Víkurfréttir - 01.03.1984, Síða 12
12 Fimmtudagur 1. mars 1984
VÍKUR-fréttir
TIL SÖLU
3ja herb. íbúðirítveimurfjölbýlishúsum við
Silfurtún í Garði. íbúðirnareru 87 og 105 m2
og seljast fokheldar. Afhendingartími er 1.
júní og 1. ágúst 1984. Húsin verða fullfrá-
gengin að utan ásamt frágenginni lóð.
Einnig 158 m2 fokhelt einbýlishús við
Klapparbraut, ásamt grunni að bílskúr.
Upplýsingar gefur Tómas í símum 7107 og
7160.
rruiin HITAVEITA
SUÐURNESJA
Húsráðendur,
athugið
Vikuna 4.-10. mars verður unnið við mæl-
ingar og stillingar í Keflavík í þeim götum
sem auglýstar voru í síðustu viku og einnig
má búast við að farið verði í hús við eftir-
taldar götur:
Baugholt, Þverholt, Krossholt, Háhoit,
Heiðarbrún, Hátún, Garðaveg, Aðalgötu!
Vörðubrún, Vesturgötu, Lyngholt, Tjarn-
argötu, Smáratún, Nónvörðu, Ásgarð,
Baldursgarð, Fagragarð, Grænagarð,
Hamragarð, Miðgarð, Heiðargarð, Hólm-
garð, Norðurgarð og Suðurgarð.
Húsráendur eru beðnir um að fylgjast náið
með framvindu verksins (upplýsingar
veittar á skrifstofu H.S., sími 3200) og þeir
sérstaklega áminntir um að hafa greiðan
aðgang að hemlagrind og inntaksloka.
Bæjakeppni í billiard:
Jafntefli í fyrstu lotu
- en Hafnfirðingar unnu eftir aukaleik
Keflvíkingar og Hafnfirö-
ingar léku í bæjakeppni í
billiard eða snóker, ekki alls
fyrir löngu og fór keppnin
fram í Hafnarfirði. Sveitirn-
ar skildu jafnar, 18 vinning-
ar gegn 18 og því þurfti
aukaleik til að skera úr um
úrslitin. Tómas Marteins-
son lék fyrir Keflavík í úr-
slitaleiknum gegn ungum
Hafnfiröingi, 17 ára göml-
um, Ásgeiri Guöbjartssyni.
Því er skemmst frá að
segja að Ásgeir „rúllaði"
Tómasi upp og vann örugg-
lega. Frammistaða Kefla-
víkursveitarinnar er þó ekki
til að skammast sín fyrir, þar
sem æfingar á eina borð-
inu sem til er í Keflavík eru
ekki str.bilar.
Tómas janúar-
meistari
Tómas Marteinsson sigr-
aði i janúar-mótinu sem var
heldur síðbúið og leikið um
miðjan febrúar. Annarvarð
Guðmundur Hannah og
þriðji Börkur Birgisson.
pket.
VÍKUR-FRÉTTIR
- hvern fimmtudag.
Biblían talar Símsvari: 1221
t
,,Æ, sá dagur! því að dagur Drottins er nálægur,
og hann kemursem eyðing frá hinum Almáttka“.
1. Þess. 5, 23.
- VERKSTJÓRADEILAN Á VELLINUM: -
Trúnaðarkonan vann
sitt verk á réttan hátt
Aö gefnu tilefni tel ég rótt
að fram komi, að um kl. 7.20
á sunnudagsmorgun þann
12. febr. sl., kom Karl Stein-
ar Guönason, formaöur
Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágr., til
heimilis mins og greindi frá
því að tvær félagskonur
mínar hefðu verið reknar úr
starfi og óskuöu aöstoöar
nú þegar.
Ég bað Karl Steinar
eindregið að fara á vettvang
því ég átti ekki heiman-
gengt. Samvinna verka-
lýðsfélaganna er það góð
að við reynum að hjálpast
að í öllu sem máli skiptir. Ég
hefði að vísu getað hringt í
varaformanninnm en það
gerði ég ekki, því eiginmað-
ur hennar lá alvarlega veik-
ur í sjúkrahúsi og vissi ég að
hún hafði þess vegna átt
andvökunætur og við erfið-
leika að stríða.
Ég er þakklát hve Karl
Steinar brást fljótt við. Það
eru ekki allir sem myndu
sinna slíku án fyrirvara,
hvað þá klukkan um 7 á
sunnudagsmorgni. Það er
Ijóst að ef ekki hefði verið
gripið í taumana strax,
hefðu umræddar verkakon-
ur misst vinnuna og á mánu-
- VIÐ BJÓÐUM UPPÁ: -
Kjúklinga • Franskar • Cocktailsósu
Hrásalat • Heitt eplapæ • Laukhringi - nýtt!
- Opið alla daga frá kl. 11:30 - 22:00 -
Kjúklingahöllin
Hafnargötu 19a
Keflavík
- VERIÐ VELKOMIN -
deginum heföi spurningin
verið sú, hvort þær fengju
að vinna uppsagnarfrest-
inn eða ekki.
Strax og ég haföi tök á
kynnti ég mér alla mála-
vöxtu. Fram kom að í tvær
klukkustundir var reynt að
fá umræddan verkstjóra til
að sættast viö konurnar.
Það gerði Karl Steinar og
yfirkokkurinn, ásamt verka-
konunum. Án árangurs.
Ég tel að trúnaðarkonan
hafi unnið sitt verk alveg
rétt, jafnvel betur en búast
mátti við við þessar erfiöu
aðstæður, þar sem hún
leitaöi sátta þartil verkstjór-
inn sjálfur stöðvaði sátta-
umleitanir.
Verkakvennafélagiö mun
ekki þola það að verkakon-
ur séu beittar bolabrögð-
um. Atvinna og afkoma
fólks mun ekki meðan ég fæ
einhverju ráðið, lúta geð-
þóttaákvöröun yfirmanna,
hvað þá við annarleg-
ar aðstæður. Ég harma það
að þetta mál skuli dregið
fram í fjölmiðlum. Ekki
verkakvennanna vegna,
heldur verkstjórans. Mál
sem þessi eru frekar einka-
mál en nokkuð annað og
skipta einkum máli fyrir
verkakonurnar sem í hlut
áttu og viðkomandi verk-
stjóra. Ég vil jafnframt upp-
lýsa að verkakonurnar og
félagiö ásamt Karli Steinari,
gerðu alltsem unnt vartil að
foröa því að verkstjóranum
yrði sagt upp störfum. Enda
mun það ekki hafa verið
gert. Én fari svo, er það mál
verkstjórans. Hann mun
hafa átt valkosti í þeim
efnum.
Guðrún Ólafsdóttir
Birtið valkostina
Vegna óvenju rætinna
skrifa í síðasta tbl. Víkur-
frétta þykir mér rétt að
stinga niöur penna.
Gert er að umtalsefni at-
vik sem átti sér stað í mötu-
neyti varnarliðsins 12. febr.
sl. Þaöeróvenjulegtifrétta-
blööum að tekin sé einhliöa
afstaða í málum, án þess að
kynna sér þau. Svo er þó
gert í blaðinu og hvorki ég
nó verkakonurnar spuröar
álits. Eru þetta miðurgæfu-
leg vinnubrögð.
Þaö er sorgleg fljótfærni
að velta svona málum upp í
fjölmiöli. Það á umræddur
verkstjóri ekki skilið.
f blaðinu er sagt aö mað-
urinn hafi verið frekar vel
liðinn í starfi. Ég mótmæli
þessu. Hann mun hafa verið
mjög vel liöinn, hins vegar
er mannlegt að gera mistök
og bæöi honum og öðrum
er sómi að því aö viöur-
kenna sín mistök.
Frá mínum sjónarhól var
atburðarásin þannig: Um-
ræddar verkakonur hringdu
í mig kl. 7.10 á sunnudags-
morgni. Þær kváðust hafa
verið reknar úr starfi og
skipað aö fara heim.
Ástæöan varsú að þæropn-
uðu glugga til að fá loft-
ræstingu, en loftræstingu
er mjög ábótavant í mötu-
neytinu.
Konurnar óskuöu að-
stoðar strax, enda ekkert
gamanmál að vera rekinn úr
starfi. Eftiraðhafahaftsam-
band við Guörúnu Ólafs-
dóttur, formann Verka-
kvennafélagsins, sem ekki
gat komið, fór ég í mötu-
neytið.
Fyrir mér hefur það aldrei
verið spursmál hvort að-
stoða eigi fólk, hafi það
þurft á aöstoð að halda. Hjá
okkur í verkalýösfélögun-
um er slíkt formsatriði,
enda leitar fólk til beggja fé-
laganna, eftir því hvaö
fólkið kýs hverju sinni. Er
það gert með samþykki
beggja félaganna. Aöalatr-
iðið er aö okkar mati aö
komið sé í veg fyrir aö
brotiö sé á fólki. Þá má geta
þess að auk formennsku í
Verkalýös- og sjómannafé-
lagi Keflavíkur og nágr., er
ég varaformaöur í Verka-
mannasambandi (slandsog
er Verkakvennafélagið aðili
að því. Auk þess er trúnað-