Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 7. júlí 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Kaupa starfsmenn I. A. V. hlut ríkisins f fyrirtækinu? Um fátt er meira raett nú meðal starfsmanna I.A.V. sf á Keflavíkurflugvelli, en hvort starfsmenn þess ættu ekki að kaupa hlutabréf ríkisins i fyrirtækinu. Bíða þeir nú spenntir eftir því hvort Albert Guömundsson fjármálaráðherra, lætur verða af því að bjóða til sölu hlutabréf ríkisins í hinum ýmsu fyrirtækjum. Með kaupum á þessum bréfum, ef af yröi, telja starfsmennirnir að þeir geti oft iljað núverandi stjórn- endum undir uggum, auk þess sem þeir geti haft meiri áhrif á ýmislegt sem þar er framkvæmt. Áhugi starfs- manna fyrir þessu marg- faldaðist nú þegar deilu verkamanna og tækja- manna við fyrirtækið lauk fyrir stuttu, með mun minni árangri en flestir áttu von á þegar farið var út í deilu þessa. En þeir sem eru harðastir f þessum málum telja aö fyrirtækið hefði vel getað, þrátt fyrir bráðabyrgöa- lögin sem bannaallasamn- inga, gert betur, heföi vilji verið fyrir hendi. Lögin hafa verið notuð gegn starfs- mönnum að óþörfu að þeirra sögn. epj. Viðurkenna lægri Deila sú sem orsakað hef- ur óformlegt yfirvinnubann hjá Islenskum Aðalverktök- um sf. á Keflavíkurflugvelli er leyst. Náöi yfirvinnubann ið til tækjamanna og verka- manna hjá fyrirtækinu, en fyrir þeirra hönd sá Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis um málin. Vegna bráðabirðarlag- anna sem banna samninga, tókust ekki nýir samningar, hins vegar gaf fyrirtækið út yfirlýsingu þar sem þeir viðurkenna að laun þau sem þeir greiða séu mikið lægri en tíðkast hjá sam- Systurskipin Haffari og Mánatindur i Njarðvikurhöfn BÁTUR KEYPTUR - ÖÐRUM FARGAÐ I síðustu viku fékk fisk- verkun Garðars Magnús- sonar hf. i Njarðvík nýjan bát í flota sinn, er hér um að ræða Haffara SH 275, einn hinna svokólluðu tappa- togara, sem voru byggðir í Austur-Þýskalandi árið 1959 og voru lengi meðal stærstu fiskiskipanna hér- Útrás púkans Prentvillupúkinn ill- ræmdi fékk aldeilis útrás á síðum síðasta tölublaðs, sem þó vonandi kom hvergi alvarlega að sök. Vonandi lætur hann okkur í friði eftir þessa útreið, en engu að siöur biðjumst við velvirð- ingar á þvi að hann skyldi leika lausum hala. lendis um 250 tonn. Fisk- verkun G. M., á þegar m.b. Boða og m.b. Mánatind sem er systurskip Haffara. Með kaupum á Haffara, er hugmyndin að láta Mána- tind í úreldingu þó um systurskip sé að ræða, sá er munur á þessum skipum að Haffari, sem lengi var haf- rannsóknarskipið Hafþór, hefur verið yfirbyggður, auk þess sem á skipiö hefur verið sett ný brú, lestin klædd og sett beitningavél í skipið. Fyrr í sömu viku var m.b. Keilir sem áður var í eigu Fiskverkunar G.M., og Þor- geir Magnússon, sem var í eigu Walters Leslei í Njarð- vík, dregnir undir Stapa og brenndir þar, þeir höfðu báöir farið i úreldingarsjóö. epj. laun bærilegum aðilum. Jafn- framt var gengið frá því að fyrir 1. febrúar á næsta ári verði lokið úttekt og sam- ræmingu á þessum launa- málum. epj. Sóðaskapurinn á Vatnsnesi Þegar þessi árstimi er kominn er alltaf mikið um hringingar til blaðsins, þar sem bent er á ýmsa staöi þar sem hirðuleysi og sóða- skapurinn er í hávegum hafður. Margar þessara hringinga eiga það sam- eiginlegt að vera út af tveimur stöðum á Vatns- nesi þar sem fiskverkunar- stöðvar eiga hlut að máli. Er hér annars vegar um að ræða svæðið bak við Fiskverkun Jóhannesar Jóhannessonar, Fiskverkun Ástvalds Bjarnasonar og Hraðfrystistöð Keflavíkur við Víkurbraut og hins vegar umhverfi fiskverkun- arhúss Ólafs S. Lárussonar h.f. við Hrannargötu. epj. Ruslið bakvið fiskverkunarhúsin við Vikurbraut FRANSKIR SÆGARPAR í HÖFNUM Það þótti tíðindum sæta, er frönsk skúta sigldi inn að bryggjunni úti í Höfnum um kl. I5 síðasta sunnudag. Var skútan á leið frá Reykjavík til Grindavíkur, en vegna veðurs leytaði hún inn í Hafnir. Skútan sem heitir Similou IV átti í þó nokk- rum erfiðleikum við að komast inn, því vegna veð- urs tók mikið í seglin, en með aðstoð hjálparvélar rétt tókst henni að kom- ast inn hina erfiðu inn- siglingu og að bryggju. Umborðvoru 4 frakkar, þ.e. ein kona og þrír karlar og eins og sjaldgæfum gest um sæmir var þeim á sunnu dagskvöldið boðið heim til sveitastjórans í Höfnum, Þórarins St. Sigurðssonar. epj. '--------------\ Spurningin: Er offramboð á stórmörkuðum á Suðurnesjum? Sesselja Ingimundardóttir: ,,Það myndi ég segja, vona þó að verslunin beinist til heimakaupmanna". Helga Jóhannsdóttir: ,,Já, ensamkeppninersamt góð". Ingólfur Bárðarson: ,,Ég myndi telja það, miðað við arðsemi, hætt er við að kaupmaðurinn á horninu verði útundan". Elfn Guðnadóttlr: ,,Er nokkurn tíman offram- boð". L J

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.