Fréttablaðið - 20.06.2016, Blaðsíða 36
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Nanna Sigurðardóttir
Mávahrauni 10, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 9. júní sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sveinn Ásgeir Sigurðsson,
Björg Sveinsdóttir Árni Matthíasson,
Elísabet Sveinsdóttir Þorkell Björnsson,
Íris Sveinsdóttir,
Sigurður G. Sveinsson Guðrún Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar
og tengdamóðir,
Guðfinna Karlsdóttir
(Dodda)
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi 7. júní. Útförin fer fram
miðvikudaginn 22. júni klukkan 13:00
frá Digraneskirkju Kópavogi.
Geir Kristjánsson
Sólrún Geirsdóttir Sigurður Helgi Helgason
Róbert Geirsson Sigríður Ólafsdóttir
barnabörn, langömmubörn, og langalang-ömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ragnhildur Eyja
Þórðardóttir
fyrrverandi deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
styrktarfélagið Göngum saman.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir Oddur Carl Einarsson
Arnór Þórir Sigfússon Gunnhildur Óskarsdóttir
Gunnlaugur Sigfússon Sólveig Kristjánsdóttir
barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Rafn Gestsson
fyrrv. bankafulltrúi,
Árskógum 8 (áður Háaleitisbraut 28),
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 4. júní. Útförin fer
fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 22. júní klukkan 13.
Helga Guðrún Helgadóttir
Lára S. Rafnsdóttir Jóhannes Atlason
Theodóra Guðrún Rafnsdóttir
Hlöðver Örn Rafnsson Sigríður Sverrisdóttir
Högni Rafnsson Antonia Gutes Turu
barnabörn og barnabarnabörn.
Sífellt fleiri Íslendingar iðka hjólreiðar. Yfir þúsund manns tóku þátt í WOW-cyclothon sem lauk um helgina. Fréttablaðið/Hanna
Maurice Zschirp, formaður Hjólreiðasam-
bands Íslands.
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) er
tveggja ára í dag. Sambandið var stofnað
á þessum degi árið 2014 og varð þar með
þrítugasta sérsambandið innan Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Að sögn Maurice Zschirp, formanns
sambandsins, er hlutverk HRÍ í sinni ein-
földustu mynd að efla keppnishjólreiðar
á Íslandi. „Við tökum þó þátt í öðru sem
er í gangi í hjólreiðum svo sem átakinu
Hjólað í vinnuna eða annað eins og stíga-
gerð og fleira. En fyrst og fremst reynum
við að efla keppnishjólreiðar.“
Sannkallað hjólaæði hefur gripið
Íslendinga en Maurice segir að erfitt sé að
mæla nákvæmlega hversu mikil aukning
hefur orðið á fjölda hjólreiðafólks. Hjól-
reiðafélög sem uppfylla ákveðin skilyrði
geta sótt um aðild að HRÍ og eru félögin
nýlega orðin tíu talsins.
„Aðilum innan félaganna eða klúbb-
anna fer fjölgandi en svo er staðan þannig
að mikill fjöldi af hjólreiðafólki hefur ekki
enn skráð sig í neinn klúbb og því er erfitt
að meta aukninguna,“ segir Maurice og
bætir við að keppendur séu sífellt fleiri og
fleiri í þeim keppnum sem haldnar hafa
verið, bæði á vegum HRÍ og annarra aðila.
Maurice segir að skemmtilegast sé frá
því að segja hversu mikil aukning hefur
orðið á fjölda barna og unglinga í hjól-
reiðum. „Þetta er kynslóðin sem við
viljum fá inn í sportið, fólkið sem á mögu-
leika á því að gera góða hluti í hjólum sem
keppnisíþrótt,“ segir Maurice.
Nú um helgina lauk WOW-cyclothon,
stærstu götuhjólreiðakeppni á Íslandi. Þar
hjóluðu 112 lið hjólreiðamanna hringinn
í kringum landið með boðsveitarformi.
Einnig var í boði að hjóla í einstaklings-
flokki og voru keppendur sjö talsins.
Keppendurnir kepptust ekki einungis við
að vera fyrstir að hjóla hringinn heldur fór
fram áheitasöfnun þar sem söfnuðust 11,6
milljónir króna til styrktar Hjólakrafti.
Ísland varð nýlega aðili að Alþjóða-
hjólreiðasambandinu UCI eftir langt
umsóknarferli og segir Maurice að nú gef-
ist okkur á Íslandi tækifæri til að keppa á
stærstu mótum heims og einnig að halda
lögleg UCI mót hérlendis.
thordis@frettabladid.is
Hjólaæði hefur gripið
landann síðustu árin
Tvö ár eru frá stofnun Hjólreiðasambands Íslands. Formaðurinn segir mikla aukningu
hafa orðið á fjölda hjólreiðafólks þó erfitt sé að segja til um nákvæmar tölur. Sífellt fleiri
börn og ungmenni iðka íþróttina. 112 lið tóku þátt í WOW-cyclothon um helgina.
Þrír fangar struku úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á þessum degi árið 1978.
Þrír fangar, allir um tvítugt, struku úr
Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á
þessum degi árið 1978. Flóttinn varð
um hádegi þegar flytja átti fangana frá
Hegningarhúsinu að Litla-Hrauni. Tveir
lögreglumenn gættu fanganna. Þegar út á
gangstétt kom tóku fangarnir til fótanna,
hver í sína áttina.
Einn fanganna gaf sig fram við lög-
regluna síðdegis sama dag, en hinir tveir
fundust tveimur klukkustundum síðar á
Hótel Heklu sem stóð við Rauðarárstíg.
Þar höfðu þeir leigt sér hótelherbergi og
voru mennirnir mjög ölvaðir þegar þeir
náðust. Á hótelinu höfðu þeir logið til um
nöfn sín og sagst vera frá Bíldudal.
Þ EttA g E R ð I St :
2 0 . j ú N Í 1 9 7 8
Flótti úr hegningarhúsinu
Merkisatburðir
1627 Tyrkjaránið hefst þegar ræningjar frá Alsír koma á skipi til
Grindavíkur. Það stóð til 19. júlí.
1750 Gengið er á tind Heklu í fyrsta sinn svo vitað sé. Það gerðu
Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, og Eggert Ólafsson, vísindamaður
og skáld.
1904 Fyrsta bifreiðin kemur til landsins með gufuskipinu Kong
Tryggve.
1936 Kristján 10., konungur Íslands og Danmerkur, leggur horn-
stein að virkjunarhúsinu við Ljósafoss.
1969 Strandferðaskipið Hekla sjósett
við Slippstöðina á Akureyri. Hún er
stærsta skip sem smíðað hefur verið
á Íslandi, 950 tonn.
1970 Listahátíð í reykjavík er sett í
fyrsta sinn. Meðal flytjenda á hátíð-
inni voru Daniel barenboim píanó-
leikari og hljómsveitin led Zeppelin.
1976 Vesturlandabúar eru fluttir frá
Beirút.
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R16 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
tímamót
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
6
-9
4
0
4
1
9
C
6
-9
2
C
8
1
9
C
6
-9
1
8
C
1
9
C
6
-9
0
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K