlær. „Ég á bara að mæta og fara í þáttinn, sem er fyndið en líka pínu hræði- legt segir Logi sem er aug- ljóslega smá stressaður yfir uppátæki vina sinna. „Ég veit ekkert hvað gerist þannig að þetta er mjög spennandi, ég hef ekki lent í þessu áður. Ég geri ráð fyrir að það verði bara bókað eitthvað gott fólk. Ég er pínu smeyk- ur en þetta kemur bara í ljós. Ég meina, þetta eru vinir mínir,“ útskýrir hann. Logi er svo búinn að taka smá forskot á sæluna og fá eina afmælisgjöf. „Ég er búinn að fá gjöf frá eiginkonu minni. Ég er mjög ánægður með hana. Hún gaf mér stól, einhvern ótrúlega fínan stól sem ég fékk að hjálpa til við að velja. svo gaf góður vinur minn mér afmælisskó. ann- ars fæ ég örugglega eitthvert golf-dót líka. Það er það eina sem ég veit.“ Þegar Logi er spurður út í fyrri afmælis- daga segir hann fertugsafmælið vera ansi eftirminnilegt. „Það var haldið á Nasa og það var rosalega gaman. Þetta var eins og partí á að vera, fór alveg úr böndunum. mér finnst alltaf best þegar það endar þannig.“ gudnyhronn@365.is Ætlar að fagna með alvöru partíi í góðra vina hópi Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson fagnar afmæli í dag en hann er 50 ára. Það bíður hans viðburðarík helgi þar sem hann mun stýra öðruvísi þætti af Loga í beinni í kvöld og svo verður haldið heljarinnar partí annað kvöld fyrir vini og vandamenn. Ég veit ekkert hvað gerist þannig að þetta er mjög spennandi, ég hef ekki lent í þessu áður. Ég geri ráð fyrir að það verði bara bókað eitthvað gott fólk. Ég er pínu smeykur en þetta kemur bara í ljós. Ég meina, þetta eru vinir mínir. Logi Bergmann sem ungur gutti. Hann er þegar búinn að fá nokkrar afmælisgjafir. 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r26 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 6 -D 5 B 0 1 B 8 6 -D 4 7 4 1 B 8 6 -D 3 3 8 1 B 8 6 -D 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.