Víkurfréttir - 27.09.1984, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 27. september 1984 9
GEF MÉR 1 ÁR
„Þessi skóli er eini
sinnar tegundar í Banda-
ríkjunum sem er viður-
kenndur og styrktur af
bandaríska menntamála
ráðuneytinu og margir
mjög færiri Ijósmyndar-
ar hafa einmitt stigið sín
fyrstu skref í honum.
Meiningin hjá mér með
þessu námi erað ná betri
tökum á Ijósmyndun, að
geta verið fær um að
taka góða mynd við allar
aðstæður. Það er ekki
myndavélin sem ræður
ríkjum, þú sjálfur verður
að finna viðfangsefnið".
Hvað hefurðu hugsað
þér að gefa þér langan
tíma í námið?
,,Ég ætla að reyna að
Ijúka því á einu ári“.
Hefurðu hug á að
starfa við Ijósmyndunað
námi loknu?
,,Ég gæti vel hugsað
mér það, ef slíkt tæki-
færi gæfist".
„SPORTIDIÓT"
Grétar er einn af þeim
mönnum sem eiga auð-
velt með að eyða frí-
stundum sínum. En þær
fara ekki bara í Ijós-
myndun . . .
„(þróttir hafa löngum
heillað mig og þarhefég
komið viða við ef við
getum sagt svo. Ég er í
fótbolta fjórum sinnum i
viku, í hádeginu. Hand-
bolta æfði ég lengi vel,
og skák fylgist ég vel
með. Billiard átti hug
minn allan um tíma og
rak ég meðal annars
billiardstofu í nokkurár.
Golf er mjög ofarlega á
vinsældalistanum hjá
mér, það er hrein unun
að vera í Leirunni. Nú, ég
á boga sem ég gríp í við
tækifæri, og laxveiði
skrepp ég í, það er nýtt
sport hjá mér", segir
Grétar og hlær. „Svo
spila ég reglulega í get-
raununum. Við erum
tveir vinnufélagar með
lítið-stórt kerfi og erum í
plús. Við komum saman
einu sinni í viku og fyll-
um út seðlana og þá
segjum við að við séum á
fundi hjá milljónafélag-
inu, sem við köllum það.
Eitt hugðarefni sem ég
hef mikinn áhuga á en
hef ekki getað sinnt, er
köfun. Ferðalög heilla
mig, við ferðumst mikið,
um landiðog útfyrirland
steinana. Ég hef mjög
gaman af því að skoða
önnur lönd og þeirra
þjóðhætti og hef komið
viða, m.a. til Afriku,
Mexícó, Hawaii, Banda-
ríkjanna og víð^ um
Evrópu".
OG AUÐVITAÐ
TÖLVAN . . .
Það er ekki að spyrja
að því hjá svona dellu-
körlum, að tölvan fer
ekki framhjá þeim, og
Grétar situr við eina slika
liðlangan daginn.
„Auk þess sem tölvan
tengist mínu starfi þá hef
ég gaman að því að
fræða sjálfan mig um
þetta undratæki, ef svo
má segja'.'
Grétar, áttu þér fleiri
áhugamál?
Smá þögn. „Viltu vita
um fleiri? Þaðerkannski
eitt enn sem ég get sagt
þér frá. Það er með
vinin".
Vinin?
„Já, ég safna vínteg-
undum og þá sérstak-
lega frönskum vínum.
Ég les mig til um þau og
er til að mynda að þýða
framhald á bls. 10
Eitt aí verkefnum Grétars var að senda mynd með mikla
,,dýpt“. Fyrir þessa mynd fékk Grétar A i einkunn, en
hún er tekin i Breiðdalsvik og sýnir einmitt vel það sem
beðið er um.
TÖKUM UPP
DAGLEGA
NÝTT GARN.
- ALLIR LITIR -
HANNYRÐAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI
sssssssssssssssssssssss
SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ
LÍTA INN.
Verslunin
NÝTT - NÝTT - NYTT
Erum að taka upp mikið úrval af hinni viður-
kenndu vöru ABECITA, s.s. brjóstahaldara -
mömmubrjóstahaldara - nærbuxur - tæki-
færismagabelti - innifatnað og fleira.
Verðum með Tauser, Hudson og
Vougue sokkabuxur.
Hafnargölu 24 - Keflavik - Simi 3255
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM