Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1985 15 Aðalfundur SSS ályktar um sjávarútvegsmál Ályktun aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Höfnum, 9. nóvember 1985. Enn, sem frá upphafi byggðar á íslandi, er sjáv- arútvegur meginundirstaða byggðar á Suðurnesjum og í nokkrum byggðum er naumast um aðra atvinnu- starfsemi að ræða. Slök afkoma atvinnu- greinarinnar ásamt póli- tískri stýringu á fjármagni í útgerð og fiskvinnslu hefur valdið því, að íbúar á Suð- urnesjum mega horfa á flutning fiskiskipaflotans til annarra landshluta í þeim mæli, að afkomu- brestur fjölda heimila blas- ir nú við. Hvetur fundurinn stjórn- völd til að endurmeta af- stöðu sína til sjávarútvegs- mála og verði framhald á pólitískri íhlutun, að minn- ast þess þá, að enn bjóða Suðurnes upp á hagstæð rekstrarskilyrði og meiri von um arðsemi í sjávarút- vegi, en víða þar sem verið er að byggja upp ný og efla útgerðarsvæði á kostnað heildarafla allra lands- manna. Sjómenn á Suðurnesjum telja fullvíst að auka megi rækjuafla Suðurnesja- manna með aukinni leit, en til þessa hefur Hafrann- sóknarstofnun lítt sinnt óskum þeirra. Urbætur á þessu og frelsi smábáta og þeirra sem stunda línuveið- ar til veiða án skömmtunar, yrði strax til bóta. Fundurinn varar alvar- lega við því ástandi, sem nú blasir við í sjávarútvegi á Suðurnesjum og hvetur til þess að stjórnvöld endur- skoði afstöðu sína tafar- laust. Samþ. með þorra at- kvæða gegn 1. Úttekt á sjávarútveg- inum á Suðurnesjum verði hraðað I framhaldi af samþykkt ályktunar um sjávarútvegs- mál á Suðurnesjum, skorar aðalfundur SSS á þing- menn Reykjaneskjördæmis að þeir í sameiningu ásamt hagsmunaaðilum í sjávar- útvegi og sveitarstjórnar- mönnum hér á Suðurnesj- um beiti sér fyrir því að hraðað verði svo sem frek- ast er kostur þeirri úttekt á stöðu þessarar undirstöðu- atvinnugreinar á Suður- nesjum, sem þegar hefur verið ákveðið að vinna, með það í huga að róttæk endur- uppbygging geti átt sér stað á allra næstu árum og jafn- framt að rekstrargrund- völlur útgerðar og fisk- vinnslu verði tryggður. Stjórn SSS verði falið að fylgja þessari áskorun fast eftir. Jón Norðfjörð (sign) Jón H. Júlíusson (sign) Ellert Eiríksson (sign) Jens S. Guðbergsson (sign) Eðvard Júlíusson (sign) Olafur Björnsson (sign) Þórarinn St. Sigurðss. (sign) Ingólfur Bárðarson (sign) Steinþór Júlíusson (sign) Karl Njálsson (sign) Kristinn Guðmundsson (sign) Guðfinnur Sigurvinss. (sign) Kristján Einarsson (sign) Samþykkt samhljóða. Suðurnesin bjóða upp á marga möguleika Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj- um haldinn í Höfnum 8. og 9. nóv. 1985, vekur athygli atvinnurekenda á hinum miklu möguleikum sem Suðurnes hafa upp á að bjóða til margháttaðrar at- vinnustarfsemi. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, sveitarfélög- in á Suðurnesjum og Iðn- þróunarfélag Suðurnesja, bjóða aðstoð sína öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér þessa margvís- legu möguleika. Samþykkt samhljóða. epj. ÓFAGRAR LÝSINGAR Framh. af baksíðu vcgað fjármagn til þeirrar byggingar. Sameiginlegur fundur Leggjum til að haldinn verði sameiginlegur fundur þeirra sveitarstjórna sem standa að rekstri Hlévangs og Garð- vagns það fyrsta. Olafur Björnsson (sign) Jóhann Geirdal (sign) Elsa Kristjánsdóttir (sign) Kristján Einarsson (sign) epj. muR \(uWt Vort vikulega brauð. HVERN FIMMTUDAG Til styrktar Þroskahjálp Þessi þrjú ungmenni héldu nýlega hlutaveltu að Hólabraut 10 í Keflavík, og varð ágóðinn kr. 1140, sem þau hafa afhent til Þroska- hjálpar á Suðurnesjum. Þau heita f.v.: Karen Hilmarsdóttir, Víðir Guðmundsson og Elína Asa Einarsdóttir. - epj. Til styrktar Dvalarheimilis aldraðra Þessar ungu dömur, sem heita Dagbjört K. Bárðardóttir og Brynja Magnúsdóttir, héldu hlutaveltu fyrir skömmu og gáfu þær ágóð- ann sem var kr. 350, til Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum. Járniðnaðarmenn Viljum ráða nokkra járniðnaðarmenn, raf- suðumenn, verkamenn og nema. - Upplýs- ingar hjá verkstjóra. SKIPASMIÐJAN HÖRÐUR HF. Fitjabraut 3-6 - 260 Njarðvík Símar 92-3630, 3601 Lionsmenn, Suðurnesjum HERRAKVÖLD Lionsklúbbsins ÓÐINS verður haldið á Glóðinni miðvikudaginn 20. nóv. og hefst kl. 18.30. Fjórréttaður glæsilegur kvöldverður. Ræðumaður kvöldsins: Jón B. Hannibalsson Tvísöngur Ómar Ragnarsson skemmtir Áhugamenn um Lion og aðrir gestir vel- komnir. - Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 2577(lngi) virka daga, og 3715 um helgina, fram til 18. nóv. - Miðaverð 1500 kr. NOACK rafgeymar Hleðslutæki, 6-12- 24 v. Startkaplar Frostlögur Mótorolía - Olíusíur - Loftsíur Varahlutadeiid - Sími 1730 (2 línur) Suðurnesjabúar, athugið! Nú er rétti tíminn til að fá sér permanent fyrir jólin. - Gefum 15% afslátt fram að mánaðamótum. - Mikið úrval af Kerastase hársnyrtivörum. OPIÐ ALLA DAGA frá kl. 9-6. Laugardaga frá kl. 10. ÞEL-hárhús Sími 3990

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.