Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.01.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 6. janúar 1983 VÍKUR-fréttir Fjölbrautaskóli Suöurnesja öldungadeild Lokaskráning í öldungadeild á vorönn 1983 fer fram í skrifstofu skólans dagana 5.-7. janúar kl. 16-18. Kennsla verður í eftirtöldum áföngum ef næg þátttaka fæst: Bókfærslu 103 Bókfærslu 203 Dönsku 103 Ensku 103 Ensku 202 íslensku 103 íslensku 203 íslensku 363 Líffræði 103 Sögu 103 Stærðfræði 103 Stærðfræði 203 Stærðfræði 232 Tölvufræði 103 Vélritun Þýsku 203 Þátttökugjald, sem ákveðið er af mennta- málaráðuneytinu, greiðist við skráningu. Gjaldið er hið sama fyrir alla án tillits til áfangafjölda. Aöstoðarskólameistari Halló, Suður- nesjamenn! Ef þið viljið öðlast meira sjálfstraust, - meira öryggi í mannlegum samskiptum komið þá á Dale Carnegie kynningarfundinn, sem verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, fimmtudaginn 13. jan. kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnunarskólinn Undirbúningsfélag Saltverksmiöju á Reykjanesi hf. Sjóefnavinnslan hf. Skipti á hlutabréfum Á síðasta aðalfundi Undirbúningsfélags Saltverksmiðju á Reykjanesi hf., varákveð- ið að félagið sameinaðist Sjóefnavinnsl- unni hf. Við sameininguna fá hluthafar í undirbúningsfélaginu hlutabréf í Sjóefna- vinnslunni hf., sem nemur þreföldu nafnverði hlutabréfa þeirra í undirbúnings- félaginu. Hlutabréf í Undirbúningsfélagi Saltverk- smiðju á Reykjanesi hf. eru hér með inn- kölluð og fá eigendur þeirra hlutabréf í Sjó- efnavinnslunni hf. í þeirra stað að viðbættri framangreindri jöfnun. Skiptin fara fram á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar hf., Vatns- nesvegi 14, Keflavík, sími 92-3885, frá og með 5. janúar 1983. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Bæjarstjórn Keflavíkur: Meira um ráðningu utanbæjarmanna Á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur 7. des. komu fram eftirfarandi bókanir um ráöningu utanbæjar- manna í störf bæjarverk- stjóra og bæjarritara og um laun bæjarstjóra: Ólafur Björnsson óskaði bókaö: „Ég get ekki fallist á aö svo mikið liggi áaöfastráða bæjarritara og því síöur bæj arverkstjóra, sem enn hefir ekki uppfyllt lágmarks tíma Fékk iðnréttindi 70 ára Fyrir nokkru fengu 20 iðn- verkamenn sveinsréttindi, sem starfað höfðu að iðn inni í 10 ár eða lengur. Var hér um að ræða 10 pípu- lagningamenn og 10 málm- iðnaöarmenn. 15 þeirra voru starfsmenn Varnarliðsins og voru þeir á aldrinum frá fimmtugt sá yngsti, en sá elsti um sjötugt. Var meðalaldur þeirra 63 ár. Upplýsingar þessar eru fengnar úr blaöinu Vallar- skjárinn sem gefinn er út á Vellinum, og samkv. viðtali við Halldór Pálsson, fram- kvæmdastjóra Iðnsveinafé- lags Suðurnesja. Ástæðan fyrir því að umræddir menn þreyttu sveinspróf mun vera sú að tryggjasérvinnufriö, þ.e. að þurfa ekki að víkja úr starfi fyrir réttindamanni, eins og sá ófaglærði á alltaf hættu á. Auk þess fá þeir launa- hækkun við réttindin. - epj. Fyrsta Suðurnesjabarn ársins Kl. 22.58 á nýársdag fæddist á Sjúkrahúsi Keflavikur fyrsta barn þessa árs. Var það drengur, 52 cm og 3700 grömm. Foreldrar hans eru Salvör Gunnarsdóttir og Reynir Guð- bergsson, Gerðavegi 14, Garöi. Á myndinni er Salvör með nýfædda soninn. - epj./þket. 13 JÓLABÖRN í starfi. Launalaust leyfi í byrjun starfstíma getur ekki talist með. Ég bendi á að ýmis hlunnindi fylgja fast- ráðningu, þarmeðfyrirfram greidd laun, sem í dag jafn- gilda að minnsta kosti 4% launahækkun." Einnig óskuðu Ólafur Björnsson og Guðfinnur Sigurvinsson bókað: „Við teljum að samkv. þeim upplýsingum sem hér hafa fengist, hafi laun bæj- arstjóra verið stórhækkuð, liklega áárinu 1981, án þess aö það hafi nokkurn tíma verið lagt fyrir bæjarráð. Að greiða þrettánda mánuð mun sjaldgæft í samningum við bæjarstjóra. Við teljum einnig að ráðningarsamn- ingurinn hefði átt að liggja formlega fyrir bæjarstjórn." Tómas Tómasson óskaði bókað: „Vegna bókunar þeirra Ólafs Sigurvinssonar og Guöfinns Sigurvinssonar skal tekið fram að bæjar- stjórinn hér er með mjög sambærileg kjör og aðrir bæjar- og sveitarstjórar á Suðurnesjum, þrátt fyrir það að Keflavík sé jafn fjöl- menn og öll hin sveitarfé- lögin til samans. Uppkast að ráðningarsamningnum var lesið upp áfundinumog lá því frammi." - epj. SKÍÐAFÉLAG SUÐURNESJA Símsvari 1111 Keflavfk - Njarðvfk 3ja herb. íbúð til leigu. Laus strax. Uppl. í síma 3028. KYNNINGARFUNDUR AA-samtökin og AL-Anon á Suðurnesjum halda kynn- ingarfund á starfsemi sinni í Félagsbíói, Keflavík, laug- ardaginn 8. jan. n.k. kl. 14. Allir velkomnir. Nefndin Framh. af 12. síðu gamla fólk, ekki endilega þá þjónustu sem spítalarnir veita, heldur ýmsa aðra sjúkraþjónustu við þetta fólk. Hjá okkur starfsfólki sjúkrahússins er sameigin- legur vilji fyrir því að reist yrði hér í tengslum við spit- alann sérstök deild fyrir gamla fólkið. Það myndi auðvelda alla þjónustu við þessa deild, t.d. gæti starfs- fólkiö héðan skipt á sig þjónustu á þessari deild sem myndi þar með leysa þau vandkvæði sem ávallt eru fyrir hendi varðandi sér- mönnun starfsfólks við slík- ar hjúkrunardeildir. Það er orðið lífsspursmál aö veita þessu fólki úti í bæ þá þjón- ustu sem hægt er að veita, við höfum hér á að skipa mjög færu starfsfólki með mjög góð tæki og næga þekkingu," sagði Sólveig Þórðardóttir að lokum. Opnunar- tími Skrifstofur verkalýðsfélag- anna eru opnarsem hérsegir: Mánud.—fimmtudaga kl. 9—19. Föstudaga kl. 9—15. Verkakvennafélag Kefla- víkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.