Víkurfréttir - 14.11.1985, Síða 20
\fimn
Fimmtudagur 14. nóvember 1985
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Simi 4717
8. aðalfundur SSS haldinn í Höfnum um sl. helgi:
Áki Gránz formaður
Sl. föstudag og laugar-
dag var haldinn aðalfund-
ur Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum, i félags-
heiminu í Höfnum. Fund-
arstjóri var kosinn Ólafur í.
| Hannesson, Njarðvík, og
fundarritarar Sigrún G.
| Jónsdóttir, Höfnum, og
Helga Guðmundsdóttir,
ritari SSS.
Margir málaflokkar
voru teknir fyrir og verða
þeir tíundaðir hver fyrir sig
í sértsökum fréttum í blað-
inu.
I næstu stjórn voru til-
nefndir sem aðalmenn:
Tómas Tómasson, Kefla-
vík; Aki Granz, Njarðvík;
Jón Gunnar Stefánsson,
Grindavík; Jón Júlíusson,
Sandgerði; Ellert Eiríks-
son, Garði; Kristján B. Ein-
arsson, Vogum og Þórar-
arinn St. Sigurðsson, Höfn-
um.
Fráfarandir formaður
var Þórarinn St. Sigurðs-
son, en næsti formaður er
Aki Granz. - epj.
Frá aðalfundi SSS í Höfnum
um síðustu helgi.
„Sameinumst um að
klæða krógann“
Mikil húnæðisvandkvæði hjá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Mikil húsnæðisvand-
kvæði eru nú við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja.
Fer kennslan því fram á 8
stöðum víðs vegar um Kefla
vík, en sjálft skólahúsið
býður aðeins upp á 11
kennslustofur fyrir þá rúm-
lega 1000 nemendur sem
við skólann eru. Kom jretta
fram í máli Hjálmars Arna-
sonar skólameistara, á að-
alfundi SSS á dögunum.
Þar líkti hann skólanum
við lítinn króga með eftir-
farandi hætti:
„Fyrir u.þ.b. 8 árum,
þegar hann var 2ja ára
gamall þá voru keypt á
hann föt. Núna, 8-10 árum
síðar, þá gengur króginn í
sömu fötunum, þ.e.a.s.
beltisstrengurinn rétt
nær upp fyrir hné og skálm-
arnar rétt aðeins niður fyrir
hné, og það er ekki sjón að
sjá barnið".
Er þetta ekki fögur lýsing
Hjálmar Arnason, skólameistari, flytur ræðu sína á aðalfundi SSS
á barni okkar, Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Að lokum skoraði
Hjálmar á sveitarstjórnar-
menn að sameinast um að
klæða barnið, þetta stolt
okkar Suðurnesjamanna,
og sjá um að það sé sæmi-
lega til fara. - epj.
Aðalfundur SSS:
Ofagrar lýsingar á Hlévangi
Sérfundur verður haldinn um rekstur
Hlévangs og Garðvangs
í almennum umræðum
um málefni aldraðra á Suð-
urnesjum, á aðalfundi SSS,
urður all harðar umræður
um málefni Elliheimilisins
Hlévangs í Keflavík. Voru
það þeir Jóhann Geirdal og
Ólafur Björnsson sem
stóðu að þessum umræð-
um.
Voru það ófagrar lýsing-
ar sem sagðar voru um að-
stöðuna á Hlévangi. Lauk
umræðunum með því að
felld var út úr drögum að
ályktun um þessi mál setn-
ing þar sem lýst var ánægju
með samstarf það sem
tekist hefur milli sveitarfé-
laganna um þessi mál og
hvatt var til áframhalds
á því. Jafnframt var
samþykkt tillaga um að
halda sem fyrst fund um
málefnum Hlévangs og
Garðvangs.
Eftirfarandi tillögur
voru samþykktar sam-
hljóða:
Fyrirsjáanleg aukin
þörf á vistrými
Aðatfundur Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum,
haldinn í Höfnum 8. og 9. nóv.
1985, bendir á að með nýbygg-
ingu við Garðvang, dvalar-
heimili aldraðra í Garði, sem
tekin var í notkun á þessu ári,
var aðeins bætt úr brýnustu
þörf, en enn er langur biðlisti
aldraðs fólks, sem þarfnast
vistunar. Sum sveitarfélögin
hafa ennfremur byggt og
stuðlað að byggingu leigu- og
söluíbúða fyrir aldraða, auk
þess sem þau hafa aukið þjón-
ustu við þá aldraða, sem búa í
eigin húsnæði, en betur má ef
duga skal.
Á næstu árum er fyrirsjáan-
leg aukin þörf á vistunarrými
fyrir aldraða á Suðurnesjum,
sem verður að fullnægja. Áðal-
fundurinn telur að þessari
auknu þörf verði best og fljót-
ast mætt með því að ljúka sem
fyrst legudeild (D-álmu) við
Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs. Aðalfundurinn hvetur
til þess að nú þegar verði út-
Framh. á 15. síðu
Spumingin:
Hefur þú kynnt
þér notkun
slökkvitækja?
Jón Kristinsson:
,,Já, ég er búinn að fara á
mörg námskeið“.
Oddný Leifsdóttir:
„Já, og ég vona að ég
kunni að bregðast við eldi“.
Friðrik Þorbergsson:
„Nei, og mér myndi
bregða rosalega ef upp
kæmi eldur“.
Einar Stefánsson:
„Já, ég er bæði með
slökkvitæki á vinnustað og
heima og hef kynnt mér
notkun þeirra, þó ég hafi
ekki farið á námskeið“.