Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.1984, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.09.1984, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 27. september 1984 VÍKUR-fréttir Sjálfstæðisfólk á Suðurnesjum Almennur stjórnmálafundur veröur hald- inn í KK-húsinu í Keflavík í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefst kl. 20.30. Frummælandi er Ólafur G. Einarsson, al- þingismaöur. Allt sjálfstæöisfólk velkomið. Sjálfstæðisfélag Keflavikur TAKIÐ EFTIR Flytjum verslun okkar af Hafnargötu 37 þann 1. október, að Hafnargötu 6 (Ungó), móts viö rútustöðina. FULLT AF NÝJUM VÖRUM. - LÍTIÐ INN. RÓSNÝ Suðurnesjamenn Vorum að fá undraefnið SUN-LIFE Nú geta allir notið sólar. Söibadsstofan SÖLEY Suöurgötu 16 - Sandgerði - Sími 92-7747 Sandgerðingar Okkur vantar nú þegar fréttaritara í Sand gerði. Nánari upplýsingar veita Páll Ketils son eöa Emil Páll Jónsson í síma 1717. mun 4'Uttfo Ðæjarstjórn Keflavíkur: Mótfallin opnun ölkrár - að Hafnargötu 37 Á fundi í bæjarstjórn Keflavíkur 4. sept. sl„ var tekin fyrir fundargerð áfengisvarnaráðs Keflavík- ur frá deginum áður, þar sem lagst er gegn opnun ölkrár að Hafnargötu 37 i Keflavík. Sagt var frá sam- þykkt ráðsins í 33. tbl. Víkur- frétta. Var samþykkt á bæj- arstjórnarfundinum með 7 atkvæðum niðurstaða ráðs- ins. Ólafur Björnsson og Hannes Einarsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í bæjarstjórn. - epj. Myndasyrpa úr ferð NVSV HEIMILD TIL VERK- FALLSBOÐUNAR Framh. af 1. síöu Þessi tillaga var sam- þykkt með 54 atkvæðum gegn 28, en allmargir sátu hjá við atkvæðagreiðslu eða voru farnir. Ketill Jónsson sagði í við- tali við blaðið að sér hefði fundist óþarfi að veita verk- fallsheimild strax, enda þótt verkfallsheimild væri ekki það sama og verkfall. ,,( þessu felst heldur ekkert vantraust á stjórn eða trún- aðarráð, við þurfum baraað ræða við viðsemjendur okkar fyrst og kanna hvort ekki megi komast að sam- komulagi með friðsemd", sagði Ketill ennfremur. Magnús Gíslason, for- maður V.S., taldi að tillaga Ketils hefði að verulegu leyti byggst á misskilningi á aðstæðum. ,,Við erum að semja sjálf í fyrsta skipti um launaliði samninga okkar og mér finnst það veikja stöðu okkar að hafa ekki heimild til verkfallsboðunar í handraðanum. En þettaer vilji fólksins og það er gott að hann kom fram. En ég er hræddur um að þetta muni einungis draga samninga á langinn", sagði Magnús. e.h. Eingöngu í björgum I ferð NVSV um Vatns- leysustrandarhrepp nýlega kom fram m. a. að í björgum Vogastapa verpti aðeins Fýll, en skömmu fyrir sið- ustu aldarmót hafi lítið ver- Ljósm.: eg. fýll verpir Vogastapa ið að Fýlum þar. Þá kom það einnig fram að Lundar sæust ekki lengur í Voga- stapa, ástæðan fyrir því var talin ofveiði. eg- NÚÁLJÓSMYNDUN... Framh. af miöopnu bók fyrir sjálfan mig svo ég geti frætt mig meira um tegundirnar. Það eina sem háir mér er plássleysi. En þaðervon á bót í þeim efnum fljót- lega, þá get ég haldið áfram að kaupa inn, sem ég hef gert reglulega fram að þessu". ÓTRÚLEGA UMBURÐARLYND Aö lokum, Grétar, hvaö finnst eiginkon- unni um öll áhugamálin? „Hún hefur sýnt mér ótrúlegt umburðarlyndi og tekur þessu vel - oft- ast nær. Það er verst þegar ég gleymi mér úti á golfvelli". Hefur hún ekki ein- hver áhugamál? „Jú, hún er mikið í matargerð - besti kokkur í heimi. Svo er hún í ýmsu fleiru, þannig að þetta blessast allt sam- an“, sagði Grétar Grét- arsson að lokum. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.