Víkurfréttir - 14.11.1985, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 14. nóvember 1985
VÍKUR-fréttir
„Skapar aukna möguleika á traustari
a t vinnuuppby ggingu ‘ ‘
- segir í samþykkt SSS um sameiningu rafveitnanna
Á aðalfundi SSS á dög-
unum var eftirfarandi til-
laga samþykkt einróma:
„Aðalfundur SSS haldinn í
Höfnum 8. og 9. nóvember
1985, fagnar þeim þýðingar-
mikla áfanga sem náðst hefur í
orkumálum með sameiningu
rafveitnanna á Suðurnesjum
og Hitaveitu Suðurnesja
ásamt yfirtöku hitaveitunnar á
eignum Rafmagnsveitna ríkis-
ins á orkuveitusvæðinu.
Þessi sameining hefur þegar
leitt til lækkunar raforkuverðs,
sem skapar aukna möguleika
á traustari atvinnuuppbygg-
ingu og betra mannlífi.
Aðalfundurinn hvetur ein-
dregið til þess, að sem fyrst
verði hafist handa við undir-
búning frekari raforkufram-
leiðslu með nýtingu afgangs-
orku til iðnaðar og fiskeldis
fyrir augum“. - epj.
8. AÐALFUNDUR
HÖFNUM 1985
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja
vill vekja athygli á eftirfarandi:
Til að auðvelda sorpbrennsluna og til að auka nýtingu
stöðvarinnar þarf að aðgreina mismunandi gerðir af
sorpi og rusli betur en gert hefur verið.
Brennanlegt og óbrennanlegt rusl má aldrei vera
saman.
Allt sorp og rusl sem hægt er að brenna í sorpbrennslu-
ofninum, skal losa í sorpgryfjuna, en stórgert rusl, s.s.
vörupallar og stærra timbur, skal losa annars staðar
samkvæmt fyrirmælum starfsmanna. Sama gildir um
brotajárn og annað óbrennanlegt rusl.
Þýðingarmikið er að allur pappír, plast og annað auð-
brennanlegt rusl farí ávallt í sorpgryfjuna.
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja
Aðalfundur SSS:
Fagnar ákvörðun um
Sjóefnavinnsluna
Eftirfarandi tillaga var
samþykkt samhljóða á að-
alfundi SSS:
„Aðalfundur SSS, haldinn í
Höfnum 8. og 9. nóvember
1985, fagnar þeirri ákvörðun
að áfram skuli haldið tilraun-
um með sjóefnavinnslu á
Reykjanesi með því að ljúka
8000 tonna áfanga Sjóefna-
vinnslunnar hf. og fyrirhug-
aðri 1560 tonna kolsýruverk-
smiðju.
Aðalfundurinn hvetur til
áframhaldandi rannsókna á
hagnýtingu varmaorkunnar á
Suðurnesjum". - epj.
Alyktar um frumvarp til laga
um skólakostnað
„Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesj-
um, haldinn í Höfnum 8.
og 9. nóvember 1985, tekur
heils hugar undir þær hug-
myndir er fram koma í
„Frumvarpi til laga um
skólakostnað í framhalds-
Suðurnes:
skólum“.
Fundurinn telur að með
frumvarpinu sé leitast við
að jafna aðstöðu einstakra
landsfjórðunga og fram-
haldsskóla til að halda uppi
eðlilegu skólastarfi".
epj-
Hitaveitukostnaður
50% af olíuverði
Skv. upplýsingum iðnað-
arráðuneytisins er meðal-
kostnaður við gjaldskrár
húshitunar miðað við 400
rúmm. íbúð á Suðurnesj-
um kr. 32.280. Er þetta
50% af því sem kostaði að
hita upp með óniður-
greiddri olíu.
Af 28 hitaveitum eru 10
hitaveitur með hærra gjald
en HS og 17 með lægra.
Lægst er hitaveitan á Reyk-
hólum með kr. 7.776 á mán-
uði en hæst á Akranesi og
Borgarfirði, kr. 50.856.
___________________epj-
VÍKUR-FRÉTTIR
Málgagn
Suðurnesjamanna.
Nú er rétti tíminn til að huga að vetrardekkjun-
um. - Höfum flestar stærðir af sóluðum radial
hjólbörðum á lager. - 5% staðgreiðsluafsláttur
til 15. des. n.k. - Frábær inniaðstaða. -Tökum
einnig tímapantanir. - Fljót og góð þjónusta.
SBILtflCtflB»
FITJABRAUT 12 - SÍMAR 1399, 1693
SOLUD RADIAL
VETRARDEKK
Skólar í Keflavík
og Njarðvík:
Leiðrétting
Meinleg prentvilla varð í
grein Gylfa Guðmundsson-
ar skólastjóra í síðasta tbl.
um skólamál í Keflavík og
Njarðvík. Á bls. 16 í kaflan-
um Keflavík-Njarðvík var
rætt um skólarekstur, en
átti að vera skólaakstur.
Rétt er umrædd máls-
grein því þannig:
„Þá skulum við einnig
minnast þess, að skóla-
akstur verður alltaf til stað-
ar í Keflavík og Njarðvík,
því bæjarfélögin eru orðin
það stór. Einnig þykir slík
þjónusta í bæjarfélögun-
um nú sjálfsögð og eðlileg".
Er hér með beðist vel-
virðingar á mistökum þess-
um.