Víkurfréttir - 27.09.1984, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 27. september 1984 5
„Sit fastur við
kassann á
laugardögunT
„Ég fylgist mjög vel með
ensku knattspyrnunni og sit
fastur við imbakassann á
hverjum laugardegi", segir
næsti spámaður okkar. Hann
heitir Haraldur Ölafsson og
er mikill knattspyrnuáhuga-
maður. Haraldur fylgist ekki
einungis með enska boltan-
um, heldur þeim íslenska líka
og þá sérstaklega í yngri
flokkunum. ,,Ég sá alla leiki
hjá yngri flokkunum hér
heima í sumar og var liðs-
stjóri hjá 4. flokki, og það
verður að segjast að ég hef
mun meira gaman af því að
fylgjast með þeim heldur en
þeim eldri. Leikgleðinn ræð-
ur rikjum hjá pollunum".
Haraldur er einn af mörg-
um Arsenal-aðdáendum hér
á landi en segist einnig halda
töluvert upp á Man. Utd.
„Þetta eru skemmtilegustu
liðin I deildinni og enginn vafi
að þau verða bæði I toppbar-
áttunni".
Harðurtippari?„Já, þaðer
óhætt að segja það. Maður er
með 40-50 raðir á viku".
Unnið? ,,Já, einu sinni, smá-
vinning.
Heildarspá Haraldar:
Leikir 29. sept.:
Chelsea - Leicester.... 2
Coventry - Arsenal ..... X
Ipswich - Aston Villa ... 1
Liverpool - Sheff. Wed. . X
Newcastle - West Ham . 1
Nott'm For. - Norwich .. 1
Southampton - Q.P.R. ... X
Stoke - Sunderland .... 1
Watford - Everton ...... 2
W.B.A. - Man. Utd...... 2
Sheff. Utd. - Grimsby ... 1
Shrewsbury - Notts Co. . X
Sá „enski" með fimm
Ensk-ættaði lögreglu-
Grindvíkingurinn stóð sig
þokkalega og náði öðrum
besta árangrinum til þessa i
lögregluþættinum .. nei, get-
raunaþættinum meina ég.
Steinar Jóhannsson er enn
með forystu, með 6 rétta.
Frekar slök frammistaða hjá
tippurunum til þessa, en við
skulum vona að þetta séu
bara byrjunarörðugleikar.
Við megum því eiga von á því
að það fari að hitna í kolun-
um. - pket.
1-X-2
Leikfélögin á Suðurnesjum:
Starfsemi hafin
Nú þegar atvinnuleikhús-
in auglýsa opnun og miða-
sölu, fara áhugaleikhúsin í
landinu að koma sér af stað.
( landinu eru starfandi um
70 virkir leikhópar.
Leikfélögin á Suðurnesj-
um hafa nýlega hafið starf-
semi sína.
Keflvíkingar hafa ráðið
Ásdísi Skúladóttur sem
leikstjóra og hafið æfingará
leikritinu ,,Fjölskyldan“ eftir
Claes Anderson, og eru
leikendur 6-8. Frumsýning
er fyrirhuguð um mánaða-
mót okt.-nóv. Sýningar-
staður hefur ekki verið end-
anlega ákveðinn, en líkleg-
ast verður sýnt í Stapanum.
Jón Hjartarson er byrjað-
ur að stýra hjá Litla leikfé-
laginu í Garði, leikritinu
„Vondur, verri verstur",
sem er nýlegt leikrit eftir
Kristin Kristjánsson. Leik-
ritið var frumsýnt hjá Leik-
félagi Hellissands sl. vor og
hefur því verið sérstaklega
breyttfyrirGarðbúa. - G.G.
Áttu koju og
bedda . . . ?
Ef einhver á koju og
bedda sem hann vill lána
Leikfélagi Keflavíkur í
næstu tvo mánuði, vill hann
þá vera svo vænn að hafa
samband við Gisla í síma
1510 eftir kl. 7 á kvöldin.
G.G.
Tek að mér
ýmsar viðgerðir, viðhald og nýsmíði.
KARL GUÐFINNSSON
Fífumóa 8 - Njarðvík - Sími 1472
Almennar vélaviðgerðir
Vinnuvélar - Gas- og rafmagnslyftarar -
Tréiðnaðarvélar - Loftpressur og diesel-
stillingar.
Véla- og viðgerðarþjónusta
Skúla R. Þórarinssonar
Sunnubraut 16, Garði, sími 7157
HAFSKIP SUÐURNES
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá
Félagsbíói
1. sept. sl. tók nýr fram-
kvæmdastjóri við störfum
hjá Félagshúsi hf., en það
fyrirtæki á og rekur Félags-
bíó. Er það Haukur Guð-
mundsson sem nú tók við
störfum af Óla Þór Hjalta-
syni, en Haukur hefur verið
sýningarmaður í bíóinu
undanfarin ár.
Sagði Haukur í viðtali við
blaðið að samfara fram-
kvæmdastjóraskiptunum
yrðu gerðarýmsarreksturs-
breytingar á bíóinu, en
hverjar þær yrðu í einstök-
um liðum, yrði greint frá
síðar. - epj.
Vinnuslys -
og slys í KK
( síðustu viku varð vinnu-
slys í Pústþjónustunni,
Grófinni 13, er starfsmaður
fór með hendina í vél þá
sem beygir púströrin, og
meiddist hann á fingri.
Þá varð slys um helgina í
KK-húsinu við Vesturbraut
er einn gestanna á dansleik
þar féll niður stiga og rot-
aðist. Var hann fluttur á
Sjúkrahúsið í Keflavík, en
fékk að fara heim morgun-
inn eftir. - epj.
HALIFAX GDYNIA VESTERVIK
NORFOLK**.».,tM/\
******
****
/ HELSINKI
KSISISXlflSKStlSKItRS
ALABORG
/ KEFLAVIK ###
ANTWERPEN
.X
ROTTERDAM
HAMBORG
S FREDRIKSTAD
HALMSTAD
GAUTABORG
Okkar menn á Suðurnesjum hafa nú opnað
vöruafgreiðslu í Keflavík.
Með því einföldum við málin fyrir hina
fjölmörgu viðskiptavini okkar á Suðurnesjum
og gerum vöruafgreiðsluna fljótvirkari og
hagkvæmari.
Allir pappírar, tollskjöl - og nú vörurnar sjálfar,
eru afgreiddar beint á staðnum.
Okkar menn,- þínir menn
HAFSKIP
SUÐURNES
Iðavöllum 5-Sími: 3320, Keflavík.
KAUPMANNAHOFN