Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Miðvikudagur 30. marz 1983 13 Vál A ég þatta atóra egg? Vlfi klaafium þafi úr .. Lovfaa Gunnaradóttlr, elgandl Rómar, og Slgrún Elnaradóttlr á kynnlngunnl „Gler í Bergvik' . mmmmm... Þetta er greinllega frá NÓA. Góð ráð Mitt fyrsta framlag til efl- ingar atvinnulífs á Suður- nesjum læt ég verða þenn- an greinarstúf, kannski ekki mikið, en þó vonast ég til að hann verði aðeins byrjunin á öflugri vakningu á meðal fólks hér um slóðir. Vandi útgerðar og vinnslu er töluverður hér, sem á öllu íslandi. En hvað veldur? Er hann vegna ut- anaðkomandi afla eða er vandinn vegna lélegrar stjórnunar? Ekki vil ég verða til þess að menn verði dregnir í dilka vegna mis- mikilla stjórnunarhæfileika. Læt aðra um það. Ég tóktali tvofulltrúaeins best rekna fyrirtækisins hér RAFBÚÐ: ^ Heimilistæki J RAFVERKSTÆÐI: Allt til raflagna _ Nýlagnir Ljós og Ijóskastarar “ “ ® ® Viðgeröir Rafhlutir í bíla Hafnargötu 44 - Keflavik Teikningar SKIL-handverkfæri Simi 3337 Bílarafmagn Verslið við fagmanninn. Þar er þjónustan. Kjörskrá fyrir Keflavíkurkaupstað vegna alþingis- kosninganna 23. apríl 1983, liggurframmi á bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 12. Kærufrestur er til 8. apríl n.k. Kærur send- ist undirrituðum. Bæjarstjórinn í Keflavík um slóðir, fiskvinnslu- og útvegsfyrirtækisins Baldurs hf., þá Ólaf Björnsson for- stjóra, og Björn Ólafsson útgerðartækni. Hverjar teljið þið orsakir vandans? Ó.B.: Aðalvandinn er sök- um minnkandi afla í kjölfar smáfiskadráps vegna of stórs flota. Einnig vegna stöðugrar millifærslu frá vel reknum fyrirtækjum til hinna lakari. B.Ó.: Of mikil fjárfesting í skipum, slæm stjórnun, - sést best á þvi að þrátt fyrir hátt verð á fiskafurðum eru fyrirtækin rekin með halla, - minni afli, hátt olíuverð og síðast en ekki síst mikil verðbólga. Hvað teljið þið að gera þurfi? Ó.B.: Minnka flotann. Svo þarf að leyfa þeim fyrirtækj- um sem ekki bera sig að fara á hausinn, gefa öðrum tækifæri. B.Ó.: Hætta fjárstuðningi við vonlaus fyrirtæki, stöðva stækkun flotans, efla einstaklingsframtakið. Best reknu fyrirtækin eru þau þar sem ábyrgðin hvílir á fáum einstaklingum, en ekki heilu mafíunni, sbr. SÍS. Útgerðin fái olíu á inn- flutningsverði, en hjálpin á fyrst og fremst að koma frá þeim sem i þessu eru, ekki ríkinu. Að sjálfsögðu þurfa menn að hafa aðgang að lánum, en þeir eiga líka að greiða þau að fullu til baka. Hvernig list ykkur á þá hugmynd að sameina öll fiskvinnslufyrirtæki í byggð arlaginu, yrði ekki mikil hagræðing að því? Ó.B.: „Viss bót að því, vissir kostir, en engin alls- herjarlausn. B.Ó.: Hrein hugmynda- fræði og ógerlegt, enda tel éa slíka lausn ekki vera til bóta á neinn hátt. Heldur ætti að einbeita sér að öðr- um leiðum sem okkur eru nær. Þar sem er vilji er vegur. Gler í Bergvík Sl. föstudag hófst kynn- ing í versluninni Róm, á handunnum glervörum sem hafa vörumerkið „Gler í Bergvík". Eru vörur þessar framleiddar af þeim Sig- rúnu Einarsdóttur og Sören Larsen á bænum Bergvík á Kjalarnesi, og af því bæjar- nafni er vörumerkið dregið. Kynningin í Róm stendur yfir til 9. apríl n.k. og ættu Suðurnesjamenn ekki að láta hana fram hjá sér fara, því þarna er margt fagurra glermuna, sem þau hafa handunnið og gaman væri að eiga. - epj/pket. Næsta blað kemur út 14. apríl. Námskeið Myndflos og japanskt broderie (penna- saumur) verður haldið í Keflavík í marz- apríl, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og innritun í versluninni Rósalind í síma 3255 og í síma 3539. Njarðvík Fasteigna- gjöld Annar gjalddagi fasteignagjalda 1983 var 15. marz sl. 15. apríl n.k. reiknast 10% dráttarvextir á skuldina. Gerið skil fyrir 15. apríl og forðist kostnað og frekari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður - Innheimta Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboð- um í gerð steyptra gangstétta, alls um 2600 ferm. Tilboðin verða afhent á afgreiðslu tækni- deildar frá og með miðvikudeginum 30. marz gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 11. apríl 1983 kl. 11 á skrifstofu bæjartækni- fræðings. Bæjartæknifræðingur Vatnsleysustrandarhreppur KJÖRSKRÁ fyrir Vatnsleysustrandarhrepp vegna al- þingiskosninga sem fram eiga að fara 23. apríl, liggur frammi almenningi til sýnis á hreppsskrifstofunni, Vogagerði 2, allavirka daga nema laugardaga, frá 22. marz til 8. apríl n.k. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist skrifstofu minni fyrir 8. apríl n.k. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nafn þeirra sé á kjörskrá. Vatnsleysustrandarhreppi, 21. marz 1983. Sveitarstjóri Ólafur Þór Eirfksson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.