Fréttabréf - 01.08.1989, Qupperneq 10

Fréttabréf - 01.08.1989, Qupperneq 10
Frá Austurlandsanga, Egilsstöðum Kvennalistakonur á Egilsstöðum hafa þann sið að hafa félagsfund fyrsta laugardag hvers mánaðar. Desember- fundurinn var því eins og vera ber laugardaginn 2.desember. Á fundinn kom góður gestur, Guðrún Jónsdóttir, uppeldisfulltrúi en hún sagði fundarkonum frá ráðstefnunni “Upp úr hjólförunum” sem hún sótti í haust. Það vöknuðu ýmsar hugmyndir á fundinum og m.a. að kynna þyrfti niðurstöðumar fyrir foreldrafélögum í skólunum á Egilsstöðum. Næsti fundur á Egilsstöðum verður laugardaginn 13.janúar, athugið að það er annar laugardagur í janúar en ekki sá fyrsti. Kvennaguðfræði í febrúar Febrúarfundur angans verður laugardaginn 3.febrúar og þar mun mæta séra Jóna Þorvaldsdóttir, prestur í Neskaupstað. Hún ætlar að fjalla um kvennaguðfræði. Það er ljóst hvar félagsfundimir í janúar og febrúar verða, en þið fylgist bara með auglýsingum. Arnljót Eysteinsdóttir/SJ Nefnd um byggðamál I byrjun október óskaði forsætisráðherra eftir tilnefningu Kvennalistans í nefnd sent á að gera tillögur um nýjar áherslur og langtímastefnu í byggðamálum á gmndvelli skýrslu Byggðastofnunar. Allir þingflokkar vom beðnir að tilnefna í nefndina. Skýrslan sem vísað er til var unnin hjá Byggðastofnun og hefur ekki verið gefin út. Þingflokkur Kvennalistans tilnefndi Snjólaugu Guðmundsdóttur, húsmóður, Brúarlandi í nefndina. Að því er við best vitum hefur nefndin ekki komið saman. Sigrún Jónsdóttir Fulltrúaskipti í tryggingaráði Kvennalistinn á fulltrúa í tryggingaráði og hefur Guðrún Agnarsdóttir setið þar fyrir okkar hönd sl. tvö ár, varakona hennar hefur verið Sigríður Lillý Baldursdóttir. Nú hefur verið skipt og Sigga Lillý er orðin aðalfulltrúi og Guðrún til vara. Sigríður Dúna til Montreal Eins og lesendur fréttabréfsins hafa eflaust tekið eftir þá var auglýst mjög spennandi ráðstefna í Montreal í Kanada á næsta ári í síðasta fréttabréfi. Yfirskrift ráðstefnunnar er “Konur og margar víddir valdsins”. Á fundi framkvæmdaráðs þann 30.nóvember sl. var valið úr umsækjendum og fulltrúi okkar verður Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. 10

x

Fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.