Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Miðvikudagur 30. marz 1983 9 Karlakórinn Heimir í Félagsbíói Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Félagsbiói, föstudaginn 1. apríl n.k. kl. 21. Söngmenn í kórnum eru 50 talsins, söngstjóri er Jiri Hlavacek, tékkneskur tón- listarmaður sem starfar nú annað árið við Tónlistar- skóla Skagafjarðar. Hann var áður stjórnandi við Jón Eysteins- son í stjórn Sparisjóðsins Á aðalfundi Sparisjóðs- ins í Keflavik, sem haldinn var 18. marz sl„ baðst Mar- teinn J. Árnason, formaður sparisjóðsstjórnarinnar, undan endurkosningu. í hans stað var kosinn Jón Eysteinsson, bæjarfógeti. Marteinn hefur setið í aðalstjórninni síðan 1976. þar af verið formaður henn- ar síðan 1977. - epj. BRAD MILEY Framh. af 6. síðu búinn að vera mjög skemmtilegur og viðburða- ríkur. Ekki aðeins að æfa og leika með liðinu, heldur mannleg samskipti mín og konu minnarviðallaþásem koma nálægt þessum fé- lagsskap eru búin að vera eins og best hefur getað veriö. Ef við tölum um ár- angur liðsins í vetur er ekki hægt annað að vera ánægð- ur, því strákarnir eru mjög ungir og eiga framtíðina fyrir sér og það verður ekki langt þangað til að Islands- meistaratitillinn lendir hér í Keflavík." Óvíst með næsta ár ,,Hvað næsta ári viðkem- ur er alveg óvíst hvort ég kem til meðaðleika, því það er ekki ólíklegt að erlendir leikmenn verði ekki í úrvals- deildinni næsta vetur. En verði svo, að erlendir leik- menn megi leika, þá mundi ég svo sannarlega vilja koma til Keflavíkur og leika. Þetta eru hlutir sem verða að ráðast þá og þegar. Ég vil bara þakka öllum hér fyrir allt saman, leik- mönnum, áhorfendum, sem hafa verið frábærir, og öll- um þeim sem hafa stutt okkur í vetur, og ég vona að ég fái tækifæri til að koma hingað aftur,“ sagði Brad Miley að lokum. - pket. þjóðaróperuna í Prag. Und- irleikari með kórnum er kona söngstjórans, Stani- slava Hlavacekova, en hún starfaði áður sem kennari við tónlistarskóla í Prag. Á söngskrá eru lög eftir innlend og erlend tónskáld og má nefna m.a. Pilagríma- kórin úr óp. Tannhauser eftir Wagner, Veiðimanna- kór úr óp. Töfraskytturnar eftir Webwr, Hermannakór úr II Trovatore eftir Verdi, Þýtur í skógum úr Finlandia eftir Sibelius, Sögur úr Vín- arskógi eftir Strauss, íslands Hrafnistumenn eftir Inga T. Lárusson. Ekki er ólíklegt að tónlist- arunnendum þyki forvitni- legt að sjá og heyra kórinn í höndum þessa ágæta tón- listarfólks. - þket. Marz-mótið í billiard: Loks sigur hjá Tómasi Tómas Marteinsson sigr- aði í marz-mótinu í billiard og hlaut hann 5 vinningaog er þvi orðinn efstur í stiga- keppninni með 8 stig. í öðru sæti var Páll Ketils- son eftir aukaviðureign við Georg V. Hannah, sem varð þriðji. Báðir hlutu þeir 4 vinninga. Staðan í stigakeppninni er þessi: stig 1. Tómas Marteinsson . 8 2. Valur Ketilsson ..... 6 3. Jón Ólafur .......... 5 4. Páll Ketilsson ...... 4 5. Óskar Halldórsson .. 3 6-7. Börkur Birgisson . 2 6-7. Georg V. Hannah . 2 -5- 2 'T-ív-. ^ 2 km í stað nokkurra metra Hvers eiga íbúar Móa- hverfis í Njarðvik að gjalda þurfi þeir að komast gang- andi eða með barnavagn yfir í Samkaup, sem er í að- eins nokkurra tuga metra frá hverfinu? Slík er drullan þarna, að þeir sökkva uþp að hné ef þeir reyna að komast með barnavagn eftir vegarslóða sem er þarna. Vilji þeir fara götuna þurfa þeir að fara alla leið út á Reykjanesbraut, eða á annan kílómetra. Því hafa þeir oskað eftir fyrirspurn um það, hvort ekki væri hægt að setja nokkur bíl- hlöss af möl þarna og gera sæmilegan göngustíg? epj. Iðnráðgjafi Suðurnesja Jón Unndórsson, iðnráð- gjafi, hefur ákveðið að hafa fastan viðtalstíma i hinum ýmsu sveitarfélögum innan SSS, fyrir utan þann tima sem hann er á skrifstofu SSS í Njarðvík. Var hér í blaðinu fyrir nokkru birt auglýsing frá honum þess efnis. Þau byggðarlög sem hér um ræðir eru Gerðahreþpur, Grindavík, Miðneshreppur og Vatnsleysustrandar- hreppur. - epj. Geimsteinn í Garði Dansleikur í kvöld, miðvikudag, frá kl. 10-3. Munið nafnskírteinin. Knattspyrnufélagið Víðir NÝJAR STÓRMYNDIR VTC (Einkaumboð á Suöurnesjum) YOUNG FRANKENSTEIN TAPS SHOCK TREATMENT OMEN 3 HIGH ANXIETY FATSO O.FL. O.FL. Hafnargötu 38 Sími 3883 Hafnargötu 35 Sími 3006 ATH: Lokað föstudag og sunnudag. Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 6. og 20. apríl kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík. ISLENZKUR MARKADUR HF. Kjörgripir t'yrir ferminguna Kolur — Kertaslaufur Skjóöur — Skrínur Kramarhús — Hraukar og Kúlulampar FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN I Skátahúsinu er opin alla fermingardagana kl. 10 -19. Heiðabúar - Hringbraut 101

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.