Víkurfréttir - 01.06.1984, Page 8
8
Föstudagur 1. júní 1984
VÍKUR-fréttir
r
3500 eintök
vikulega.
VÍKUR
4uUii
Trésmiðja Njarðvíkur
auglýsir:
Tökum aðokkuralhliðatrésmíðavinnu inn-
an- og utanhúss, nýsmíði og viðgerðir, s.s.
gluggaviðgerðir, uppslátt, þakviðgerðir,
hurðaísetningar o.fl. - Tökum einnig að
okkur viðgerðir á bátum. - Gerum föst verð-
tilboð ef óskað er.
TRÉSMIÐJA NJARÐVÍKUR SF.
Reykjanesvegi 50, Njarövík
Símar 3160 og 3687
PASSAMYNDIR
tilbúnar strax.
Myndatökur við allra hæfi.
nymynD
Hatnargötu 26 - Keflavík • Simi 1016
Gengið inn frá bilastæöi.
V_______________/
í tilefni sýningar á öryggisbúnaði
fyrir börn í bílum,
á nýju heilsugæslustöðinni:
Börn í bílum þurfa vörn
Sýning á öryggisbúnaði
fyrir börn í bílum, stendur
nú yfir í nýju Heilsugæslu-
stöðinni í Keflavík, Skóla-
vegi 8. Hún er haldin á veg-
um Umferðarráðs í samráði
við heilsugæslustöðina og
með aðstöð lögreglunnar í
Keflavík. Innflytjendur ör-
yggisbúnaðarins lánuðu
vörur sínar á sýninguna.
Samhliða sýningunni
verða foreldrar 3ja mánaða
til 5 ára barna beðnir að
fylla út könnunareyðublað
um það, hvernig búið er að
börnunum sem farþegum i
bílum.
Árið 1983 slösuðust hér á
landi 34 börn yngri en 14
ára, sem farþegar í aftur-
sætum bifreiða. 11 þessara
barna voru undir 7 ára aldri.
Auk þess má ætla að fleiri
börn hafi slasast án þess að
það hafi verið skráð sem
umferðarslys.
Allir sem vinna að slysa-
vörnum eru sammála um að
frumskilyrði sé að allirsem í
bilum eru noti bilbelti í einni
eða annarri mynd. Sömu
reglur eiga að gilda um
börn og fullorðna. Góður
öryggisbúnaður fyrir börn á
öllum aldri ertil. Þess vegna
þarf enginn að vera laus í
bilnum.
Til þess að tryggja öryggi
barna sem eru farþegar i
bílnum leggur Umferðar-
ráð eftirfarandi til:
• Ungbörn eiga að liggja í
traustu burðarrúmi eða
efri hluta barnavagns í
aftursæti bifreiðarinnar.
Mjúker körfur gera ekki
sama gagn. Mikilvægt er
að höfuð barnsins snúi
inn að miðju bílsins.
• Þegar barnið getur setið
eitt og óstutt er óhætt að
láta það sitja í barnabíl-
stól.
• Þegar barnið hefur vaxið
upp úr bílstólnum getur
það annað hvort notað
barnabílbelti eða setið á
upphækkun (bílpúða) og
notað bílbelti í aftursæti
bifreiðarinnar.
• Flest börn geta síðan not-
að venjuleg bílbelti þegar
þau hafa náð 30 kg þyngd
og eru u.þ.b. 140-150 cm
á hæð.
Aðalatriðið er að enginn
sé laus í bílnum.
Hér gefur að lita sýnishorn af öryggisbúnaði fyrir börn, á
sýningunni i nýju Heilsugæslustöðinni.
B.v. Grútur
Þeir eru spaugsamir iSandgerði, þvier ijósmyndari blaös-
ins var þar á ferð um siðustu helgi rakst hann á skipsnafnið
,,Grútur" GK 224. En jafnframt minntist hann þess að isið-
asta tölublaði var rætt um b.v. Gaut, enda þegar betur var
að gáð kom i Ijós, að hér var um sama skip að ræða. Ein-
hverjir spaugsamir náungar höfðu hins vegar breytt nafni
skipsins á þennan hátt, eins og sést á meðfylgjandi mynd.
epj.
Glæsileg raðhús í Keflavík
Norðurvellir:
Stærð m/bílskúr 188.14 ferm.
Verð: 1.745.000.
Þessi hús eru í byggingu viö Norö-
urvelli og viö Heiðarholt í Keflavík.
Húsunum verður skilað fokheldum
en full frágengnum aö utan meö
stéttum og torfi á lóð.
Teikningar eru eftir Kjartan Sveins-
son.
Allar upplýsingar gefur Fasteigna-
salan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími
1420, og Viðar Jónsson í síma 2625.
Heiðarholt:
Stærð m/bilskúr 140 ferm.
Verð: 1.345.000.
‘_fv|
T w ^
I . -0- -t. r - 4' 41, ,