Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1984, Síða 14

Víkurfréttir - 01.06.1984, Síða 14
14 Föstudagur 1. júní 1984 VÍKUR-fréttir Næsta blað kemur út 7. júní NÝTT! NÝTT! Moldarbanki á Suðurnesjum Til sölu úrvals gróður- mold, bæði óblönduð og blönduð skít o.fl. Einnig önnumst við hvers konar uppgröft og fyllingar. Simar: 2864 - 2495 2916 - 1911 „Alltaf verið að leggja og draga og aldrei stoppað" - segir Árni Þ. Árnason, sem stundar línuveiðar með 150 bjóð og er róið í um 8 klukkustundir á miðin Niðri á bryggju í Sandgerði hitti blaðamaöur Árna Þ. Árnason úr Keflavik, þar sem hann var að skoða bátana sem lágu við bryggju. Árni er flestum er starfa við sjávar- siðuna kunnur, hann var i vetur á m.b. Jöfri KE á loðnuveið- um, en er nú á Freviunni úr Garði á línuveiðum, og hafa þeir aö undanförnu róið frá Þorlákshöfn. Fyrsta spurningin er blaðamaður lagði fyrir Arna var þvi, hvernig væri að róa frá Þorlákshöfn? Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Valbjörn hf. Sandgerði Sendum sjómönnum bestu hátíðaróskir í tilefni sjómannadagsins. Netagerðin Garði ,,Það er ágætt", sagði Árni, ,,það er bara svolítið langt að fara þarna austur í Reynisdýpi, þetta eru 8 tímar hvora leið“. Hafa aflabrögðin verið góð þarna? ,,Já, það hefur verið þetta frá 25-26 tonn í róðri, uppi- staðan hefur náttúrlega verið skata og keila". Er erfiðara að stunda þetta þarna heldur en hér heima? ,,Já, þó aflanum sé ekið hingað suður og við komum hingað heim i helgarfrí um hverja helgi, þá er þetta erfiðara, því það er róið með þrjár setningar eða 150 bala og Við náum tveimur lögn- um í vikum, eða300 bölum í það heila“. Nú var það umdeilt þegar bátar fóru að róa með svona tvær tii þrjár setningar, hvernig finnst þér þetta miðað við það þegar bátar róa með eina setningu, eða 45 bjóð? ,,Ég segi fyrir mig, mér líkar þetta ekki, frá því sem var í gamla daga, þá var maður bara með 45 bjóð á vertíðinni. Þá var maður kominn að landi á góðum tíma alltaf, en nú er þetta nokkurs konar útilega. Þetta er miklu meiri vinna, það eru standandi vaktir á þessu allan sólahringinn því það er alltaf verið að leggja og draga". Er þá iögð ein setning í einu eða er allt lagt í fram- haldi, hvert af öðru? „Sko, það er alltaf verið Humarbáturinn Binni i Gröf KE 127 Sendum sjómönnum bestu hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins: Fiskverkunarstöð Guðmundar Axelssonar, Keflavík Fiskverkunarstöð Hákons og Reynalds, Keflavík Sjöstjarnan hf, Njarðvík R.A. Pétursson hf, Njarðvík Hraðfrystihús Keflavíkur hf, Keflavík Olíufélagið Skeljungur, umboð Keflavík Olíuverslun Islands, umboð Njarðvík Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis, Keflavík Skipasmiðjan Hörður hf, Njarðvík Fiskverkunarstöð Magnúsar Björgvinssonar, Garði Fiskverkunarstöð Karls Njálssonar, Garði Fiskverkun Jóns Eðvaldssonar hf, Sandgerði Vogar hf, Vogum að leggja og draga, það er aldrei stoppað. Þetta er lagt svona í bútum, 25-30 balar í einu og næsti bútur tekinn þegar svona 10 bjóð eru eftir“. Verðið þið eitthvað áfram á þessu? ,,Ég býst við þvi, svona fram yfir mánaðamótin, ef það verður áfram einhver reytingur á þessu þarna austur frá“. Árni Þ. Árnason Hvernig gekk á loðnunni i vetur? „Það gekk alveg Ijóm- andi vel, við náðum þess- um skammti sem okkur var úthlutað, þessum 7400 tonnum". Hvað tekur við hjá þér ef línuveiðum lýkur nú um mánaðamótin? „Ja, ætli bátnum verði ekki lagt, að visu hefur eig- andanum borist tilboð varð- andi leigu á bátnum til rækjuveiða fyrir vestan í sumar, en ég veit ekki hvort hann tekur því, þá færi eng- inn úr áhöfninni með, nema kannski vélstjórinn, svo ég reikna með að stunda lausa- róðra yfir sumarmánuðina, t.d. á rækjunni, en þannig var það einmitt í fyrra, að maður skipti við þá hér á rækjunni þegar þeir voru orðnir þreyttir á þessu“. Hvernig heldur þú að þessi umdeildi kvóti komi út varðandi vertíðarbátana? „Ég veit það ekki, það er voðalega misjafnt hvernig þetta hefur komið út, varð- andi úthlutun, og þvi eru margir óánægðir með þenn an kvóta. Þessi kvóti hefði nefnilega átt að koma fyrir 10 árum, en ekki nú, þegar afli var orðinn Iftill, því þetta kemur harðast niðurá báta- flotanum svona gegnum sneitt. Mér finnst ekki rétt að þessu staðið, það hefði átt að taka kvóta fyrr upp og þá meðan nægilegur fiskur var, það hefði verið betra en svona allt í einu þegarfiskur var að mestu horfinn".

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.