Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 27. júní 1985
VÍKUR-fréttir
Kattaeigendur
á Suðurnesjum
Þar sem yfir standa í sumar aðgerðir til
fækkunar villikatta á Suðurnesjum, er fólk
beðið að merkja heimilisketti sína með
greinilegu hálsbandi til að forðast óhöpp.
Heilbrigðisfulltrúi
Fjölbreytt úrval af vönduðum
DÖMU- og HERRAÚRUM.
Einnig skartgripir og ýmis konar
gjafavörur.
GILBERT
úrsmiður
Laugavegi 62 - S. 14100
Víkurbraut 20 - S. 8110
UMFG hefur átt lið í 3. deild knattspyrnunnar síðan 1969 og aldrei tekist
að vinna sér sœti í 2. deild. Þeir hafa komist í úrslit þrisvar sinnum, síðast
1981, en lengra hafaþeir ekki náð. Liðið hefur samtþótt mjög athyglisvert og
leikmenn þess hafa freistað gœfunnar annars staðar með góðum árangri.
Kristinn Jóhannsson lék með IBK og Júlíus Ingólfsson sem leikur með IA, er
Grindvíkingur í húð og hár.
Það sem af erþessu tímabili er ekki mikið útlitfyrir að UMFG komist úr 3.
deildinni í ár, en þó er allt of snemmt að útiloka þá strax. Þeir eru baráttu-
karlar og eins og alþjóð veit getur allt gerst í knattspyrnu.
Þjálfari UMFG er hinn góðkunni Haukur Hafsteinsson og fyrirliði á velli
er Kristinn Jóhannsson, sem leikur nú að nýju með sínu gamla liði.
Við hittum Kristin
Jóhannsson við sinnu sína i
netagerðinni Möskva.
Krilli er eins og flestir vita
fyrirliði UMFG í knatt-
spyrnu.
Hvernig hefur gengið hjá
ykkur í sumar?
BRAGAKJÖR
GRINDAVÍK
TILBOÐIN
hafa náð tilgangi.
„Þetta er langt frá því að
vera gott það sem af er. Við
vorum svekktir að tapa
fyrir Selfossi, þann leik
áttum við að vinna. Það
vantar eitthvað í þetta hjá
okkur, án þess ég viti hvað
það er. En liðið er nokkuð
gott. Það hefur bara ekki
farið almennilega í gang og
stöðugleikann vantar“.
Hvernig er samsetning
hópsins?
„Þetta er tiltölulega ungt
lið, kannski 2-3 eldri
strákar, hinir flestir
rúmlega tvítugir. En
hópurinn er frekar lítill,
þótt það séu yfirleitt um 20
á æfingu. Eg verð nú að
segja að ég kannski bjóst
við meiru af hópnum, en
aftur á móti eru mjög sterk
lið í þessum riðli. Og svo
erum við að tapa stigi gegn
HV sem er ekkert sérstakt
lið. En sigur gegn Reyni um
daginn er mjög góður
árangur, og ég held að þetta
sé allt að koma hjá okkur“.
Eruð þið nokkuð úr leik í
riðlinum?
„Nei, auðvitað ekki.
Leikurinn gegn Olafsvík-
ingum skiptir miklu máli.
Ef við vinnum erum við
með í baráttunni en ég vil
helst ekki tala um
horfurnar ef við töpum
honum. (UMFG vann 4-1,
sjá íþróttafréttir). Selfosser
ekki með sterkara lið en við
eða Sandgerðingarnir, en
þeir hafa verið óskaplega
heppnir gegn okkur Reyni
og þess vegna eru þeir
efstir. Það gæti allt breyst.
Það getur allt skeð í þessu
og við eigum möguleika“.
Þú ert ánægður með þjálf-
arann?
„Já, já, ég hef tröllatrú á
Hauki. Hann hefur þjálfað
okkur áður með góðum
árangri, en menn verða að
gera sér grein fyrir að það
tekur tíma að skapa lið, 2-3
ár áður en reikna má með
verulegum árangri. En fót-
boltinn er mjög skemmti-
VIÐ BJÓÐUM
lægra vöruverð, en höldum
sömu góðu þjónustunni.
— BRAGAKJÖR —
Tveir af burðarásum UMFG: Einar Jón Ólafsson og Kristinn
Jóhannsson.
ÚRABÚÐIN
Ungmennafélag Grindavíkur