Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.07.1983, Blaðsíða 12
mun fritth Fimmtudagur 14. júlí 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. Garðahverfi til fyrirmyndar Fólk er nú f óöa önn aö fegra garöa sína og þegar ekið er um sveitarfélögin má sjá mikiö af fallegum görðum sem prýöa göturn- ar. Garðahverfiö í Keflavíker mjög snyrtilegt, bæöi hús og garðar, og er þaö senni- lega snyrtilegasta hverfiö í Keflavík, aö öörum ólöst- uöum. Undirritaöur fór i ökuferö um hverfiö um daginn og voru þá þessar myndir teknar. - pket. SkemmtHegur frágangur á þessum raðhúsum við Miðgarð. Lést eftir umferðarslys Látið blómin vera Tuttugu og tveggja ára gömul stúlka úr Keflavík lést á Borgarspítalanum þriöjudaginn 5. júlí af völd- um umferöarslyss, sem átti sér stað á Hafnargötunni í Keflavík aðfaranótt 25. júní, og komst stúlkan aldrei til meövitundar. Ók hún bif- reið af geröinni Daihatsu Charade og lenti bíllinn á bárujárnsklæddum skúr sem staösettur er á móti Ungmennafélagshúsinu. Stúlkan var flutt á sjúkra- húsiö í Keflavík en síðan á Borgarspítalann í Reykja- vík. Hin látna hét Kristín Vil- borg Árnadóttir, fædd 22. febrúar 1961, til heimilis aö Hrauntúni 12. Lætur hún eftir sig eitt barn. - pket. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum: Eignir jukust um 87% Á árinu 1982 greiddi 4.401 sjóöfélag,i iögjald til Lífeyrissjóös verkalýðsfé- laga á Suöurnesjum, en alls hafa um 11.500 aöilar greitt iðgjöld til sjóösinsfrá stofn- un hans árið 1970. Lífeyristegundir sem sjóðurinn greiðir eru: Elli- lífeyrir, örorkulífeyrir, makalífeyrir og barnalíf- eyrir. Lífeyris hjá sjóðnum nutu 395 sjóöfélagar á síö- asta ári. Lífeyrisgreiðslur á árinu 1982 námu 5.5 millj., auk þess nutu sjóöfélagar lífeyris frá Umsjónarnefnd eftirlauna skv. lögum um eftirlaun til aldraöra aö upp- hæð kr. 3.6 millj. Heildar- lífeyrisgreiöslur námu því 9 millj. á árinu 1982 og höfðu hækkaö um 61% frá árinu áöur. Iðgjaldatekjur sjóösins námu 19,1 millj. á árinu 1982 og höföu hækkað um 53% frá árinu áöur. Eignir sjóösins námu í árslok 1982 kr. 128 millj. og jukust um 87% frá árinu áður. Af eignum sjóösins voru 90,4% full verötryggð- ar. Á árinu 1982 fengu 304 sjóöfélagar lán hjásjóönum og hafði lántakendum fjölg- aö um 34% frá árinu áöur. Heildar lánsupphæöin nam 14.8 millj. á árinu og haföi hækkaö um 87% frá árinu áöur. ( ársreikningum sjóösins eru áunnin lífeyrisréttiridi sjóöfélaga ekki metin, en að sögn Daníels Arasonar, framkvæmdastjóra sjóös- ins, veröur það væntan- lega gert ( ársreikningum fyrir yfirstandandi ár. Með þeirrí aöferð kemur fram hver raunveruleg geta sjóösins e'r til aö standa viö skuldbindingar sínar gagn- vart sjóöfélögum. Áunnin lifeyrisréttindi sjóöfélaga veröa þó færö sem skuld á efnahagsreikningi sjóösins. Jafnframt því veröur vænt- anlega sýnd í ársreikning- um áhrif veröbólgunnar á reikningsskil meö svokall- aðri veröbreytingarfærslu. Sjö verkalýösfélög eru aðilar aö sjóönum, en þau eru Verkalýös- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkakvennafé- lag Keflavíkur og Njarðvik- ur, Verkalýðs- og sjómanna félag Geröahrepps, Verka- lýðs- og sjómannafélag Miöneshrepps, Iðnsveina- félag Suöurnesja, Vélstjóra- félag Suöurnesja og Bif- reiðastjórafélagiö Keilir. epj. Jóhann Eyjólfston: ,,Ja, þaö veit ég ekki og get því ekki svaraö þvi“. Bjarney Jónsdóttir ,,Já, ég er alveg sannfærö um þaö“. Krlstján Valtýsson: ,,Það er þaö“. Sórkennilegt en samt fallegt umhverfi hjá Kristni Guð mundssyni. Spurningin: Áttu von á aö þetta veröi enn eitt rigningarsumarið? Mikiö er þaö leiöinlegur ávani krakka sem fullorö- inna aö reita blómin af leið- um í gamla kirkjugaröinum í Keflavík. Er ekki kominn tími til að nágrannar garösins bindist samtökum um aö láta stööva þá iöju aö skemma skreytingu á leiðum ( garöinum? - epj. Góö rækjuveiði Að sögn Jóns Júlíus- sonar á hafnarvigtinni í Sandgerði hefur aö undan- förnu veriö mjög góð veiöi hjá þeim bátum sem stunda rækjuveiöar frá Sandgerði, en aflabrögö hjá humarbát- unum hefur veriö slakari aö undanförnu enda frekar leiðinlegt veiöiveöur. - epj. Fyrsti 1000 lína símastrengurinn Unnið að lagningu strengsins undir Tjarnargötu um sl. helgi. Nú þessa dagana er veriö aö leggja fyrsta 1000 lina símastrenginn í Keflavík. Liggur hann í einu lagi frá símstööinni og upp í efri hluta Vesturgötu. Fram aö þessu hafa strengirnir veriö gerðir mest fyrir 500 síma- línur. Strengur þessi er jarö- strengur og hefur hann ýmist veriö dreginn eftir rörum sem áöur hafa veriö lögö undir götur, eða grafiö fyrir honum. - epj. Jóhannes Sigmarsson: „Já, hér á Suöurlandi, alveg örugglega". Næsta blað kemur út 21. júlí.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.