Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Side 8

Víkurfréttir - 17.10.1985, Side 8
8 Fimmtudagur 17. október 1985 VÍKUR-fréttir Handbolti - UMFN-Týr 20-25 EYJAPEYJINN lokaði markinu Njarðvíkingar undir stjórn Arinbjarnar Þór- hallssonar náðu ekki að fylgja eftir tveim sigurleikj- um er þeir mættu Tý frá Vestmannaeyjum í Njarð- vík sl. laugardag. Lokatöl- ur urðu 25:20 fyrir Tý eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:7 fyrir Týsara. Vestmannaeyingarnir komu eins og grenjandi ljón til leiks gegn Njarðvík- ingum. Á föstudagskvöld töpuðu þeir nefnilega mjög óvænt gegn IH eftir að hafa verið með yfirburða forskot allan leikinn. Fremstur í flokki þeirra ver markvörð- urinn, Ingólfur Arnarson. Hann varði hvað eftir annað dauðafæri Njarðvík- inga af línu, úr hornum og utan af velli. Lokaði nán- ast markinu. Týsarar náðu 6 marka forskoti fyrir leik- hlé. Heimamenn áttu ekkert svar við frábærum leik Ingólfs. I seinni hálfleik komu heimamenn tvíefldir til leiks, staðráðnir í að jafna leikinn. Með mikilli bar- áttu í vörn og sókn tókst þeim að minnka muninn í 2 mörk og hélst sá munur mest allan seinni hálfleik. Það vantaði aðeins herslu- muninn til að jafna. Á síð- ustu mínútunum juku Týsarar muninn aftur og 5 mörk skildu í lokin, 25:20. Enginn skaraði framúr í liði UMFN. Guðbjörn Jó- hanns átti þó mjög góðan leik þegar hann kom inn á í seinni hálfleik. Óli Thord. skoraði falleg mörk úr horninu og var ósmeykur við frábæran markvörð Týs. Á heildina litið var þetta of köflóttur leikur UMFN. Liðið fékk aðeins eina brottvísun og 2 áminn- ingar. Týs-menn miklu .fleiri. Það er oft stimpill á mikla baráttu sem nauð- synleg er í handbolta. Mörk UMFN: Arinbjörn 4, Óli Th. 4, Snorri 3, Guðjón 3, Guðbjörn 2, Karvel 2, Pétur og Jón M. 1 hvor. - pket. l.deild kvenna í körfu - ÍBK-HAUKAR 54-55 Naumt tap í góðum leik ÍBK-stúlkurnar töpuðu 55- 54, fyrir Haukum í l.deild kvenna í körfuknattleik, sl. laugardag. Keflvíkingar byrjuu leikinn af miklum krafti og spiluðu fyrri hálfleik mjög yfirvegað og skynsamlega, nema hvað stúlkurnar lentu snemma í villuvandræðum og misstu Kristínu Sig. útaf með 5 villur undir lok fyrri hálfleiks. Stað- an í hálfleik var 26-28, Hauk- um í hag. Hauka-stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og náðu að auka forystu sína í 7 stig á 5 mín. Þá loks tóku þær keflvísku viðsér og náðu að jafna. Að loknum venjulegum leiktíma var enn jafnt, 50-50, og því framlengt. í framlengingunni áttu IBK- stúlkurnar óskabyrjun og skoruðu 4 fyrstu stigin. Hauk- ar komast svo yfir, 55-54 og ÍBK fékk boltann þegar 25 sek. voru til leiksloka. Reynt var skot en það geigaði, því miður. Lokatölur,- Haukar 55, ÍBK 54. Maður leiksins var án efa Fjóla Þorkelsdóttir. Hún skoraði 8 stig og tók 11 fráköst þar af 7 sóknarfráköst. Anna María (9 stig), Guðlaug (12 stig) og Björg (10 stig) voru einnig mjög góðar. Hjá Haukum voru Ásta (18 stig) og Sóley (17 stig) bestar. Dómarar voru þeir Omar Schewing og Jón (king) Guð- brandsson og stóðu þeir sig mjög vel í erfiðum leik. Leikur þessi er einn besti og skemmtilegasti kvennaleik- ur sem undirritaður hefur séð í Keflavík og sýnir best að ÍBK- stelpurnar eru til alls líklegar í vetur. -gjoh. íþróttir um helgina í kvöld kl. 20 leika ÍBK og KR í úrvalsdeildinni í íþróttahúsi Keflavíkur og hefst leikurinn kl. 20. Á morgun, föstudag kl. 20, leika Njarðvíkingar og ÍR í Njarðvík. Hefst leikurinn kl. 20. Á laugardag eigast við UMFN og Haukar í 1. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 14 í Njarðvík. Á sama tíma á sunnudag leika UMFN-stúlkurnar við Hauka. Á sunnudag kl. 14 leika Sandgerðingar gegn Grindavík í 1. deildinni, í nýja íþróttahúsinu í Grindavík, og verður það vígsluleikur í húsinu. Heimir Karls svífur hér.inn í teiginn á síðustu mínútunni og skorar jöfnunarmark Reynis. JAFNTEFLII SPENNULEIK -Reynismenn jöfnuðu rétt fyrir leikslok „Þetta var ekki nógu gott. Við gerðum mistök þegar við vorum með 3 marka forskot að „hanga” ekki meira á boltanum, - lengja sóknirnar. En það var gott að jafna og það hefði verið mjög ósann- gjarnt ef við hefðum tapað leiknum eftir að hafa leitt svo til allan tímann” sagði Heimir Karlsson, þjálfari Reynismanna eftir leik þeirra við Skagamenn í 3. deild handboltans s.l. föstu- dagskvöld í Sandgerði. Sannarlega orð að sönnu hjá þjálfara Reynis. Hann jafnaði leikinn 24-24, þegar 30 sek. voru til leiksloka. Markmaðurinn hafði hendur á skoti Heimis en missti boltann í markið. Skagamenn reyndu árang- urslaust að skora en tókst ekki. Fengu aukakast þeg- ar leiktíminn var úti en skot „Þetta var agalegt. Að tapa gjörunnum leik og haft 14 stiga forskot um tíma“sagði Gunnar Oskarsson, Reynis- maður um leik leik liðsins við UBK sl. laugardag. Þegar 13 sek. voru til leiksloka höfðu Reynismenn 5 stiga forskot. Á ÍA-mannsins fór í varnar- múr Reynis. Reynismenn leiddu mest allan leikinn. IA skoraði fyrsta markið en síðan voru heimamenn alltaf yfir, 1-3 mörk, þar til 5 mín. voru til leiksloka. Þá komst IA í 23- 22. Þá höfðu IA-strákarnir skorað 4 mörk í röð án svars frá Reynismönnum. Besti maður Reynis í leikn- um, Daníel Einarsson, lét verja frá sér víti og stuttu seinna klúðraði Sigurður Guðna dauðafæri á línu. í A jók forystuna í 2 mörk þegar 2 mín. voru eftir. Danni skoraði 23. mark Reynis að bragði og síðustu mínútunni hefur verið lýst. Ótrúleg spenna í lokin. Gæði handboltans að sama skapi léleg. Daníel var lang bestur Reynismanna. Skoraði þessum tíma tókst Blikum að jafna,- með 3ja stiga skoti og 2 vítaskotum, 58-58. Þeir unnu svo í framlengingu. Lokatölur 70-62 fyrir UBK. Grátleg úrsl- it fyrir Sandgerðinga sem voru yfir allan leikinn en héldu ekki haus í lokin. -pket. grimmt og lék vel í vörn. Gísli Garðars stóð sig vel og hefur farið mikið fram. Heimir stjórnaði spili liðsins vel og er maður þegar farinn að sjá Bogdan- takta á liðinu. Leikkerfi mikið reynd, minna um frjálst spil. Mörg marka Reynis í þessum leik komu þannig. Vörn Reynis var ekki nógu þétt fyrir. Skaga- menn skoruðu of mikið úr hornunum. Stórskytta þeirra Pétur Ingólfsson var tekinn úr umferð mest allan leikinn, en hann er þeirra „prímus mótor”. Mörk Reynis: Daníel 9, Gísli og Siguróli 4 hvor, Elvar, Sig. Guðna og Heim- irK. 2hverogHeimirM. 1. Pétur Ingólfs skoraði mest fyrir IA, 7 mörk. pket. EINARA LOÐNU Það vakti athygli að Einar Benediktsson, markvörður Reynis, jék ekki í markinu gegn IA. Einsi karlinn er farinn á loðnu og er því óvíst hvort hann leikur meira með liðinu á þessu tímabili. Reynismenn vona bara að Einar og félagar hans á Jöfri KE Verði fljótir með kvótann svo Einar kom- ist í baráttuna á nýjan leik. - pket. ÍBK VANN 3.deildarlið ÍBK í handbolt- anum sigraði Fylki sl.laugar- dag, 21-20 eftir að hafa leitt í hálfleik 10-7. Flest mörk ÍBK skoraði Elvar, alls 11. Gísli Jóh. og Theódór komu næstir með 4 mörk hvor. -pket. Verslun Varnarliðsins bar sigur úr býtum í firmakeppni UMFK um sl. helgi. „Navy-ið“ sigraði Hraðfrystihús Keflavíkur í úrslit- um 9-2! í 3ja sæti urðu lið kennara og fjórða lið Keflavíkurbæjar. Á meðfylgjandi mynd eru liðsmenn verslunar Varnarliðsins. „Þetta var agalegt“

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.