Víkurfréttir - 27.06.1985, Side 20
yfiKun
ftiWt
Fimmtudagur 27. júní 1985
AKGREIÐSLA BLAÐSINS
er aö Hatnargötu 32, II. hæð. - Sími 4717
SPARISJÓÐURINN
NJARÐVÍK
Trompið
Gjaldeyrisviðskipti
Visa - Næturhólf
Geymsluhólf
öll almenn bankavið
skipti
Gamli vitinn málaður
Um síðustu helgi tóku nokkrir félagar úr björgunardeildinni /Egi
sig til og máluðu gamla vitann á Garðskaga. Vitinn var orðinn Ijót-
ur og veitti ekki af andlitslyftingu, en þar fyrir utan er hugmyndin
að björgunardeildin setji upp greiðasölu í vitanum á góðviðrisdög-
um um helgar. Aðsókn ferðamanna út á Garðskaga er veruleg, enda
fuglalífið og fjaran stórmerkilegt fyrirbæri. Björgunardeildin Ægir
hefur fengið vitann til frjálsra afnota, frá Vita- og hafnamálastofn-
un, sem lagði til málningu i umbæturnar. - ehe.
Grindavík:
Lögreglan of fáliðuð
Aðeins tveir menn á vakt og verða
stundum að skilja stöðina eftir
mannlausa er þeir fara í útkall
„Skrílslæti unglinga í
Grindavík".,^Mikil ölvun í
Grindavík". Olæti við Bláa
lónið“. Fyrirsagnir sem
þessar eru nokkuð algengar
í fjölmiðlum, þær vekja
einnig umræðu um það
hvers vegna lögreglan ráði
ekki við lýðinn þarna sem
annars staðai, eða hvort
Grindvíkingar séu eitthvað
meiri ólátaseggir en aðrir
Suðurnesjamenn.
Til að fá svar við þessu
Sigurður Agústsson, varðstjóri
Landsbankinn, Grindavík:
Ætlar að reisa nýja bankabygg-
ingu á fjórtán mánuðum
í síðustu viku átti að taka
fyrir í bygginganefnd
Grindavíkur úthlutun á lóð
fyrir Landsbanka íslands
að Víkurbraut 54 þar í bæ,
að sögn útibússtjóra verður
bygging þessi ein og hálf
hæð án kjallara. Verður
húsið alls 664 ferm.
Munu framkvæmdir
hefjast í sumar og er stefnt
að því að ljúka þeim á 14
mánuðum þannig að hægt
verði að flytja inn annað
haust. Verður mikil breyt-
■ ng samhliða flutningi í
nýja húsið, því það gamla er
aðeins 130 ferm. og þar hef-
ur útibúið verið frá stofn-
un, eða í 12-13 ár.
Mun byggingin öll verða
nýtt undir þjónustu og að-
stöðu starfsfólks, s.s. kaffi-
stofu, en ekki er gert ráð
fyrir að íbúð útibússtjóra
verði í húsinu. Eins og sést á
þessu mun afgreiðslan öll
verða rúmbetri, en m.a. er
gert ráð fyrir að 5 gjald-
kerar verði í afgreiðslunni.
Húsið er teiknað af Jósef
Reynis arkitekt. - epj.
Á þessu svæði mun hið nýja hús rísa.
heimsótti blaðið lögreglu-
stöðina í Grindavík fyrir
skemmstu og tók þar tali
Sigurð Agústsson, varð-
stjóra. Hann hafði þetta
um málið að segja. „Yfir
vetrarmánuðina eru hér t.d.
12 verbúðir, en þeim fylgir
líferni sem er svo til óþekkt
annars staðar á svæðinu.
Þessu fylgir oft mikil ölvun.
Lögreglan hér er hins vegar
mjög fáliðuð, aðeins eru í
liðinu 4 menn og eru þá 2 á
vakt í einu nema þegar
kallað er út aukalið, þá
ýmist koma hinir inn, eða
kallað er í lögreglumenn
af flugvellinum, úr
Keflavík, eða jafnvel af
höfuðborgarsvæðinu,,.
Þeir tveir menn sem
Sigurður talar um, halda
uppi vöktum frá kl. 13 á
daginn og fram til kl. 2 að
nóttu og 3 um helgar. Frá
þeim tíma og til kl 13 að
deginum á lögreglustöðin
að vera lokuð, að öðru leyti
en því að annar mannanna
er heima á bakvakt. Oftast
er það þó einnig t.d. um
helgar að lögreglumenn
standa alla nóttina og allt
upp í 27 tíma í einni lotu sé
eitthvað um að vera.
Fyrir utan verbúðarlífið
sem Sigurður minntist á, þá
hafa aukist mikið útköll
vegna nætursvalls í Bláa
lóninu. Er fólk aðllega af
höfuðborgarsvæðinu þar,
illa til reika, ölvað og fá-
klætt. Ef þeir aðilar sem
eiga að sjá um lónið þ.e.
Hitaveita Suðurnesja sæi
um vakt þarna myndi þess-
um útköllum fækka.
Annað vandamál er
einnig það, að fyrir jjtan
Framh. á 19. síðu
Landsleikur
í handbolta
Island og Noregur leika
landsleik í handbolta í
íþróttahúsinu í Keílavík á
morgun, föstudag, kl. 20.
Liðin eru skipuð leik-
mönnum 21 árs og yngri og
er leikurinn liður í svokall-
aðri Flugleiðakeppni.
Straum að þessum lands-
leik standa ÍBK og UMFN.
Eru Suðurnesjamenn hvatt-
ir til að fjölmenna á leikinn
og hvetja strákana til sig-
urs. - pket.
Spurt í
.Grindavík:.
Finnst þér Grind-
víkingar vera
útundan í málefn-
um Suðumesja-
,manna?
Erla Jóhannsdóttir
„Ég er ekki fylgjandi
sameiningu við Keflavík og
það allt. Grindavík er sér á
báti. En ég er nú svo hlut-
dræg i þessu.
Hjálmar Haraldsson
„Nei, ég get nú varla sagt
það. Við erum ekkert illa
settir“.
Sigurlaug Gröndal
„Já, það er svo margt
sem við þurfum að sækja til
Reykjavíkur.
Asdís Klara Enoksdóttir
„A sumum sviðum já.
Ætli það sé ekki bara
hreppapólítík að manni
finnst þetta“.
Svona mun húsið lita út.