Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 14. nóvember 1985 VIKUR-fréttir Skilafrestur auglýsinga er til kl. 14 á þriðjudögum. Greinar og fréttatilkynningar skulu berast í síðasta lagi á mánudögum. muR Sjóefnavinnslan hf. Skrifstofa Sjóefnavinnslunnar hf. er flutt á athafnasvæöi félagsins á Reykjanesi og hefur skrifstofunni í Keflavík verið lokaö. Símanúmer eru nú 92-6955 og 6956. Bréf til fyrirtækisins sendist á eftirfarandi heimilisfang: SJÓEFNAVINNSLAN HF. Pósthólf 222 - 230 Keflavík Aðalfundur Þingeyingafélags Suðurnesja veröur hald- inn í Framsóknarhúsinu, sunnudaginn 17. nóv. n.k. kl. 17. - Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, takiö með ykkur nýja félaga. Stjórnin ATVINNA Óskum eftir starfskrafti til afleysinga við dagvistunarheimilið Tjarnarsel í Keflavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. nóv. '85 til forstöðumanns í síma 2670. Félagsmálastjóri Keflavíkurbæjar Iðnsveinafélag Suðurnesja óskar að ráða starfsmann (karl eða konu) til sérstaks tímabundins verkefnis á skrif- stofu félagsins. Um er að ræða hálft starf í nokkra mánuði. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Iðnsveinafélags Suðurnesja, merkt: Hlutastarf. Sigurður Þorkelsson skrifar: Að leggja orð í belg í þremur tölublöðum Víkur-frétta hefur Gylfi Guðmundsson ritað mikið um heildstæðan skóla og talið þann kost bestan. I skrifum þessum hefur mér sýnst bera meira á kappi en forsjá. Eg undir- ritaður hef ekkert á móti heildstæðu skólakerfi, ef frambærileg rök mæla með þvi að það henti betur. Aður en lengra er haldið vil ég mótmæla ummælum Gylfa um hræðslu nemenda í sjötta bekk Holtaskóla og kvíða þeirra í fimmta bekk Myllubakkaskóla vegna skólaskipta sem misskiln- ingi. Umsjónarkennarar sjöttubekkinga kannast ekki við þetta og á foreldra- dögum undanfarinna ára hefur það komið skýrt fram hjá foreldrum, að nemend- um líður vel og eru ánægð- ir í skólanum. I viðtali við Vilhjálm Ketilsson, skóla- stjóra Myllubakkaskóla, kannast hann ekki við kvíða hjá nemendum fimmta bekkjar, frekar smávegis spenning og til- hlökkun, sem er ósköp eðli- legt. Annað heyrir til und- antekninga. Ef athugaðir eru skólar annars staðar á landinu kemur í ljós að margs kon- ar fyrirkomulag er við lýði og fer það eingöngu eftir aðstæðum á hverjum stað. I minni byggðarlögum hefur aldrei verið nema einn skóli á hverjum stað og oft á tíð- um hafa nemendur elstu bekkjanna farið í annan stærri skóla síðustu ár grunnskólans, vegna þess að litlu skólarnir hafa ekki aðstæður til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til efsju bekkja grunnskólans. I Reykjavík eru hverfa- skólarnir nú eingöngu byggðir heildstæðir, m.a. vegna þess að það er gífur- legur kostnaður að byggja tvo skóla í sama hverfi. í Garðabæ er nákvæmlega sama skipting eins og hér. A Seltjarnarnesi, í Mos- fellssveit og sums staðar í Reykjavík, t.d. í Melaskóla og Hagaskóla, eru skólarn- ir skiptir í eldri og yngri bekki grunnskóla. A Norðurlöndum er einnig ýmis konar skipting og fer það eingöngu eftir aðstæð- um. Allir þessir skólar eru sérhannaðir fyrir efri eða neðri bekki grunnskóla alveg eins og Holtaskóli og Myllubakkaskóli og ég hef aldrei heyrt annað en að þetta fyrirkomulag reynist vel þar sem hægt er að koma því við. I heildstæðum skólum verður að hólfa nemendur niður innan skólans og einnig á leiksvæði, vegna þess að sex, sjö og átta ára nemendur hafa ekkert sam- eiginlegt með t.d. þrettán, fjórtán og fímmtán ára nemendum. Þau geta ekki. notað sömu húsgögn, þau geta ekki notað sömu út- eða inngöngudyr ef frímín- útur eru á sama tíma og ýmislegt annað, vegna stærðarmunar og mismun- andi hegðunarmynsturs þessara aldurshópa. I flestum skólum veljast kennarar til kennslu eftir hæfileikum og áhuga. Al- gengt er að fóstrur kenni sex ára nemendum. Aðrir kennarar sinna frum- kennslu í lestri og skrift hjá yngstu nemendunum og enn aðrir fylgja bekknum áfram þegar fleiri greinar bætast við, og loks koma sérgreinakennarar sem kenna á efri stigum grunn- skólans. Samvinna meðal kennara er mjög mismun- andi og fer það eftir kenn- urunum sjálfum. Samvinna er helst á milli þeirra sem kenna sömu greinar eða sama árgangi. Þetta er meg- inregla við alla skóla, hvort heldur þeir eru heildstæðir eða ekki. Það gefur auga leið að kennari, sem kennir sama bekknum ár eftir ár, hefur mjög sterk einhliða áhrif á bekkinn sem heild, auk þess sem alls ekki er víst að hann nái til allra einstakl- inga í bekknum. Fyrir suma einstaklinga getur jafnvel verið nauðsynlegt að skipta bæði um kennara og umhverfi til þess að njóta sín í námi og starfi. Sú kennsluaðferð sem hentar einum nemanda í dag getur verið ómöguleg eftir 3 ár þegar nemandinn hefur þroskast og tileinkað sér önnur vinnubrögð í námstækni. Sumir aðilar eru sífellt að hamra á einhverjum skörp- um skilum milli Myllu- bakkaskóla og Holtaskóla. Eg vil benda viðkomandi á að lesa grein mína sem birt- ist í Víkur-fréttum ekki alls fyrir löngu undir fyrirsögn- inni: SVAR TIL FOR- ELDRIS. Ef fólk heldur því samt fram, eftir lestur þeirrar greinar, að skilin séu óeðlilega skörp, þá er eingöngu um þráhyggju að ræða. Með tveimur heildstæð- um grunnskólum í Kefla- vík geri ég mér alveg ljóst að stjórnun sjöunda og átt- unda bekkjar léttist veru- lega og er það kostur, því þessir árgangar eru að mínu viti erfiðastir í öllu grunn- skólakerfinu og kemur þar margt til. Á þessum árum eru nemendur að breytast úr barni í ungling og síðar meir í fullorðið fólk og á sama tíma eru þau að verða sjálfstæðir einstaklingar og rífa sig frá foreldravaldinu sem oft á tíðum getur verið stormasamt. En á móti kemur, að í Keflavík, sem hefur fimm bekkjadeildir í árgangi fara nú allir nem- endur í gegnum sama skólakerfi, allir nemendur þekkjast og hver árgangur speglar bæjarbraginn. Alls staðar þar sem þeir koma, koma þeir fram sem heild- stæður hópur. Með tveimur heildstæð- um grunnskólum rofnar þessi samstaða og þá munu alast upp tveir hópar nem- enda sem þekkjast varla, eða hafa lítil samskipti hvorir við aðra eins og t.d. nemendur úr Njarðvík og Keflavík, sem hafa mjög lítil samskipti eftir að ungl- ingar úr Njarðvík hættu að sækja 9. bekk í Holtaskóla. Húsnæði Holtaskóla er mjög gott og er hann einn af best búnu skólum lands- ins hvað varðar aðstöðu alla til kennslu á efri stigum grunnskólans og er einn af fáum skólum landsins sem getur kennt allar náms- greinar grunnskólans auk þess sem hann býður nem- endum sínum upp á fjöl- breytilegt námsval í9. bekk og ætti það að auðvelda þeim frekara val í fram- haldsskóla. Fyrir nokkrum árum komu nokkrir spekingar fram með þá hugmynd að byggja einn skóla fyrir alla þá nemendur í Reykjanes- umdæmi, sem einhverra hluta vegna lentu í vand- ræðum. Þessi hugmynd náði svo mikilli lýðhylli að hafist var handa um að byggja Krísuvíkurskóla sem einhverja allsherjar- lausn. Þegar sá skóli var til- búinn undir tréverk sáu allir sem vildu sjá, að hug- myndin var einhver sú vit- lausasta sem komið hefur fram um uppeldismál. Enda hefur téður skóli aldrei þjónað öðru hlut- verki en að hýsa nokkur svín um vetrartíma og stendur síðan sem minnis- varði um fádæma frum- hlaup skólaspekinga. Eg minnist á þetta hér vegna þess að sú kerfis- breyting sem til umræðu er þarf virkilegrar athugunar við, svo ekki sé hægt að segja eftir á: Nei, þetta voru mistök, hitt var betra. Sigurður E. Þorkelsson, skólastjóri Holtaskóla. Hljómleikar I kvöld, fimmtudaginn 11. nóv., mun hljómsveitin OFRIS halda hljómleika í Holtaskóla kl. 20. Miða- verð er kr. 100. (Frcttatilkynning)

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.