Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 30. marz 1983 VÍKUR-fréttir Páska- dagskrá Félagsbíós Skírdagur: Kl. 14.30: Sönskemmtun Tónlistarskólans. Krist- ján Jóhannsson og Dor- riet Kavanaugh. Kl. 18: E.T. Kl. 21: E.T. Allra síðustu sýningar á þessari frábæru mynd. Dul-arfyi og s&mnmél ny ktomk kvikmynú< im fóík, osmstft óóa Kl. 23.20: Byrjum viðsýn- ingar á íslensku kvik- myndinni ,,HÚSIГ. Föstudagurinn langi: Kl. 21: Söngskemmtun: Karlakórinn Heimir, Skagafirði. Laugardagur 2. apríl: Kl. 17: Páskabingó Lion- klúbbsins Óðins. 2. páskadagur: Kl. 14.30: Barnasýning - Vígstirnið. Kl. 17 og 21: (slenska kvilkmyndin ,,HÚSIГ. Unglingur frá öðru landi - til þín! 25 ár eru nú liðin frá því að skiptinemasamtök AFS hófu starfsemi sína hér á landi. Hátt á 5. hundrað is- lenskir unglingar hafa farið til annarra landa á þessu tímabili og áttu Suðurnesin 3 fulltrúa í þeim hópfyrstu 2 árin. Síðan hafa 8 unglingar farið frá Suðurnesjum til ársdvalar í Bandaríkjunum og ein stúlka til Hollands. Hjá okkur hafa 8 banda- rísk ungmenni dvalið í 2 mánuði að sumarlagi og fyrir 3 árum kom fyrsti er- lendi neminn hingað til árs- dvalar. Það var stúlka frá Sviss, Daniela Odermatt, og dvaldi hún hjá Karli Steinari Guðnasyni og fjölskyldu í Danlela Odermatt Keflavík. Sl. vetur var hér drengur frá Frakklandi, Jean Francois Degines, og bjó hann í Njarðvík hjá Sig- mari Ingasyni ogfjölskyldu. ( vetur er hér svo stúlka frá (talíu, Roberta Bianconi og býr hún hjá Davíð Eyrbekk og fjölskyldu hér í Keflavik. Þessir þrír unglingar hafa stundað nám við Fjölbrauta skóla Suðurnesja. Það er von okkar AFS-fé- laga hér á Suðurnesjum, að við getum haldið þessum nemendaskiptum áfram og skorum því á fólk að kynna sér starfsemi okkar. F.h. AFS í Suðurnesjum, Guðný Gunnarsdóttir, simi 2460. Roberta Blanconl Ránargötunni lokað Borist hefur bréf frá stöðv arstjóra Pósts og Síma í Keflavík til bæjarfógetans i Keflavík, þar sem hann sækir um leyfi til að loka Ránargötu i Keflavík frá og með 31/8 ’83 vegna bygg- ingaframkvæmda. Erindir var tekið fyrir í umferðarnefnd Keflavíkur 24. marz sl. og var nefndin samþykk því að fallist sé á umsókn símstöðvarstjór- ans með því fororði að eig- endum fasteigna við götuna verði gert kleift að komast leiðar sinnar að innkeyrsl- um sínum. - epj. Umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Kúagerði á sunnudaginn annan í var, en þá snerist bíll í hálkunni og lentu fram- an á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt, en mikil hálka var á brautinni eftir snjókomuna daginn áður. Þrennt var flutt í sjúkra- hús og fékk tvennt að fara strax aftur heim, en ein Yfir 3000 á E.T. Sl. mánudagskvöld kom þrjú þúsundasti gesturinn á kvikmyndina E.T. í Félags- bíó. Sú heppna var Sigrún Högnadóttir, Hlíðarvegi 52, Njarðvík, og fékk hún frímiða út árið og blóm- vönd að auki frá félagsbíói. Var þetta 9. sýning biós- ins á E.T. og hefur aðsókn veriö mjög góð og oft upp- selt. Allra síðasta sýning verður á skírdag og kannski slær hún þá aösóknarmet hjá Félagsbíói, en það met er 4200 manns, sem komu til að sjá ,,Grease“ með Oli- viu Newton John og John Travolta. - epj. kona var lögð í sjúkrahús í Reykjavík með mjög alvar- leg meiðsli. Báðir bílarnir voru héðan að sunnan, en hvorugur ökumannanna var með öryggisbelti, en það er mat manna að þeir hefðu slopp- ið mun betur ef beltin hefðu veriö spennt. - epj. Mikil loðna ( síðasta tölublaði sögð- um við frá því að borið hefði eitthvað á loðnu við Staf- nes að undanförnu. Nú hafa hins vegar borist fregnir um að allt væri fullt af loðnu hér út af, eöa eins og einn sjó- maður orðaði það: ,,það er hvergi hægt að stinga niður veiðarfæri fyrir loðnu.” Sá sami sagði einnig að sá fiskur sem nú fengist hér út af væri belgfullur af loðnu og hún væri það mikil aö þegar netadrekarnir væru dregnir úr sjó væru þeir alþaktir loðnuhrogn- um. Svipaðar sögur eru frá sjómönnum víða hér í ná- grenninu. - epj. Ester Karvelsdóttlr og Jean Francois Deglnes Keflvíkingar, Njarð- víkingar, athugið 10 ÁRA FERMINGARAFMÆLI (fermingar- börn 1973) verður haldið í Bergás 30. apríl. Mætum oll. Þátttaka tilkynnist í síma 1063 Hrafnhildur, 3893 Silla, 3633 Þórunn, 2455 Sólveig, og 3882 Rósa. Innnömmun SuÐURnesjfi Til fermingargjafa Vinsælar fermingargjafir fyrir stúlkur. „Bögglaði bréfpokinn“ Úrvals gjafavara frá Rosenthal.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.