Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.11.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 14. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Handknattleikur 3. deild - Reynir UMFN 27:24 • • Oruggur sigur Reynis - setn enn eru taplausir Reynismenn unnu Njarð- víkinga örugglega í 3. deild handboltans í Iþróttahús- inu í Sandgerði sl. föstudag. Lokatölur urðu 27:24 en staðan í hálfleik var 13:12 fyrir Reyni. Reynismenn eru því enn taplausir í deild- inni eftir fimm leiki, hafa unnið fjóra en gert eitt jafn- tefli. Fyrstu mínúturnar ein- kenndist leikurinn af tauga- veiklun leikmanna beggja liðai Reynismenn komust í 3:0 en þá skoruðu Njarð- víkingar tvö mörk. Reynir náði aftur góðu forskoti 10:6, en aftur náði UMFN að minnka muninn í eitt mark og þannig var munur- inn í hálfleik. Reynismenn virkuðu mun betri aðilinn, boltinn gekk vel í sókn og vörnin var sterk með Sigurð Guðna og Kristín Ármanns í aðalhlut- verkum. Sigurður hélt besta manni UMFN, Arin- birni Þórhalls, niðri með því að koma vel út á móti honum og riðlaði það sókn UMFN. Einstaklingsfram- takið réð ríkjum hjá Njarð- víkingum og Guðjón skor- aði grimmt úr vinstra horn- inu, en hann og Ari skor- uðu sjö af 12 mörkum UMFN í fyrri hálfleik. Jafnræði hélst með lið- unum fyrstu mínúturseinni hálfleiks. Síðan náðu Reyn- ismenn fimm marka forystu, 21:16, og gerðu þar út um leikinn. Njarðvíking- ar gerðu allt sem þeir gátu á lokakaflanum og tóku bæði Heimi Karls og Daníel Ein- ars úr umferð, en það hafði ekkert að segja. Reynis- menn tóku Arinbjörn úr umferð mest allan síðari hálfleik, en hann hélt sínum mönnum nánast á floti og var illstöðvandi. UMFN náði að laga stöðuna áður en flautað var til leikhlés, en lokatölur urðu 27:24. Öruggur sigur Reynis. Sigur Reynis var mjög sanngjarn. Þeir voru með forystu allan leikinn og léku oft á tíðum mjög góð- an handbolta. Sókniragað- ar og leikkerfi gengu mjög vel upp. Vörnin var góð og Eiður markvörður átti góðan leik, varði 13 skot, þar af 2 víti, bæði frá Snorra Jóhannssyni. Lið Reynis var jafnt, og allir áttu góðan dag. Daníel l-X-2 l-X-2 Fékk 12 rétta á hvítan seðil: „Þetta var sko heppni í lagi“ „Jú, ég held að þetta sé frekar fátítt núna. Eftir að kerf- isseðlarnir ruddu sér til rúms hafa seðlarnir að sama skapi orðið erfiðari“, sagði Gísli Jón Gústafsson, 15 ára get- raunaspekingur, sem hlaut 12 rétta nýlega, og það á ein- falda röð á hvítum seðli. „Vinningsupphæðin hljóðaði upp á 116.805 kr. ná- kvæmlega. Ég fæ hana afhenta fljótlega. Kærufrestur er í fimm vikur. Kemur sér vel'? Jú, þetta kom á ágætum tíma og kemur sér vel hjá námsmanni. Annars hef ég ekki hugsað út í það hvernig ég ætla mér að eyða þessu". Gísli Jón byrjaði að tippa í fyrra em byrjaði ekki af krafti fyrr en í haust. „Ég er með einn hvítan í hverri viku. Uppáhaldslið? Ha, ha, ég veit ekki hvort ég á að segja frá því. Þeir eru nefnilega neðstir i 1. deild, en það er W.B.A. En ég hætti þó ekki að halda með þeim fyrir það. Það eru ekki alltaf jólin í þessu“, sagði Gísli Jón Gústafsson, 15 ára nemi í Fjölbraut. Heildarspá Gísla: Leikir 16. nóvember: Aston Villa - Sheff. Wed. 2 Ipswich - Everton ...... 2 Luton - Coventry ....... 1 Man Utd. - Tottenham . 1 Newcastle - Chelsea .. X South’pton - Birmingh. 1 West Ham - Watford .. 1 Grimsby - Portsmouth . 2 Leeds - Crystal Palace X Middlesbro - Oldham .. 2 Sheff. Utd. - Blackburn 1 Stoke - Norwich ........ 1 Júlli með sex rétta Árangur spekinga er á uppleið á nýjan leik. Júlíus Jóns- son fékk sex rétta og var óheppinn að fá ekki sjö. - pket. Daníel Einarsson reynir línusendingu. Njarðvíkingarnir Pétur og Karvel verjast. Heimir Morthens og Arinbjörn fylgjast með. geysi sterkur og ógnandi í sókninni. Heimir Karls stjórnar spili liðsins af miklu öryggi og hefur náð miklu út úr litlum mann- skap. Nafni hans Morthens átti mjög góðan leik. „Gamla brýnið" stendur svo sannarlega fyrir sínu og var með 80% skotanýtingu í leiknum. Siggarnir - Guðnason og Sumarliða- son, báðir mjög traustir, og eins Kristinn Ármanns, hreint frábær í vörninni. Arinbjörn og Guðjón voru bestir hjá UMFN og skoruðu saman rúman helming marka liðsins. Snorri og Jón Magnússon voru einnig þokkalegir. Lið UMFN er mun yngra en Reynis og reynsluminna, sem sást berlega í þessum leik. Sóknir stuttar og vörn gloppótt. Oft var ég með á tilfinningunni að þeir ætl- uðu að skora 2-3 mörk í sókn. Liðið hefur áaðskipa mörgum mjög ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Ef rétt er haldið á spil- um á þetta lið eftir að vinna marga sigra í framtíðinni. Mörk Reynis: Heimir K. 6, Daníel 6, Heimir M. 5, Sig. Guðna 3, Sigurður Óli 3, Kristinn 3 og Ólafur Óskars 1. Mörk UMFN: Ari 8, Guðjón 5,' Jón Magg. 4, Snorri 4, Ölafur Thord. 2, Guðbjörn 1. - pket. (---------------------- Daníel Einarsson, Reyni: „Höfum alla burði til að vinna deildina“ „Þetta var góður sigur. Leikkerfin gengu vel upp og vörnin var ágæt. Við vorum betri aðilinn í þess- um leik en vorum klaufar að hrista þá ekki af okkur. Þeir náðu yfirleitt að minnka muninn þegar við vorum einum færri. En svo V stungum við þá af í seinni hálfleik". Nú hafið þið ekki enn tapað leik. Hvað með fram- haldið? „Við förum norður um næstu helgi og leikum við Völsung og Þór, Akureyri. Þórsarar eru mjög sterkir og ef við vinnum báða Ieik- ina stöndum við vel að vígi“. Gerir þú þér jafnvel vonir um að vinna deildina? „Já, við höfum alla burði til þess“, sagði stór- skytta Reynismanna, Daníel Einarsson. - pket. Karfa kvenna - ÍBK-KR 45:48 KR sigraði í hörkuleik ÍBK lék gegn KR í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik um sðustu helgi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og leik- gleði, sem kom m.a. fram í sterkum varnarleik. Það er orðið langt síðan önnur eins leikgleði hefur sést hjá ÍBK- stelpunum. Þó að KR hafi leitt mest allan leikinn voru þær keflvísku aldrei langt undan, enda skildu sjáldan meira en 3-5 stig. Staðan í hálíleik var síðan 18:17 KR í vil. Strax á fyrstu 4 mín. seinni hálfleiks náðu KR- stúlkurnar mjög góðu for- skoti með því að skora 6 stig án þess að Keflavík næði að svara fyrir sig. Þær kefl- vísku náðu síðan að jafna leikinn, 45:45, þegar 3 mín. voru til leiksloka. ÍBKfékk þá góð færi á að komast yfir, en klúðruðu í tvígang mjög illa. Náði þá KR að komast í hraðaupphlaup og var brotið á einni þeirra þegar hún var í skoti, hún hitti úr skotinu og fékk eitt aukaskot og hitti. Og þar við sat, KR 48 - Keflavík 45. Enn eitt naumt tapið. Stig ÍBK: Guðlaug 25, Björg H. 10, Fjóla 3. Stig KR: Linda 14, Erna 10, Kristjana 10. - gjóh. Það eru oft átök í kvennaboltanum. Björg Hafsteinsdóttir lætur sig þó ekki muna um að gefa boltann, þó hún liggi kylliflöt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.