Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Side 3

Víkurfréttir - 14.11.1985, Side 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1985 3 Sandgerði: Fyrirmyndar framtak fróðra manna Útboð á hinum ýmsu verkum hafa farið ört vax- andi í okkar þjóðfélagi, sérstaklega hjá hinu opin- beru aðilum eins og ríki og bæ. Þó finnast í æ ríkara mæli dæmi slíks hjá fyrir- tækjum og einstaklingum. Nýverið tóku íbúar í rað- húsalengju í Sandgerði sig saman og buðu út fram- kvæmdir við að steypa eða malbika bílastæði og einka- veg við Asabraut 5-13. Verkinu er nú lokið og var svæðið „vígt“ sl. laugar- dag að viðstöddum blaða- manni Víkur-fré11a . Hreppsnefnd var boðið, en hún komst ekki vegna anna á aðalfundi SSS. Ibúarnir ákváðu að bjóða verkið út þar sem lík- legt þótti að hagstætt verð fengist hjá verktaka sem var að vinna við malbikun- arframkvæmdir á vegum hreppsins, þar sem hann var með allar vélar á staðn- um. Önnur varð raunin. Tveir aðrir verktakar buðu steypu í verkið og þótt ótrú- legt megi virðast voru þeir báðir ódýrari. Ibúarnir tóku auðvitað lægsta til- boðinu sem kom frá Áhaldaleigu Suðurnesja og Ólafi Arthúrssyni. Þegar framkvæmdir hóf- ust kom í ljós að vegurinn sem liggur inn með húsa- lengjunni var of þröngur. Því urðu íbúarnir að leita til nágrannanna í næstu rað- húsalengju og óskuðu eftir því að fá 1 '/2 meter af þeirra lóð til að breikka veginn. I sjaðinn myndu íbúarnir við Ásabraut 5-13 kosta steypt grindverk við lóðarmörk. Það var samþykkt og vinna við uppslátt og steypu- vinnu við það boðin út. Lægsta tilboð kom frá Sandgerðingum, þeim Birgi og Gunnari. Þegar upp var staðið kostuðu þessar fram- kvæmdir 450 þús. kr. sem skiptast niður á 5 íbúðir. Eina vinna íbúanna var við undirbúning fyrir steypu- vinnu. Allt annað var í höndum verktakanna. Hreppurinn kostaði ljósa- staura og skolplögn. Sl. laugardag fór svo fram sérstök vígsla á svæð- inu þar sem borði var tengdur við innkeyrsluna. RÖST - Félag áhugamanna um smábátaútgerð: Mótmælir hömlum á veið- um smábáta Á fundi hjá RÖST, Fé- lagi áhugamanna um smá- bátabátaútgerð í Garði, Gerðahreppi, um sl. helgi, voru samþykkt einróma mótmæli gegn þeim höml- um sem sjávarútvegsráð- herra hefur sett um veiðar smábáta á þessu ári, og Karlakórinn mótfallinn sölu á K.K.-húsinu. Fyrir stuttu mætti Jóhann Líndal formaður Karlakórs Keflavíkur á fund bæjarráðs Keflavíkur til viðræðu um KK-húsið vegna tillögu Ólafs Björns- sonar og Guðfinns Sigur- vinssonar frá 1. okt s.l. Urðu gagnlegar umræð- ur um málið að því er fram kemur í bókun fundarins og kom fram hjá Jóhanni að Karlakórinn væri andvíg- ur að bærinn selji hlut sinn í húsinu að sinni. epj. telja þær aðgerðir sem sett- ar voru 20. sept. 1985 ó- raunhæfar með öllu. Ennfremur mótmæla fundarmenn þeirri stefnu sem sjávarútvegsráðherra boðar á næsta ári gegn smá- bátaútgerð í landinu. Telja fundarmenn að handfæri og línuveiðar smábáta verði að gefa frjálsar. Eigendur smábáta í Garði hvetja sveitárstjórn- ir og þingmenn Reykjanes- kjördæmis til að standa vörð um hagsmuni þeirra manna, sem stunda sjósókn á smærri bátum, hvort sem þeir hafi það að aðalat- vinnu eða aukavinnu. epj. Leikdómur leiðréttur I leikdóm þeim sem birtist í síðasta tbl. um Skóarakonuna dæma- lausu féll út ein lína og msiritun varð á öðrum stað. Verður þetta leið- rétt hér með og jafn- framt er viðkomandi beðinn velvirðingar á mistökum þessum. Viðkomandi kafli á að vera svona: Þá fannst mér Birgir Þórarinsson komast mjög vel frá hlutverki sínu sem æðsta ráð þorpsins og fór stund- um hreinlega á kostum. Ein dóttirin klippti síðan á hann eins og ráðherra að vígja brúarsmíði. Voru meðfylgjandi myndir teknar við það tæki- færi. „Það var skemmtilegt að taka þátt í þessu. Vonandi verður þetta öðrum fyrir- mynd, því öll viljum við jú hafa fínt í kringum okkur“, sagði Óskar Guðjónsson, einn íbúanna. Þess má til gamans geta, að húsbóndarnir í götunni hafa allir stundað kennslu á einhvern hátt, ýmist sem grunnskólakennarar eða kennarar í iðngreinum. „I það minnsta kennum við hver öðrum“, sögðu þeir við blaðamann. Iframhaldi af því kom hugmynd um nafn á götuna - Fróðra- gatan, eða kennaragatan. Kennarar þykja fróðir menn. - pket. Ein dóttirin klippir borðann. iuöurnesjabúar Aðventuskálar frá GLIT nýkomnar. Óskreyttar kr. 487 skreyttar kr. 1.390. Aðventu- hringir í þremur stærðum. Allt efni í jóla- skreytingar. Blómastofa Guðrúnar Hafnargöru 36a, Keflavik - Simi 1350 Miögarður 6, Keflavík: Mjög gott 100 ferm. einbýlishús meö 16 ferm. bilskúr. Hitaveita, lagnirnýj- ar, góður staður. 3.300.000 KEFLAVÍK: Góð 3ja herb. neðri hæð við Miðtún, góður staður. 1.650.000 Hugguleg 3ja herb. neðri hæð við Vatnsnesveg ásamt bílskúr, mikið endurnýjuð eign. Skipti á ódýrara möguleg. 1.800.000 Raðhús i smíðum við Heiðarholt, íbúð er ca. 115 ferm. og 25 ferm. bíl- skúr. Skilast fullbúið að utan, rúml. fokhelt að innan, ofnar og miðstöðv- arefni fylgir. Skipti á íbúð möguleg. 2.200.000 Gott 88 ferm. raðhús við Mávabraut ásamt bílskýli. 1.950.000 Huggulegt 125 ferm. einbýlishús við Aðalgötu ásamt 70 ferm. húsnæði. Gott verð og góð kjör. Hátún 23, Keflavík: Góð 4ra herb. íbúð ásamt 40 ferm. bílskúr, mikið endurnýjuð. 2.000.000 Sérlega glæsilegt 160 ferm. einbýlis- hús við Baldursgarð ásamt 40 ferm. bílskúr. Eignin er öll á vandaðasta máta. Góður staður. 5.900.000 NJARÐVÍK: Góð 3ja herb. íbúð við Fífumóa, ný teppi o.fl. 1.550.000 Hugguleg 3ja herb. risíbúð við Grundarveg, góður staður. 1.100.000 Falleg 3ja herb. (búð við Hjallaveg, góð kjör. 1.400.000 Glæsilegt 205 ferm. einbýlishús við Gónhól, ásamt bílskúr. Skipti á ódýr- ari eign möguleg. 4.500.000

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.