Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. júní 1985 7 Grinckmkurkyming^ Innsiglingin í Grindavíkurhöfn er stundum erfíð viðureignar eins og þessi frábæra mynd sýnir. (Myndin er fengin að láni hjá Sjómannastofunni Vör). „Trollin þurfa stöðugt viðhald“ í Fiskanesi hitti ég fyrir Theódór Vilbergsson neta- mann sem var í óða önn að bæta humartroll. „Við erum þrír sem vinnum hér. Þetta eru svona alhliða viðgerðir, troll, baujur og belgir og við sjáum alveg um veiðarfæri fyrirtækis- ins“. ,,Já, já, ég er Grindvík- ingur í húð og hár“ svaraði Eiríkur þegar ég spurði deili á manninum. Hvað eruð þið að bardúsa núna? Hvað eru það margir bátar sem þið þjónið? „Ja, við þjónum aðallega fyrirtækisbátunum, en á vertíðinni sjáum við einnig um þá báta sem leggja upp hjá Fiskanesi, aðkomubáta líka. Þá eru þetta svona 10 bátar. Núna eru það 6 humarbátar og svo var einn „Við erum að gera klárt á rækjuna og höfum verið að því í u.þ.b. viku núna. Við erum að vonast til að kom- ast út á fimmtudag (20. júní). að koma úr söluferð um daginn, hann var með línu og einn tók upp netin í síð- ustu viku og Gaukur er að fara á rækju. Svo er Grind- víkingur náttúrlega stopp vegna loðnuveiðibanns". Er þá nóg að gera hjá ykkur? á rækju“ Hvert farið þið eftir rækju? spyr landkrabbinn. „Þetta er djúprækja og við förum fyrst vestur á Isafjörð, leggjum upp þar og klárum að gera klárt þar. Tökum trollið og hler- ana þar. Svo fara veiðarnar aðallega fram fyrir norðan núna, held ég“. Hvað eruð þið margir á? „Áhöfnin er sex manns, alltaf fjórir um borð og tveir í fríi. Það er yfirleitt þannig á þesum bátum annað hvort 6 eða 7 í áhöfn, 4-5 um borð. Þetta er þá bara rólegt hjá ykkur? „Já mjög rólegt, virki- lega rólegt og svo getur verið bara nokkuð gott upp úr þessu, sagði þessi geð- þekki stýrimaður að lokum og ég þakkaði fyrir spjallið og óskaði þeim félögum góðs gengis á rækjunni. ehe. „Já, hver humarbátur er með 2-3 troll, það gerir svona 16-18 troll. Það þarf nokkuð stöðugt viðhald, þó fer þetta auðvitað eftir því hvar þeir eru að skarka með þetta, hvernig sem veðrið er og svo hvað þeir eru djarfir. Þeir eru misjafnlega djarfir við að nálgast hörðu blettina og það fer yfirleitt verr hjá þeim sem eru í hörðu köntunum. Sérstak- lega hafa fyrirtækisbátarn- ir verið svolítið grófir undanfarið. Ég held að tvö troll séu aíveg eyðilögð, og það er töluvert veiðarfæra- tjón. En það er minna hjá öðrum“. Þeir halda ykkur þá upp- teknum dag eftir dag? „Ég er nú bara einn í humartrollunum og þetta er of mikið fyrir mig einan. Þá er þetta sent á verkstæðin. Bátarnir þurfa trollin fljótlega aftur og það er dýrt að stoppa bátana. Þetta erustórtroll 180feta, það er stærsta gerðin. - ehe Eiríkur Dagbjartsson stýrimaður ásamt Sigurði Svavarssyni og Kolbeini Marinóssyni, skipverjum á Gauki. Theódór Vilbergsson netamaður hjá Fiskanesi. Umsjón með Grindavíkurkynningu: Páll Ketilsson og Eiríkur Hermannsson „Við erum að fara Rætt við Eirík Dagbjartsson stýrimann á Gauki GK 660

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.