Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 30. marz 1983 VÍKUR-fréttir Mikið úrval af nýlegum bílum og eldri á söluskrá, til að mynda: Buick Skylark ’81 Chevorlet Monsa '80 Chevrolet Malibu Sedan 79 Datsun Sunny '80 Datsun Cherry ’80 Datsun Diesel '80 Ford LTD Brouham 78 Ford Fairmount 78 Honda Accord 79 Honda Accord EXX ’82 Mözdur 77 - ’81 Rover3500 78 Volvo 244 GL ’80 Volvo 244 GL 79 Volvo 343 77 - 78 Sendibílar, pick-upar og jeppar. Hef kaupendur að Volvo 345 ’82 og BMW 315 '82. Opið n.k. laugardag frá kl. 9-18. Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegi 29a Keflavík - Simi 1081 Smáauglýsingar Iðnaöarhúsnæði óskast undir bólstrun. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 1007. ibúð óskast Lítil einstaklingsíbúð ósk- ast til leigu. Uppl. í síma 3675. Herbergi til leigu við Hringbraut í Keflavik. Uppl. í síma 2224. Gleraugu í Ijósri umgerð töpuðust sunnud. 20. marz á leið- inni Smáratún-Kirkja. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1453. Til sölu Silver-Cross barnavagn undan einu barni. Uppl. í síma 3048. FÉLAGSFUNDUR Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja heldurfélags- fund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sunnudaginn 10. apríl n.k. kl. 15. Fundarefni: Zóphanías Pétursson flytur erindi. Stjórnin Góð auglýsing gefur góðan arð. Brad Miley, körfuboltamaðurinn snjalli, í viðtali: „Var allt í einu orðinn stærstur í skólanum“ Keflvikingar komu svo sannarlega á óvart með góðri frammistöðu sinnl I úrvalsdeildinni i vetur, þar sem þeir enduðu í öðru sæti og töpuðu í undanúrslltum f bikar- keppninni. Eriendi leikmaðurinn i liði Keflavfkur, Brad Mlley, átti stóran þátt í þessari velgengnl liðsins, en hann bæði þjálf- aði liðið og lék með þvi, og einnlg náði hann góðum árangrl með yngri flokka félagsins i vetur. Brad fór af landi brott i gær, en á laugardaglnn var hltti undirritaður Brad á heimlli hans á Faxabrautinni og tók kappann f viðtal. Fyrst var Brad spurður um fæðingarstað sinn og æskuár. ,,Ég fæddist í Indiana- fylki í Bandaríkjunum og bjó öll min ár þar. Indianaer mikill körfuboltastaður og körfubolti er iþrótt númer eitt þar, og ég ólst nánast upp með körfuboltann í höndum mér frá þvi ég var7 eða 8 ára gamall, og það eina sem maður gerði var aö spila körfubolta dagipn út og inn. Samt sem áður tók ég þetta aldrei alvar- lega og krakkar á þessum aldri taka íþróttir yfirleitt ekki alvarlega fyrr en þeir komast í skóla, því þar eru hlutirnir skipulagðir fyrir þig og ég get því mikið þakkað fyrir það að hafa alist upp i Indiana, því öll áhersla var lögð á körfu- bolta". Var allt í einu orðinn stærstur i skólanum „Fyrstu tvö ár mín i gagnfræðaskólanum lék ég ekki í rauninni mikið, ég var 187 cm á hæð sem þótti bara eölileg stærð á þessum aldri og var bara venjulegur leikmaður. En sumarið fyrir 3. árið mitt í skólanum stækkaöi ég um 12 cm, úr 188 cm í 2 metra, og var því allt í einu orðinn stærstur i skólanum á mínu 18. ári. Þá fór ég að æfa af krafti og gekk mjög vel og hjálpaöi hæðin mér auð- vitaö mikið. Fjórða og síð- asta ár mitt í skólanum end- aði liðiö okkar í ööru sæti í skólakeppninni í öllu Indi- ana-fylki af 400 liðum (!) og ég setti nýtt frákastamet sem er ennþá, þar sem ég tók 29 fráköst í einum leik. Gamla metið var 27, og samtals tók ég 45 fráköst í tveimur síðustu leikjum úr- slitakeppninnar, og það er einnig met sem hefur ekki enn verið hnekkt. Þetta var mjög skemmtilegur tími og við höfðum dyggan stuðn- ingshóþ og fólkið var ánægt með frammistöðu okkar." Lék vlö hliðina á Larry Bird „Eftir gagnfræðaskólann og velgengni mina í skóla- liðinu þar buðu 3 stórir menntaskólar mér að koma og leika, og ég valdi Indi- ana State menntaskólann, sem var á heimaslóðum mínum, og lék með því liði næstu 4 árin. Larry Bird, sem er einn besti leikmað- urinn i NBA - bandarísku at- vinnumannadeildinni í dag, var í Indiana-liðinu þegar ég kom, og lék ég við hlið- ina á honum næstu 3 árin, en þá var hann búinn með skólagöngu sína; ég átti eitt ár eftir sem ég svo kláraði. Lið okkar náði mjög góðum árangri og lékum við eitt skiptið 33 leiki i röð án þess að tapa, og komumst í úr- slitin." Danny Shouse hafði samband við mig „Þegar ég lauk skóla- göngu minni árið 1981 hafði Danny Shouse, sem þá lék með Njarðvíkingum, sam- band við mig og spurði hvort ég vildi koma til (s- lands og leika körfubolta. Stuttu seinna hafði svo Hall- dór Einarsson samband við mig og ég sló til og lék með Valsmönnum það ár, en þar sem ég þekkti (sland ekki neitt var ég hissa á þessu til- boði sem ég fékk, því ég vissi ekki einu sinni að það væri leikinn körfubolti á (s- landi.” Góð þjálfun á unglings- árum skiptlr öllu máli Brad var spurður um mis- Brad Miley og kona hans, Kathy muninn á körfuboltanum sem leikinn er á (slandi og svo í Bandaríkjunum. „Mismunurinn er fyrst og fremst þjálfunin á unglings- árum, en Bandaríkjamenn leggja miklaáhersluáhana. íslendingar leika alveg jafn harðan bolta og hraðan, og hreyfingar á leikvelli og fleira til er alveg það sama og í bandarískum körfu- bolta, en annað atriði sem spilarinn íeraðstaðan.sem er að jafnaði miklu betri í Bandaríkjunum, þar sem íþróttahús eru nánast á hverju götuhorni. Ef (slend- ingar fá áfram menn eins og Pétur og Flosa, eða jafn stóra stráka og þá, og geta leikið í keppnum erlendis með stóra menn eins og öll stórlið hafa innanborðs, er ekki að efa að (sland gæti orðið stórþjóð í körfuknatt- leik.“ Viðburðaríkt og skemmtilegt ár með Keflvíkingum „Þessi tími sem ég er búinn að bera hér með strák unum og bara öllu fólkinu sem ég hef kynnst hér, er Framh. á 9. síðu HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Bíleigendur, athugið Sparið og gerið sjálf við bílinn í björtu og rúmgóðu húsnæði. Einnig bónaðstaða. Verkfæri og bílalyfta á staðnum. Opið alla virka daga frá kl. 8-22. Laugardaga frá kl. 10-19. BÍLASJÁLFSÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Iðavöllum 9c - Keflavík - Sími 3214 Iðnsveinafélag Suðurnesja Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 9. apríl n.k. kl. 13.30 í húsi félagsins, Tjarnar^v tu 7, Kefla- vík. - Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. - Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrif- stofu félagsins. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.