Fréttabréf - 01.08.1989, Síða 7
markmiðum bankans. í um 48 löndum,
þar á meðal Svíþjóð, Englandi og Sviss
er Kvennabankastarfsemi í mótun. Öll
uppbygging Kvennabanka er önnur en
hefðbundinn banki. T.d. er gamla
pýramídastjómunarmynstrið ekki til
heldur er notað kerfí í laginu eins og
hjól. I miðjunni er kjaminn (Alþjóðlegi
bankinn) og út frá honum Staðarbankar
eða dótturstofnanir og ysti hringurinn
táknar síðan lánþegana eða fyrirtækin
sem lánað er til (“grasrótin”, kallaði
Michaela það).
Konur fjárfesta í konum
Alþjóðlegi Kvennabankinn hefur
fremur farið þá leið að vinna í samvinnu
við aðra banka sem fyrir em, heldur en
að fara í beina samkeppni við þá.
Þannig em ekki starfandi sérstakar
Kvennabankastofnanir, heldur komið á
samstarfi við bankana sem fyrir em á
hverjum stað en höfuðstöðvar Kvenna-
bankans em í New York, þar sem
Michaela Walsh er í forsvari.
Reglumar sem unnið er eftir em í
stómm dráttum:
Lánþegar þurfa að hafa bætta
afkomu kvenna að leiðarljósi.
Kvennabankinn tekur fjárhagsáhættu
með þeim konum sem hann lánar til.
Unnið er út frá þeirri staðreynd að
konur eiga ekki eignir. Ef konur standa
ekki í skilum (sem þekkist varla) þá eru
þær að taka peninga frá öðmm konum,
því þá minnkar sjóðurinn. Markmiðið er
ekki að lána sem flestum, heldur að
hvert lán nýtist sem arðbær fjárfesting.
Staðarbankamir ráða sjálfir hverjum
þeir lána, þeir hafa möguleikann til að
þekkja þær konur sem sækja um lán og
meta það hverju sinni. Hvert lán er
skoðað sem sérstakt mál og mikið er
lagt upp úr ráðgjöf og aðstoð. Unnið er
eftir bankalögum í hverju landi en hvert
mál er metið fyrir sig m.t.t.
endurgreiðslna. Gerður er þríþættur
skilmáli - milli staðarbanka,
Alþjóðabankans og lántakanda/enda,
vel að merkja, á skiljanlegu máli !
Sá sem tengist þessu neti styrkir það
um leið og hann eflist sjálfur. Konur
fjárfesta þannig í öðrum konum.
Alþjóðlegi Kvennabankinn kallar sig
“non profit” banka, þ.e. markmiðið er
ekki að fjárfesta í glæsihúsnæði yfir
i stofnunina sjálfa.
Hugmyndinni varpaö fram
Erfitt er að fara hér í þessari stuttu
kynningu út í mjög nána útlistun á þessu
' fjárhagsleganeti sem konur eru búnar að
leggja um heiminn og eflist stöðugt. Hér
er því hugmyndinni aðeins komið á
framfæri en nú þegar er komin
“hreyfing” sem vinnur að því að kynna
sér málin ofan í kjölinn. Ef einhverjar
vilja heyra meira og leggja málinu lið,
látið þá í ykkur heyra. Mörgum
spumingum er enn ósvarað um
“tæknilega” útfærslu á þessu stigi
málsins en síðar verður nánar sagt frá
hvemig myndin skýrist.
Michaela Walsh sagði að alls staðar
hefur þær mætt viðkvæðinu: “Þetta er
; ekki hægt” en alls staðar þar sem á
reyndi varð Kvennabanki að veruleika.
Það gæti líka orðið svo hér á landi.
Uppskriftin var samkvæmt Michaelu
Walsh: Tími, undirbúningsvinna unnin
af sjálfboðaliðum, konur með lagalega-
og fjármálalega þekkingu og
hugsjónarkonur. Stofnfé sagði hún þurfa
að vera 20 þús. dollara eða 1.2 milljónir
ísl. krónur.
Konur þurfa aö gera allt sjálfar
Bíður okkar kvenna hér á Islandi
önnur lausn í atvinnumálum okkar en að
byrja sjálfar að skapa okkur
atvinnutækifæri ? Hvað með allar þessar
prjóna- og saumastofur á landinu sem
standa auðar og ónotaðar og allar kon-
umar sem ganga atvinnulausar - geta
þær ekki sameinast, fundið upp á
arðvænlegri framleiðsluvöm og skapað
7