Víkurfréttir - 01.06.1984, Page 6
6 Föstudagur 1.júní1984
VÍKUR-fréttir
íslandsmótið -1. deild:
Jafntefli í fyrsta
heimaleik Keflvíkinga
ÍBK - KA 1:1
Á miðvikudaginn í síð-
ustu viku léku Keflvikingar
gegn KA í 1. deildinni í
knattspyrnu. Leikurinn var
ekki sá versti sem leikinn
hefur verið, né heldur hinn
besti.
Fremur leiðinlegt veður
var þegar leikurinn fórfram,
mikill kuldi, og setti það
sinn svip á hann.
Keflvíkingar voru sterk-
ari aðilinn framan af og voru
óheppnir aö skora ekki. Það
var liölega hálftími liöinn af
leiknum þegar KA-menn
skoruðu fyrsta markiö eftir
mistök hjá Keflavíkurliðinu,
ódýrt mark það. Eftir þetta
var jafnræði meö liðunum,
leikurinn frekar þófkenndur
og lítið fyrir augað. Þegar
fimm mín. voru til leiksloka
var Ragnar Margeirs felldur
í eitt skipti af mörgum í
þessum leik, í þetta skiptið
var það innan vítateigs.
Slakur dómari leiksins sá
sig tilneyddan til að dæma
víti, og úr því skoraði Sig-
urður Björgvinsson, og
jafntefli var staöreynd.
Sanngjörn úrslit það.
gæi.
Bottinn hafnar i netinu eftir vitaspyrnu Sigrðar Björgvinssonar
Stífluþjónusta
Tökum aö okkur alla stíflulosun. - Pöntun-
arsímar 2666 og 3015 milli kl. 17-23.
Keflavík - Atvinna
Afgreiðslumaður óskast í verkfæra- og
varahlutaverslun okkar (sumarvinna).
STAPAFELL - KEFLAVÍK
Sími 2300
Tilboð - Málning
Óska eftir tilboðum í málningarvinnu utan-
húss við fjölbýlishúsið Fífumóa 5 í Njarð-
vík. Uppl. hjá Valdimar Ingólfssyni, Fífu-
móa 5c, og afgreiðslu Víkur-frétta.
Gólfslípun - Steypuvinna
Tökum að okkur að leggja steypu og gólf-
slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu.
- Föst tilboð -
GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945
Einar Torfi
Jón Jóhannsson
Vítapsyrnu-
keppni
markabræðra
í hálfleik
í leikhléi í leik ÍBK og KA
fór fram vítaspyrnukeppni
og voru markabræðurnir
Jón og Steinar Jóhanns-
synir sem háðu keppni.
Tóku þeir 5 víti hvor, og
skoraði hvor úreinu. Var því
bætt 2 spyrnum við á mann
og skoraði Steinar þá úr
báðum en Jón aðeins úr
annarri.
Vakti þessi tilbreyting
ánægju meöal áhorfenda,
þó svo að markabræðurnir
hafi ekki verið á skotskón-
um i þetta skiptið. - gæi.
Fyrsti sigur ÍBK á Skaganum í 11 ár! - ÍA-ÍBK 1:2
Steinar Jóhannsson
„Hugarfarið skiptir öllu máli“
- segir Haukur Hafsteinsson, þjálfari ÍBK
,,Leikmenn fóru með
réttu hugarfari í þennan leik
og það gerði gæfumuninn
og áttum við mjög góðan
leik, sérstaklega í fyrri hálf-
leik", sagði Haukur Haf-
steinsson, þjálfari 1. deildar
liös (BK.
Já, Keflvíkingar gerðu
góða ferð upp á Skaga og
sigruðu þar heimamenn
2:1 og skoruðu Keflvíking-
Góður sigur
Njarðvíkingar unnu góð-
an siguráTindastóláSauð-
árkróki 2:0 og skoraði
Haukur Jóhannsson bæði
mörk Njarðvíkinga. Það
fyrra í byrjun leiksins en
það seinna þegar um korter
var til leiksloka. UMFN fékk
þar sín fyrstu stig, en örugg-
lega ekki þau síðustu.
Björn Ingólfsson, varnar-
leikmaður úr ÍBK, hefur
ar bæði mörk sín í fyrri hálf-
leik, það seinna reyndar
sjálfsmark sem Júlíus Ing-
ólfsson, fyrrum Grindvik-
ingur sá um að gera. Mark
ÍBKskoraði EinarÁsbjörná
8. mín. beint úraukaspyrnu.
(BK átti fleiri tækifæri en
fleiri urðu mörkin ekki.
Skagamenn skoruðu mark
sitt rétt fyrir leikslok.
,,Við getum unnið hvaða
Njarðvíkinga
gengið yfir í Njarðvíkurliðið
en hann hefur leikið með
Keflavík á undanförnum
árum en ekki náð að tryggja
sér fast sæti í liðinu. Eins og
kunnugt er þá gengu þeir
yfir Freyr Sverrisson og
Skúli Rósantsson úr ÍBK og
leika nú með UMFN og er
Freyr einn af burðarásum
liðsins og aldrei leikið
betur. - pket.
lið sem er og einnig tapað.
Það verður hver leikur tek-
inn fyrir sig, hugsum ekki
lengra", sagði Haukur.
Þetta var fyrsti sigur (BK á
ÍA upp á Skaga i 11 ár! - pket.
Eitt mark
dugði
Víðismönnum
Löngum hefur eitt mark
dugað Viðismönnum til sig-
urs og svo varum sl. helgi er
þeir mættu Völsungum frá
Húsavík. Klemens Sæm-
undsson skoraði sigur-
markið á 35. mín. með fal-
legum skalla eftir fyrirgjöf
Grétars Einarssonar.
Víðismenn fengu fleiri
tækifæri í leiknum sem þeir
ekki nýttu og skal þá helst
nefna stangarskot sem
Guðmundur Jens átti.
Víðismenn voru sterkari
aðilinn í leiknum og unnu
sanngjarnan sigur. - pket.
Iðnaðarmenn á Vatnsleysuströnd
í tveimur stéttarfélögum?
Um sl. áramót varð það
Ijóst að tvö stéttarfélög,
annað með aðsetur í Kefla-
vík en hitt í Hafnarfirði,
höfðu félagssvæði á Vatns-
leysuströnd. Félögin Iðn-
sveinafélag Suðurnesja og
Félag byggingaiðnaðar-
manna í Hafnarfirði til-
greina í lögum félaganna
félagssvæði sín.
( lögum Iðnsveinafélags
Suðurnesja segir um fé-
Lélegt í
Sandgerði
Sandgerðingar sigruðu
Stjörnuna í leik liðanna í 3.
deild í Sandgerði um sl.
helgi. Ómar Björnsson
skoraði mark heimamanna
á 11. mín. Skúli Jónsson,
markvörður Reynismanna
átti mjög góðan leik, sem
annars var tíðindalítill.
pket.
lagssvæði: ,, . . til viðbótar
Keflavíkur- og Njarðvíkur-
hreppa, Vatnsleysustrand-
arhrepp, Grindavíkurhrepp,
Hafnahrepp, Miöneshrepp
og Gerðahrepp". Samþykkt
7/11 1966.
I lögum Félags bygginga-
iðnaðarmanna í Hafnarfirði
segir hins vegar: „Starfs-
svæðið nái yfir Hafnarfjörð
og nágrenni og megi af-
marka það nánar með fund-
arsamþykkt. Það var gert
22.4. 1968 og verði: ,,allt
lögsagnarumdæmi Hafnar-
fjarðar ásamt Vatnsleysu-
strönd, bessastaðahreppi
og Garðahreppi aö Kópa-
vogslæk".
Lögfræðinaur Alþýðu-
sambands íslands hefur
samið greinargerð um
málið, og segiraö ISFS hafi
fyrr tekið upp og fengið
staðfest ákvæði laga um fé-
lagssvæði en FBlH, og telur
rétt ISFS því betri í máli
þessu, samkv. almennum
lögskýringarreglum.
fÉLAGS BÍÓ
Tboy Nttm'ro know* the oW rtiys ,tiv mvr-
But nutxxtys gonrw idl hlm he cnnt fcil ih.il good agaliL
Sýnd kl. 21
Sjómanna-
sunnudag.
fELAGSB/Ó