Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1985, Síða 16

Víkurfréttir - 12.12.1985, Síða 16
16 Fimmtudagur 12. desember 1985 VÍKUR-fréttir Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja: Bílarými tvöfaldað Athugun stendur yfir ð kaupum ð fullkominni tækjabifreið f stað þeirrar sem nú er ðnýt JÓLAKLIPPING er nauðsynleg Pantið tímanlega fyrir jólin. HÖFUM MIKIÐ ÚRVAL AF SFiampoo - Hármaska Froðugeli og Glansskoli frá KERASTASE OG JOICO | Verið velkomin. ccrf- á.cLCí oc) <cA/[arta Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fram- kvæmdir við viðbyggingu slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Hefur bílarýmið verið stækkað um helming og er það því komið í upphaflega mynd skv. teikningu, en núverandi stöð var tekin í notkun 1967. I gamla hlutanum hafa verið geymdar 6 bifreiðar slökkviliðsins auk annars sjúkrabílsins, sem þjónar öllu Suðurnesjasvæðinu að undanskyldri Grindavík. Hinn bíllinn sem notaður er fyrir sama svæði fær nú einnig inni í nýju stöðinni. Auk þess eru þar geymd önnur tæki slökkviliðsins og hefur því oft verið all þröngt í bílageymslunni. En Brunavarnir Suður- nesja eru með fleiri járn í eldinum þessa dagana. í sumar heltist tækja- og; mannabifreið liðsins úr lestinni og hefur ekki verið talið borga sig að gera viði hana, enda um að ræða bif- reið afárgerðinni 1961, sem keypt var gömul til þessara nota. Hefur því farið fram athugun á kaupum á heppi- legri bifreið til þessara T'RES- SALA Kiwanisklúbbsins KEILIS er hafin. Kæru viöskiptavinlr! Athugið breyttan sölustað, sem er nú ÁHALDAHÚS KEFLAVÍKURBÆJAR VIÐ VESTURBRAUT- Opið frá kl. 17-20 mánud.-fimmtud. og frá kl. 14-22 föstud.-sunnud. JÓLATRÉ - GRENI - KROSSAR BORÐSKRAUT - JÓLAPAPPÍR JÓLATRÉSFÆTUR Kiwanisklúbburinn KEILIR nota. Hafa slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri lagt fyrir stjórn Bruna- varna Suðurnesja bréf, þar sem þeir leggja til að keypt verði ný bifreið sem yrði bæði slökkvi- og tækjabíll og gæti tekið 9 manns í sæti. Þessi bifreið yrði vel búin tækjum sem nota mætti bæði við eldsvoða eða björgun t.d. úr umferðar- óhappi. Yrði viðkomandi bifreið ætíð fyrst á vettvang og síðan kæmu önnur björgunartæki eftir þörf- um. Hefur stjórn BS sam- þykkt fyrir sitt leyti kaup á slíkri bifreið, enda komi til samþykki viðkomandi sveitarstjórna. A.m.k. ein sveitarstjórn, þ.e. Kefla- víkurbær, hefur tekið er- indið fyrir og var þar sam- þykkt að vísa því til næstu fjárhagsáætlunargerðar sem ætti að liggja fyrir í febrúar. í síökkviliðinu eru í dag 30 menn, sem kallaðir eru til ef útkall verður, en engar vaktir eru á slökkvistöð- inni, þar vinna þó 3 menn alla virka daga frá kl. 8 til 17, er þar um að ræða slökkviliðsstjóra og eld- varnareftirlit auk daglegs eftirlits með tækjakosti BS. Slökkviliðsstjóri Bruna- varna Suðurnesja er Ingi- þór Geirsson en svæði slökkviliðsins nær yfir 5 sveitarfélög af 7 á Suður- nesjum þ.e. allra nema Sandgerðis og Grindavík- ur. Þessi tvö sveitarfélög eru með sérslökkvilið hvort fyrir sig. epj- Pítubær - Nýr skyndibitastaður Nýlega opnaði nýr skyndibitastaður að hafnargötu 37 í Keflavík og ber hann heitið PÍTU- BÆR. Eigendur eru Jónas Snorrason, Jóhanna Bald- vinsdóttir, Helgi Hanni- balsson og Helga Sigurðar- dóttir. A boðstólum eru allar tegundir af pítum eins og þær gerast bestar. Einnig er á boðstólum Taco, kjúkl- ingar, kótelettur, franskar og allt meðlæti sem því fylgir. I framtíðinni er áætlað að vera með fjöl- breyttar fisktegundir, aðeins meira en gengur og gerist. Opnunartími verður frá kl. 11.30 til 24.00 til að byrja með, og um helgar verður heimsendingarþjón- usta og verður matnum keyrt út með leigubílum. Þetta gildir líka fyrir aðra almenna frídaga, en ekki á virkum dögum til að byrja með. Staðurinn er mjög rúm- góður og er góð aðstaða fyrir bömin, þ.e. video og sjónvarpsherbergi. ghj- Eigéndur Pítubæjar f.v.: Jónas, Jóhanna, Helga og Helgi. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.