Fréttabréf - 01.08.1989, Blaðsíða 2
Tíðindi af þingstörfum
Kvennalistakonur hafa lagt fram
fjögur ný þingmál á undanfömum
vikum og stöðugt bætast við nýjar fyrir-
spumir frá okkar konum. En víkjum
fyrst að fmmvörpum og þingsályktunar-
tillögum.
Kvennadeild viö
Ðyggöastofnun
Eins og kom fram í síðasta
fréttabréfi þá var samþykkt ályktun á
landsfundinum um að stofna skyldi
sérstaka Kvennadeild við
Byggðastofnun. Nú hafa þingkonur
Kvennalistans flutt frumvarp til laga um
breytingar á lögum um Byggðastofnun
um að við stofnunina starfi deild sem
hafi það hlutverk “að vinna að
uppbyggingu atvinnu fyrir konur. Til
starfsemi deildarinnar skulu renna
a.m.k. 20% af árlegum framlögum
ríkisins til Byggðastofnunarog skal
þeim varið til reksturs deildarinnar,
ráðgjafar, lána, styrkja og annarra
fyrirgreiðslu vegna atvinnustarfsemi
kvenna.” Þetta er bæði þarft mál og
brýnt og leggjum við til að lögin taki
gildi 1 .janúar nk. Við eigum hins vegar
eftir að sjá hvemig þingheimur tekur
þessari tillögu, en Kvennalistakonur
flytja tillöguna einar. Það er rétt að það
komi fram hér að konur á Akureyri áttu
stóran þátt í því að setja saman þetta
frumvarp. í greinargerð með
frumvarpinu er lagt til að Kvennadeildin
verði staðsett á Akureyri, einnig er lagt
til að við deildina starfi eingöngu konur
með reynslu af jafnréttisstarfi og
kvennaráðgjöf. Málmfríðurer fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins.
Leyfi frá störfum vegna
umönnunar barna
í þriðja sinn flytur Kvennalistinn
frumvarp á Alþingi um rétt foreldra til
leyfis frá störfum vegna umönnunar
bama. Ef fmmvarpið yrði samþykkt
hefðu foreldrar rétt til að taka sér lau-
nalaust leyfi frá störfum fyrstu tvö ár
eftir fæðingu bams og ganga að starfi
sínu aftur og sömu kjömm að þeim tíma
liðnum. Til að foreldri geti nýtt sér
launalaust leyfi skal það hafa starfað hjá
sama vinnuveitanda í 18 mánuði sam-
fellt áður en að leyfistökunni kemur.
Foreldri skal tilkynna vinnuveitanda
með þriggja ipánaða fyrirvara hvort
óskað er leyfis og þá jafnframt hvenær
foreldri hyggst hefja störf að nýju. Það
skal tekið fram að fmmvarpið hefur
engan kostnað í för með sér.
Frumvarpið hefur verið sent til
umsagnar til ýmissa aðila og kemur
fram í greinargerð með frumvarpinu að
stjóm HÍK og Jafnréttisnefnd BSRB
styðja frumvarpið, aðrir aðilar hafa
fagnað frumvarpinu þar má t.d. nefna
KRFÍ og Jafnréttisráð. Fmmvarpinu var
vísað til ríkisstjómarinnar á
109.1öggjafarþingi, en ríkisstjómin
aðhafðist ekkert í málinu, það var en-
durflutt á síðasta þingi og svo nú í
þriðja sinn eins og kom fram hér að
framan. Guðrún er fyrsti flumingsmaður
frumvarpsins.
Könnun á ofbeldi í myndmiðlunr
Kvennalistakonur hafa flutt
þingsályktunartillögu um könnun á
ofbeldi í myndmiðlum, þar sem lagt er
til að kannað verði “sérstaklega tíðni og
tegund þess ofbeldis sem sýnt er í
dagskrá Ríkissjónvarps, Stöðvar 2, í
kvikmyndahúsum og á þeim
myndböndum sem em á boðstólum í
myndbandaleigum. Könnunin skal
einkum beinast að líkamlegu og
kynferðislegu ofbeldi, þar með töldu
klámi. Einnig að láta fara fram könnun
2