Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 14
VÍKUR-f réttir 14 Fimmtudagur 27. júní 1985 Verslunin Litabær: Sérverslun með málningu og málningavörur Verslunin Litabær i málningu og málninga- opnaði þann 1. júní ísumar vörur. Eigendur eru hjónin að Hafnargötu 6, Grinda- Ólöf Þórarinsdóttir og vík og er sérverslun fyrir I Freygarður Jóhannesson Grindvíkingar Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt aö frá og með 1. maí 1985 greiði bæjarsjóð- ur fyrir 1/2 dags vistun barna hjá viður- kenndum dagmæðrum, sömu upphæð og tekin er fyrir vistun barna í leikskóla bæjar- ins. Greiðsla er háð þeim skilyrðum að barnið sé á leikskólaaldri, hafi ekki fengið pláss á leikskóla og lagður verði fram reikningur dagmóður, áritaður af Petrínu Baldurs- dóttur, forstöðumanns leikskólans. Grindavík, 30. apríl 1985. Bæjarstjórinn í Grindavík skipamálari. „Þetta hefur farið miklu hraðar af stað en maður átti von á. Maður hefur ekki haft undan“, sagði Freygarður, ,,Það var greinilega þörf fyrir svona sérverslun í Grindavík“. Hvers konar málningu eruð þið með? „Við erum meðameríska málningu International sem er mest selda málning í heimi og eftirspurnin eftir henni virðist vera mjög mikil hérna. Við fáum þetta hjá innflytjandanum í Reykjavík og ég held að við séum eina verslunin sem býður upp á þessa tegund, fyrir utan innflytjandann sjálfan. Þetta er alhliða skipa- málning til allra hugsan- legra nota um borð í skipum svo og húsamáln- ing, úti og inni. Það er ýmislegt nýtt til í þessari Grindvíkingar Þar sem öll fasteignagjöld 1985 eru fallin í gjalddaga og lögtök fara að hefjast, er skorað á alla þá sem þau skulda að greiða nú þegar - það er beggja hagur. Innheimta Grindavíkurbæjar É ' r •" II f f s IK fs s*. ... »•- | Ll Hjónin Ólöf Þórarinsdóttir og Freygarður Jóhannesson eru eigendur Litabæjar. málningu t.d. þakmálning sem er bæði grunnur og lakk og þarf þar af leiðandi ekki að grunna sérstaklega, má fara á nýlegt járn. Sama er að segja um t.d þilfars- málningu sem er með gler- flísum þannig að þar verður aldrei hálka. Þetta er víða skylda að nota og mikið spurt um þetta af útgerðar- mönnum hérna. Svo er herðir í allri máln- ingu í mismiklum mæli eftir þörfum hvers og eins og þarf ekki að bæta honum út í. Þannig er hægt að spara svolítið. Það er ýmislegt svona lagað sem þessi teg- und hefur fram yfir aðrar, enda er hún allsráðandi sem skipamálning hérna og mikið spurt um hana í húsamálun". - ehe. VÍK UR-FRÉ T TIR Sterkasti auglýsingamiðill Suðurnesja Lestun í Grindavíkurhöfn Á hafnarbakkanum stóð yfír lestun á saltfíski í m.s. Eldvík. Vinnu var að mestu lokið og var verið að ganga frá síðustu brettun- um í skipið, sem hélt næst til Þorlákshafnar á leið sinni til Portúgal. Egill Olafsson starfsmaður SAS var að störfum þegar Víkurfréttir bar að garði. - ehe.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.