Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.12.1984, Page 8

Víkurfréttir - 20.12.1984, Page 8
8 Fimmtudagur 20. desember 1984 VIKUR-fréttir Jóladansleikur í Garðinum Jóladansleikur á 2. í jólum í Samkomuhús- inu. Hljómsveitin GOÐGÁ sér um fjörið frá kl. 10-02. - Nú koma allir í Garðinn. Tæplega sjötug aflakló: Snurvoðar- og aflaspjall við Óskar Jónsson - sem komið hefur með tvo fullfermistúra af þorski nú síðustu vikur ÆGIR Engin jól án bóka. NESBÓK Hafnargötu 54 - Keflavík - Sími 3066 Gleðileg jól. Eins og fram kemur annars staðar iblaðinu idag og einnig ifrétt sama efnis fyrir stuttu, hefur Reykjaborgin RE 25 landað tvisvar fullfermi af þorski i Sandgerðis- höfn nú með stuttu millibili. Skipstjórinn á Reykjaborginni er maður sem kominn er af léttasta skeiðinu, enda vantar hann aðeins 4 mánuði i sjötugsaldurinn. Sá sem hér er um rætt heitir fullu nafni Jón Óskar Jónsson, en Jóns-nafninu er yfir- leitt sleppt i allri umræðu um hann. En hvað um það, við tókum hann nýlega i við- tal um snurvoðina og þennan mikla afla, og hér kemur árangurinn: Fyrst snúum viö okkur aö fullfermistúrunum tveimur og þvi er fyrsta spurningin sú, hvort þaö sé rétt, aö þegar þú varst meö 25 tonn- inog núsíöastmeö31 tonn, hafi hinir snurvoðarbátarnir verið meö mun minni afla og aö þeir hafi ekki fengið neinar sérstakar glefsur í haust? ,,Það hefur enginn lent í þessu nema ég“, sagði Ósk- ar. ,,Vikar Árnason fékk einu sinni ágætt, en að ööru leyti hefur bátunum gengið fremur illa og enginn annar en ég fengið glefsur sem talandi er um“. Þegar þú komst meö 25 tonnin varst þú meö fulla lest og miðkassann, sem var eina uppstillingin á dekki. Hvernig var þetta þá núna? ,,Ja, dekkið var hálf fullt, eiginlega frá lúgu og aftur í ganga, því báturinn tekur ekki nema 23tonn í lestina". Báturinn hefur þá verið alveg sneisa fullur? ,,Já, þessir trébátar bera alveg óhemju, enda er hér um svo nýlegan bát að ræða, aðeins 9 ára gamlan. Þetta var engin loðnu- hleðsla á honum. En ég hélt að ég myndi aldrei eiga það eftir að fylla bát á fáum tímum“. Voru ekki 20 tonn af þessu úr einu haii? „Jú, rúmlega það“. Er þá ekki erfitt á svona litlum bát aö innbyrða svona mikil og stór höl? ,,Ja, manni datt aldrei í hug að maður hefði það, en af því að við vorum búnir að Þessa mynd tók Óskar Ævarsson vélstjóri á m.b. Arney af Reykjaborginni á siglingu til lands meó sióara fullfermió. FATNAÐURí MIKLU ÚRVALI Á HAGSTÆÐU VERÐI Karlmannahanskar, vinil ..... kr. 260 Karlmannahanskar, prjóna .... kr. 145 Dúnlúffur ................ frá kr. 195 Barnahanskar................. kr. 130 Barnagrifflur ............... kr. 135 Barnalúffur, vinil .......... kr. 160 Stakir jakkar ...... frá kr. 3900 Úlpur ................. kr. 1950 Kuldajakkar .............. 1462 Lóðfóðraðir samfestingar kr. 2800 ' í ýJ Vinnuskyrtur 335 P Sweat shirt kr. 550 Bindi kr. 235 Sokkar, hvitir, frá kr. 65 Leöurbelti í litum .... kr. 120 Sokkar, mislitir . kr. 75 Vesti kr. 576 Hlíranærbolir ... kr. 90 Fínni skyrtur kr. 385 T-nærbolir kr. 110 Dragon buxur kr. 1360 Nærbuxur kr. 126 JAS buxur kr. 1700 VINNUFATABÚÐ KAUFÉLAGS SUÐURNESJA Hafnargötu 61 - Sími 1075 lenda í þessu áður og maður nógu fljótur að hugsa og ganga frá aflanum náðist þetta upp. Þá var veðrið gott, hægur vindur, en talsverður sjór“. Hvar fenguö þiö þetta? „Við fengum þennan afla á Kalmarstjarnarvíkinni, en hinn róðurinn þann fyrri, á Sandvíkinni". En ef viö snúum okkur aö ævistarfinu, hvenær byrj- aðir þú sjómennsku? „Ég er búinn að vera á sjónum síðan ég var 9 ára gamall, fyrst heinia, en veturinn sem ég var fermdur var ég á Sandi og sótti þá um leið skóla, en ég var vélstjóri á trillu frá Sandi. Þaðan fór ég svo beina leið til Ólafsvíkur til séra Magnúsar, í fermingar- undirbúning, síðasta hálfa mánuðinn fyrir ferminguna. Síðan hef ég verið á sjón- um alla mína tíð. Hingað til Keflavíkur kom ég 1931, byrjaði þá með Gunnari Sigurðssyni á m.b. Sigurði Gunnarssyni, svo var ég á Goðafossi. 1939 keypti ég fyrsta bátinn og varsamfellt í útgerð þar til fyrir tveimur árum. Meira að segja

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.