Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1985, Síða 6

Víkurfréttir - 12.12.1985, Síða 6
6 Fimmtudagur 12. desember 1985 VÍKUR-fréttir LESENDUR ATH: Vegna plássleysis bíður töluvert efni birtingar í næsta blaði. JÓLALJÓS 40 Ijósa útiséríur ^ Upplýstir krossar á leiði Útiljósaperur - Jólatrésseríur Aðventuljós og jólastjörnur STAPAFELL HF. Verkfæradeild - Sími 1730 Orðvar skrifar: Með lítillæti skal land byggja Það á ekki af okkur Suð- urnesjamönnum að ganga, því nú nenna menn ekki lengur að hanga kauplausir í lögreglunni nema 2-3 ár í einu, jafnvel þó þeir séu grýttir öðru hverju. Fólk er líka farið að vera með óþarflega mikið með nefið í þeirra málum. Um daginn sást maður með húfu aka suður Hringbrautina, og af því að hann notaði aldrei stefnuljósin, var það fullyrt; að þarna hefði lögreglan verið á ferðinni. Fólkið trúir þessu auðvitað, þangað til Bjarki lýsir því yfir í sjónvarpinu fyrir ai- þjóð, að slík yfirsjón hendi aldrei lögregluna. Haft er eftir flugfreyjum, að launamál lögreglunnar séu í svo miklu lágmarki, að þau dygðu þeim ekki fyrir snyrtingu, jafnvel þyrfti töluverða útsjónarsemi til að þau nægðu þeim til að komast í og úr vinnu. Sam- kvæmt flugfreyjutaxtanum ættu fæðispeningar lögregl- unnar að vera yfir sex þús. krónur á dag. Stórir og stæðilegir lögreglumenn þurfa að borða töluvert meira en þvengmjóar og veimiltítulegar flugfreyjur. Hvaða steinaldarmenn sjá eiginlega um launamál lög- reglunnar? I fullri alvöru hlýtur það að vera tímabært rann- sóknarstarf, að kanna hvers vegna almennings- álitið gagnvart lögreglunni er eins neikvætt og raun ber vitni. Langflestir lögreglu- menn vinna sín störf af stakri prúðmennsku og trú- mennsku, og oft við hinar verstu aðstæður, samt er þeim bölvað í sand og ösku. Þeir geta verið ágætir rétt á meðan þeir hirða upp hundshræ, sem einhver hefur ekið yfir fyrir utan húsið þitt, eða þegar þeir þurfa að vinna klukku- stundum saman í brjáluð- um veðrum við að ná stór- slösuðu fólki út úr umferð- arslysum, og koma því á sjúkrahús. Engin stétt á landinu lætur hafa sig í önnur eins skítverk og lög- reglan, fyrir jafn lélegt kaup. Mætur þjóðfélags- þegn sagði eitt sinn, að ef launamál lögreglunnar yrðu leiðrétt, yrðu þeir svo hrokafullir, að ráða yrði aðra menn í verstu skít- verkin. Með lítillæti skal land byggja. ORÐVAR. Fyrstu 1000 fiskarnir Eitt þúsund Regnbogasilungar voru fluttir úr Sjóeldi í Höfnum sl. föstudag. Var farið með þá í nýju sjóeldiskvína í Keflavík. Þetta eru fyrstu fiskarnir sem fluttir eru þangað. Myndin hér að ofan sýnir þegar verið var að flytja fiskana um borð í bát er flutti þá í kvina. ghj. - Ijósm.: epj. FAIR MATE - feröatæki Verö kr. 7.300.- HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavík - Sfmi 3933 Vasadiskó í jólapakka unglíngsins. Jólagjöf Ijósmyndarans færöu hjá okkur. Myndavélar, flöss, þrífætur og myndavélatöskur. SJÓNAUKAR - vönduö gjöf. SANYO SJÓNVÖRP 20”-22” m/án fjarstýringu - Verð frá kr. 42.550 Ótrúlegt úrval af römmum og smellurömmum. SANYO og JVC myndbandstæki Gefðu tónlistargjöf. Landsins mesta plötuúrval.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.